Fjölmiðlar og framtíðin Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. apríl 2023 06:01 Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika. Sum hafa það ekki af, líkt og örlög Fréttablaðsins bera glöggt vitni um. En fjölmiðlar eru ekki einir um að þurfa að finna frumlegar leiðir til að fóta sig í breyttum veruleika á tækniöld. Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna sambærileg dæmi. Bankaþjónusta hefur gerbreyst, Uber hefur haft þau áhrif að starfsumhverfi leigubílstjóra tók stakkaskiptum og það heyrir til undantekninga ef manneskja af holdi og blóði afgreiðir þig í verslun með matvöru. Fjölmiðlar líkt og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga fyrirtæki sín að breyttum heimi. Pólítíkin á ekki að standa í stafni slíkrar frumkvöðlastarfsemi. Hlutverk stjórnmálanna er að búa svo um hnútana að eðlileg flóra fjölmiðla geti þrifist og að þau séu ekki beinlínis fyrir. Á hinu pólítíska sviði er það einkum tvennt sem stendur því fyrir þrifum að fjölmiðlafyrirtæki með framtíðarsýn geti siglt báruna - þótt gefi á bátinn - og vonandi endað í höfn. Annars vegar er það vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hins vegar sú staðreynd að ógrynni auglýsingafjár frá íslenskum fyrirtækjum rennur úr landi til erlendra fyrirtækja og streymisveitna. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Ráðherrar málaflokksins, hver á fætur öðrum, hafa stigið fram og lýst yfir þungum áhyggjum. Síðan hefur hver bútasaumslausnin rekið aðra undanfarinn áratug eða svo. Nú síðast, hundruð milljóna greiðslur á ári úr ríkissjóði sem hafa svo gott sem ekkert að segja um stóru myndina. Svo er skipuð nefnd. Og nefnd um þá nefnd. Fjölmiðlamarkaðurinn liggur nokkurn veginn svona. Hér á landi eru starfræktir tveir, stórir einkareknir miðlar. Þeir eru undir merkjum Sýnar annars vegar og Árvakurs hins vegar. Ölmusa úr ríkissjóði hefur engin teljandi áhrif á þessa miðla. Fjölmiðlastyrknum var ætlað að halda úti hinum minni miðlum. Það hefur algerlega mistekist miðað við hversu margir hafa horfið á braut á eingöngu fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er sú að ef það er yfir höfuð áhugi á því meðal valdhafa að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur undir lýðræðislega og fjölbreytta umræðu er löngu kominn tími á að líta málið raunsæjum augum. Annars vegar þarf að taka ríflegt gjald af þeim erlendu fyrirtækjum sem selja auglýsingar hér á landi fyrir marga milljarða á ári skattfrjálst. Hins vegar þarf að fjarlægja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera eðlilega hagræðingarkröfu á stofnunina svo jafna megi samkeppnisgrundvöllinn. Það þarf að slá í klárinn. Á meðan stjórnmálin gaufast áfram verður framhald á atgervisflótta úr blaðamannastétt, dýrmæt vörumerki tapast og verðmætur tími sem ætti að nýta til framþróunar glatast. Eftir því sem málið dregst á langinn eiga íslensk fjölmiðlafyrirtæki enn lengra í land til að snúa vörn í sókn. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólöf Skaftadóttir Fjölmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Mest lesið Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Aðferðarfræði til að auka áfallaþol þjóða Böðvar Tómasson skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Hvernig borgarfulltrúar verðmeta tímann þinn Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Lífsbjörg okkar er í veði Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Að henda bókum í börn Hildur Ýr Ísberg skrifar Skoðun Vita bændur ekki hvað bændum er fyrir bestu? Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Mörg fjölmiðlafyrirtæki um allan heim eiga við ramman reip að draga um þessar mundir. Ör tækniþróun, samfélagsmiðlar og breytt neysluhegðun hefur óumdeilanlega áhrif á reksturinn. Fyrirtækin hafa sum hver þurft undirgangast uppskurð til að aðlaga sig breyttum veruleika. Sum hafa það ekki af, líkt og örlög Fréttablaðsins bera glöggt vitni um. En fjölmiðlar eru ekki einir um að þurfa að finna frumlegar leiðir til að fóta sig í breyttum veruleika á tækniöld. Ekki þarf að leita langt yfir skammt til að finna sambærileg dæmi. Bankaþjónusta hefur gerbreyst, Uber hefur haft þau áhrif að starfsumhverfi leigubílstjóra tók stakkaskiptum og það heyrir til undantekninga ef manneskja af holdi og blóði afgreiðir þig í verslun með matvöru. Fjölmiðlar líkt og önnur fyrirtæki standa frammi fyrir því að þurfa að aðlaga fyrirtæki sín að breyttum heimi. Pólítíkin á ekki að standa í stafni slíkrar frumkvöðlastarfsemi. Hlutverk stjórnmálanna er að búa svo um hnútana að eðlileg flóra fjölmiðla geti þrifist og að þau séu ekki beinlínis fyrir. Á hinu pólítíska sviði er það einkum tvennt sem stendur því fyrir þrifum að fjölmiðlafyrirtæki með framtíðarsýn geti siglt báruna - þótt gefi á bátinn - og vonandi endað í höfn. Annars vegar er það vera Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og hins vegar sú staðreynd að ógrynni auglýsingafjár frá íslenskum fyrirtækjum rennur úr landi til erlendra fyrirtækja og streymisveitna. Þessi staða hefur legið fyrir lengi. Ráðherrar málaflokksins, hver á fætur öðrum, hafa stigið fram og lýst yfir þungum áhyggjum. Síðan hefur hver bútasaumslausnin rekið aðra undanfarinn áratug eða svo. Nú síðast, hundruð milljóna greiðslur á ári úr ríkissjóði sem hafa svo gott sem ekkert að segja um stóru myndina. Svo er skipuð nefnd. Og nefnd um þá nefnd. Fjölmiðlamarkaðurinn liggur nokkurn veginn svona. Hér á landi eru starfræktir tveir, stórir einkareknir miðlar. Þeir eru undir merkjum Sýnar annars vegar og Árvakurs hins vegar. Ölmusa úr ríkissjóði hefur engin teljandi áhrif á þessa miðla. Fjölmiðlastyrknum var ætlað að halda úti hinum minni miðlum. Það hefur algerlega mistekist miðað við hversu margir hafa horfið á braut á eingöngu fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Niðurstaðan er sú að ef það er yfir höfuð áhugi á því meðal valdhafa að sjá til þess að hér sé frjór jarðvegur undir lýðræðislega og fjölbreytta umræðu er löngu kominn tími á að líta málið raunsæjum augum. Annars vegar þarf að taka ríflegt gjald af þeim erlendu fyrirtækjum sem selja auglýsingar hér á landi fyrir marga milljarða á ári skattfrjálst. Hins vegar þarf að fjarlægja Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði og gera eðlilega hagræðingarkröfu á stofnunina svo jafna megi samkeppnisgrundvöllinn. Það þarf að slá í klárinn. Á meðan stjórnmálin gaufast áfram verður framhald á atgervisflótta úr blaðamannastétt, dýrmæt vörumerki tapast og verðmætur tími sem ætti að nýta til framþróunar glatast. Eftir því sem málið dregst á langinn eiga íslensk fjölmiðlafyrirtæki enn lengra í land til að snúa vörn í sókn. Höfundur er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun