Dómarar æfir yfir sameiningu héraðsdómstóla Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. apríl 2023 00:08 Jón Gunnarsson hefur lagt fram frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. vísir/vilhelm Dómstjórar og héraðsdómarar við héraðsdóma landsins, utan Héraðsdóms Reykjavíkur, hafa skilað inn afar neikvæðri umsögn um frumvarp um sameiningu héraðsdómstólanna. Frumvarpið, sem þeir segja vanhugsað og illa rökstutt, muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum. Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem varðar sameiningu átta núverandi héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól, sem mun hafa aðsetur í Reykjavík. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Í greinargerð frumvarpsins segir að efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta. Undir fyrrgreinda umsögnina rita sextán héraðsdómarar sem spyrja allsherjar og menntamálanefnd ýmissa spurninga; fyrir hvern frumvarpið sé samið og hverra hagsmuna sé því ætlað að gæta? Spurt er hver ávinningurinn sé og hvort slík umbylting myndi auka skilvirkni og hagræðingu við rekstur dómstóla. „Er það trúverðugt að sameining leiði til eflingar dómsvalds utan Reykjavíkur á héraðsdómsstigi og að störf utan Reykjavíkur verði eftirsóknarverðari?,“ spyrja dómararnir. Þeir telja engin gögn hafa verið lögð fram sem sýni fram á að skilvirkni muni aukast með breytingunni, eða að til verði spennandi störf á landsbyggðinni. Verra aðgengi íbúa landsbyggðar að dómstólum „Verði frumvarpið að lögum teljum við óhjákvæmilegt að það muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum og traust þeirra á meðferð dómsvalds í héraði, sem og veikja stöðu, virðingu og sjálfstæði núverandi héraðsdómstóla þar sem þeim yrði breytt í starfsstöðvar eða útibú frá miðstýrðu dómsvaldi í Reykjavík. Boðuð sameining gæfi jafnframt tóninn fyrir fækkun og niðurlagningu starfsstöðva innan fárra ára í þágu meints sparnaðar og/eða hagræðingar,“ segja dómararnir. Þá er það fyrirkomulag að yfir dómstólnum ríki einn dómstjóri gagnrýnt. Boðað fyrirkomulag sé illframkvæmanlegt og valdsvið þessa eina dómstjóra opið í alla enda samkvæmt frumvarpinu. Verið sé að þyrla ryki í augun á landsbyggðarþingmönnum með „endurteknum ummælum í frumvarpinu um að verið sé að efla minni starfsstöðvar úti á landi og fjölga þar spennandi, eftirsóknarverðum og verðmætum störfum.“ Þvert á móti muni sameiningin draga úr áhuga á störfum á landsbyggðinni. Vanhugsuð aðgerð og illa rökstudd Í frumvarpinu er áhersla lögð á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Dómararnir telja að með henni megi ná fram hagræðingu en að frumvarpið sé að of miklu leyti byggt á framtíðarhugmyndum. „Samkvæmt núgildandi réttarfarslögum er meginreglan sú að aðilar, lögmenn og vitni mæti í eigin persónu í dómsal og teljum að rafræn málsmeðferð muni seint koma í staðinn fyrir undirbúnings- og sáttaþinghöld með aðilum og lögmönnum þar sem nærvera í dómsal skiptir máli.“ Stefnt er að því að fundarhöld verði í meira mæli rafræn á komandi árum. vísir/vilhelm Loks er talið að engin þörf sé á að gerbreyta kerfinu. Einfaldar lagabreytingar geti jafnað álag milli dómstóla eða lögfest þá skipan að á hverjum dómstól verði ekki færri en tveir lögfræðingar. „Við skorum á Alþingi að staldra við og ráðast ekki í þá umbyltingu dómstólaskipunar í héraði sem frumvarpið ráðgerir. Við teljum þetta vanhugsaða aðgerð, illa rökstudda og skiljum ekki hvaða forsendur eru fyrir því að umbylta ríkjandi kerfi, sem hefur þjónað íbúum þessa lands með miklum ágætum í rúmlega 30 ár. Frumvarpið svarar þessu í engu. Við leggjum því til að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir að lokum í umsögninni. Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur frumvarp frá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra sem varðar sameiningu átta núverandi héraðsdómstóla í einn héraðsdómstól, sem mun hafa aðsetur í Reykjavík. Forsenda sameiningarinnar að mati ráðherra er sú að héraðsdómstóllinn hafi áfram starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem núverandi dómstólar eru staðsettir. Í greinargerð frumvarpsins segir að efla þurfi og styrkja starfstöðvarnar með nýjum verkefnum. Með einum héraðsdómstól megi ná fram einfaldari og skilvirkari stjórnsýslu og bættu eftirliti. Fjárframlög og mannauður dómstólanna muni nýtast betur og aukið hagræði nást við meðferð dómsmála borgurunum til hagsbóta. Undir fyrrgreinda umsögnina rita sextán héraðsdómarar sem spyrja allsherjar og menntamálanefnd ýmissa spurninga; fyrir hvern frumvarpið sé samið og hverra hagsmuna sé því ætlað að gæta? Spurt er hver ávinningurinn sé og hvort slík umbylting myndi auka skilvirkni og hagræðingu við rekstur dómstóla. „Er það trúverðugt að sameining leiði til eflingar dómsvalds utan Reykjavíkur á héraðsdómsstigi og að störf utan Reykjavíkur verði eftirsóknarverðari?,“ spyrja dómararnir. Þeir telja engin gögn hafa verið lögð fram sem sýni fram á að skilvirkni muni aukast með breytingunni, eða að til verði spennandi störf á landsbyggðinni. Verra aðgengi íbúa landsbyggðar að dómstólum „Verði frumvarpið að lögum teljum við óhjákvæmilegt að það muni veikja aðgengi íbúa landsbyggðarinnar að dómstólum og traust þeirra á meðferð dómsvalds í héraði, sem og veikja stöðu, virðingu og sjálfstæði núverandi héraðsdómstóla þar sem þeim yrði breytt í starfsstöðvar eða útibú frá miðstýrðu dómsvaldi í Reykjavík. Boðuð sameining gæfi jafnframt tóninn fyrir fækkun og niðurlagningu starfsstöðva innan fárra ára í þágu meints sparnaðar og/eða hagræðingar,“ segja dómararnir. Þá er það fyrirkomulag að yfir dómstólnum ríki einn dómstjóri gagnrýnt. Boðað fyrirkomulag sé illframkvæmanlegt og valdsvið þessa eina dómstjóra opið í alla enda samkvæmt frumvarpinu. Verið sé að þyrla ryki í augun á landsbyggðarþingmönnum með „endurteknum ummælum í frumvarpinu um að verið sé að efla minni starfsstöðvar úti á landi og fjölga þar spennandi, eftirsóknarverðum og verðmætum störfum.“ Þvert á móti muni sameiningin draga úr áhuga á störfum á landsbyggðinni. Vanhugsuð aðgerð og illa rökstudd Í frumvarpinu er áhersla lögð á innleiðingu rafrænnar stjórnsýslu. Dómararnir telja að með henni megi ná fram hagræðingu en að frumvarpið sé að of miklu leyti byggt á framtíðarhugmyndum. „Samkvæmt núgildandi réttarfarslögum er meginreglan sú að aðilar, lögmenn og vitni mæti í eigin persónu í dómsal og teljum að rafræn málsmeðferð muni seint koma í staðinn fyrir undirbúnings- og sáttaþinghöld með aðilum og lögmönnum þar sem nærvera í dómsal skiptir máli.“ Stefnt er að því að fundarhöld verði í meira mæli rafræn á komandi árum. vísir/vilhelm Loks er talið að engin þörf sé á að gerbreyta kerfinu. Einfaldar lagabreytingar geti jafnað álag milli dómstóla eða lögfest þá skipan að á hverjum dómstól verði ekki færri en tveir lögfræðingar. „Við skorum á Alþingi að staldra við og ráðast ekki í þá umbyltingu dómstólaskipunar í héraði sem frumvarpið ráðgerir. Við teljum þetta vanhugsaða aðgerð, illa rökstudda og skiljum ekki hvaða forsendur eru fyrir því að umbylta ríkjandi kerfi, sem hefur þjónað íbúum þessa lands með miklum ágætum í rúmlega 30 ár. Frumvarpið svarar þessu í engu. Við leggjum því til að frumvarpið verði ekki að lögum,“ segir að lokum í umsögninni.
Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Fleiri fréttir Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sjá meira