Hafi fjármagnað íslenskukennslu fyrir hundruð milljóna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 25. apríl 2023 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra. Arnar Halldórsson Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur fjármagnað verkefni í íslenskukennslu fyrir útlendinga um 153 milljónir á þessu ári og Félags og vinnumarkaðsráðuneytið fullorðinsfræðslu um hundruð milljóna. „HVIN hefur fjármagnað verkefni fyrir 153 milljónir krónur á þessu ári sem auka eiga aðgengi útlendinga að íslenskukennslu sem annað mál á háskólastigi,“ segir Hrafnhildur Helga Össurardóttir, upplýsingafulltrúi Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Íslenskukennsla fyrir innflytjendur heyri þó formlega undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og sé hluti af málaflokknum framhaldsfræðsla. Gagnrýndi aðgerða og fjárveitingaleysi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, hefur harðlega gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi hvað varðar íslenskukennslu fyrir útlendinga. Hann hefur meðal annars sagt að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé dapurleg lesning. „Þetta eru aðeins óskir og áform – engar aðgerðir, hvað þá fjármagn,“ sagði Eiríkur í aðsendri grein sem birt var hjá Vísi þann 4. apríl síðastliðinn. Benti hann á að árið 2022 fluttu um tíu þúsund erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta. Í ljósi þessa hefði mátt búast við því að í áætluninni væri að finna fjármögnuð áform um stórátak í íslenskukennslu. En því sé ekki að heilsa. Hins vegar séu stjórnvöld með markmið um að fjölga skráningum í viðurkennd íslenskunámskeið úr 8.400 í 15.000 á árunum 2022 til 2028. Einnig að ánægja með námskeiðin eigi að aukast úr 40 í 70 prósent. Eiríkur var ekki ánægður þegar hann las fjármálaáætlunina. Honum fannst verulega vanta bæði niðurnegldar aðgerðir og fjárveitingu. Skjáskot Stöð 2 „Ekkert kemur samt fram um það hvernig eigi að ná þessum markmiðum og ekki verður séð að til standi að auka fjárveitingar til málaflokksins að marki,“ sagði Eiríkur. Máltækniklasi og háskólabrú Í svari Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Kemur fram að ráðuneytið fjármagni verkefni í gegnum Samstarf háskóla sem muni auka aðgengi að íslenskunámi fyrir útlendinga á háskólastigi. Annars vegar er það Íslensku- og máltækniklasi HÍ, HA, HR, Háskólans á Bifröst, Árnastofnunar, Landspítalans og Háskólaseturs Vestfjarða. „Samstarfið felst í að efla og auka aðgengi að íslenskukennslu fyrir útlendinga um allt land með sameiginlegu fjarnámi í íslensku sem annað mál og notkun máltæknilausna við kennslu,“ segir Hrafnhildur. „Auk þess verða máltæknilausnir þróaðar við framkvæmd stafræns stöðuprófs í íslensku sem verður byggt á evrópska tungumálarammanum.“ Þetta verkefni fékk 100 milljón króna styrk og áætlað er að kennsla geti hafist haustið 2024. Einnig Háskólabrú innflytjenda sem HÍ og HA sjá um. Það er sameiginlegt undirbúningsnám fyrir innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk.„Námið verður til 60 ECTS eininga með áherslu á íslensku sem annað mál auk valnámskeiða á ensku í félagsvísindum, heilbrigðisvísindum, hugvísindum, viðskiptum og náttúruvísindum,“ segir Hrafnhildur. „Um er að ræða fjarnám í íslensku sem annað mál.“ Fékk það verkefni 53 milljón króna styrk og áætlað er að námið geti hafist haustið 2025. Þróa starfstengt íslenskunám á vinnustað Aðspurð um hvernig stjórnvöld hyggist ná þeim markmiðum sem Eiríkur nefnir í greininni, um fjölda nemenda og fjölda ánægðra, segir Hrafnhildur að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið beri ábyrgð á þeim markmiðum og mælikvörðum í fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun komi meðal annars fram að aðgengi að íslenskunámi og samfélagsfræðslu þurfi að vera auðvelt og verið sé að þróa stuðningskerfi við starfstengt íslenskunám á vinnustað. Einnig hafi samstarfshópur hafið störf um úrbætur í íslenskukennslu samhliða endurskoðun á framhaldsfræðslukerfinu og heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda. Fullorðinsfræðsla Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, segir að sá hluti sem tilheyrir ráðuneytinu þegar kemur að íslenskukennslu varði svokallaða framhaldsfræðslu, stundum nefnd fullorðinsfræðsla og er formlega utan skólakerfisins. Heildarendurskoðun fari nú fram á lögum um framhaldsfræðslu, meðal annars vegna mikillar fjölgunar innflytjenda og flóttafólks. „Til að endurskoðunin geti byggst á traustum og faglegum grunni hefur ráðuneytið samið um framkvæmd fjögurra rannsóknar- og úttektarverkefna og munu niðurstöður þeirra liggja fyrir snemmsumars,“ segir hún. Þar að auki fari nú fram á vettvangi ráðuneytisins heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks þar sem verður mótuð stefna varðandi íslenskukennslu. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2022 til 2025 séu jafn framt tilgreindar aðgerðir sem tengjast íslensku sem öðru máli og markvisst sé unnið að framkvæmd þeirra. Hundruð milljón króna aukning Aðspurð um fjármagn segir Sigríður að málaflokkurinn liggi hjá mörgum ráðuneytum en af þeim verkefnum sem heyri undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafi fjármagn verið aukið. Fullorðinsfræðsla heyrir undir Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherraArnar Halldórsson Árið 2022 var 118 milljónum varið til íslensku kennslu fyrir fullorðið fólk utan formlega skólakerfisins en árið 2023 verður sú upphæð 310 milljónir samkvæmt fjárlögum. Það er hækkun um 190 milljónir króna. Þarna inni er meðal annars 75 milljón króna nýtt verkefni um starfstengda íslensku á vinnustað. Markmiðið er að bæta aðgengi að hagnýtri talþjálfun á vinnustað og auka fjölbreytni hvað varðar möguleika á að tala íslensku. Til viðbótar þessu mun Vinnumálastofnun verja um 2f00 milljón krónum á árinu í íslenskukennslu fyrir flóttafólk. Á von á því að markmið náist Hvað varðar markmið um ánægju segir Sigríður að HA vinni að rannsókn og úttekt á ánægju með íslenskunámskeið hjá viðurkenndum fræðsluaðilum. Skipulega verði leitað eftir viðhorfum fullorðinna innflytjenda á samanburðarhæfan hátt. Hvað varðar markmið um fjölda segir Sigríður að ráðuneytið eigi ekki von á öðru en að þau markmið náist, miðað við þátttöku fyrri ára, fjölgun fólks með íslensku sem annað mál og þeirrar aukningar sem orðið hefur á fjármagni til íslenskunámskeiðanna. „Ráðuneytið bindur auk þess vonir við að sú endurskoðun sem nú stendur yfir á umgjörð íslenskukennslu þvert á kerfi muni leiða í ljós hvernig enn megi bæta samhæfingu, samlegð og samstarf á þessu sviði,“ segir hún. Í fyrri útgáfu af þessari frétt var sagt að svör hefðu ekki borist frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Það var rangt af tæknilegum ástæðum. Skóla - og menntamál Háskólar Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fjármálaáætlun dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskrar tungu Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu. 4. apríl 2023 13:22 Fjármálaáætlun dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskrar tungu Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu. 4. apríl 2023 13:22 Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
„HVIN hefur fjármagnað verkefni fyrir 153 milljónir krónur á þessu ári sem auka eiga aðgengi útlendinga að íslenskukennslu sem annað mál á háskólastigi,“ segir Hrafnhildur Helga Össurardóttir, upplýsingafulltrúi Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins. Íslenskukennsla fyrir innflytjendur heyri þó formlega undir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og sé hluti af málaflokknum framhaldsfræðsla. Gagnrýndi aðgerða og fjárveitingaleysi Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði, hefur harðlega gagnrýnt íslensk stjórnvöld fyrir aðgerðarleysi hvað varðar íslenskukennslu fyrir útlendinga. Hann hefur meðal annars sagt að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sé dapurleg lesning. „Þetta eru aðeins óskir og áform – engar aðgerðir, hvað þá fjármagn,“ sagði Eiríkur í aðsendri grein sem birt var hjá Vísi þann 4. apríl síðastliðinn. Benti hann á að árið 2022 fluttu um tíu þúsund erlendir ríkisborgarar til landsins umfram brottflutta. Í ljósi þessa hefði mátt búast við því að í áætluninni væri að finna fjármögnuð áform um stórátak í íslenskukennslu. En því sé ekki að heilsa. Hins vegar séu stjórnvöld með markmið um að fjölga skráningum í viðurkennd íslenskunámskeið úr 8.400 í 15.000 á árunum 2022 til 2028. Einnig að ánægja með námskeiðin eigi að aukast úr 40 í 70 prósent. Eiríkur var ekki ánægður þegar hann las fjármálaáætlunina. Honum fannst verulega vanta bæði niðurnegldar aðgerðir og fjárveitingu. Skjáskot Stöð 2 „Ekkert kemur samt fram um það hvernig eigi að ná þessum markmiðum og ekki verður séð að til standi að auka fjárveitingar til málaflokksins að marki,“ sagði Eiríkur. Máltækniklasi og háskólabrú Í svari Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Kemur fram að ráðuneytið fjármagni verkefni í gegnum Samstarf háskóla sem muni auka aðgengi að íslenskunámi fyrir útlendinga á háskólastigi. Annars vegar er það Íslensku- og máltækniklasi HÍ, HA, HR, Háskólans á Bifröst, Árnastofnunar, Landspítalans og Háskólaseturs Vestfjarða. „Samstarfið felst í að efla og auka aðgengi að íslenskukennslu fyrir útlendinga um allt land með sameiginlegu fjarnámi í íslensku sem annað mál og notkun máltæknilausna við kennslu,“ segir Hrafnhildur. „Auk þess verða máltæknilausnir þróaðar við framkvæmd stafræns stöðuprófs í íslensku sem verður byggt á evrópska tungumálarammanum.“ Þetta verkefni fékk 100 milljón króna styrk og áætlað er að kennsla geti hafist haustið 2024. Einnig Háskólabrú innflytjenda sem HÍ og HA sjá um. Það er sameiginlegt undirbúningsnám fyrir innflytjendur, hælisleitendur og flóttafólk.„Námið verður til 60 ECTS eininga með áherslu á íslensku sem annað mál auk valnámskeiða á ensku í félagsvísindum, heilbrigðisvísindum, hugvísindum, viðskiptum og náttúruvísindum,“ segir Hrafnhildur. „Um er að ræða fjarnám í íslensku sem annað mál.“ Fékk það verkefni 53 milljón króna styrk og áætlað er að námið geti hafist haustið 2025. Þróa starfstengt íslenskunám á vinnustað Aðspurð um hvernig stjórnvöld hyggist ná þeim markmiðum sem Eiríkur nefnir í greininni, um fjölda nemenda og fjölda ánægðra, segir Hrafnhildur að félags- og vinnumarkaðsráðuneytið beri ábyrgð á þeim markmiðum og mælikvörðum í fjármálaáætlun. Í fjármálaáætlun komi meðal annars fram að aðgengi að íslenskunámi og samfélagsfræðslu þurfi að vera auðvelt og verið sé að þróa stuðningskerfi við starfstengt íslenskunám á vinnustað. Einnig hafi samstarfshópur hafið störf um úrbætur í íslenskukennslu samhliða endurskoðun á framhaldsfræðslukerfinu og heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda. Fullorðinsfræðsla Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi Félags- og vinnumarkaðsráðuneytisins, segir að sá hluti sem tilheyrir ráðuneytinu þegar kemur að íslenskukennslu varði svokallaða framhaldsfræðslu, stundum nefnd fullorðinsfræðsla og er formlega utan skólakerfisins. Heildarendurskoðun fari nú fram á lögum um framhaldsfræðslu, meðal annars vegna mikillar fjölgunar innflytjenda og flóttafólks. „Til að endurskoðunin geti byggst á traustum og faglegum grunni hefur ráðuneytið samið um framkvæmd fjögurra rannsóknar- og úttektarverkefna og munu niðurstöður þeirra liggja fyrir snemmsumars,“ segir hún. Þar að auki fari nú fram á vettvangi ráðuneytisins heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks þar sem verður mótuð stefna varðandi íslenskukennslu. Í þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum innflytjenda fyrir árin 2022 til 2025 séu jafn framt tilgreindar aðgerðir sem tengjast íslensku sem öðru máli og markvisst sé unnið að framkvæmd þeirra. Hundruð milljón króna aukning Aðspurð um fjármagn segir Sigríður að málaflokkurinn liggi hjá mörgum ráðuneytum en af þeim verkefnum sem heyri undir Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hafi fjármagn verið aukið. Fullorðinsfræðsla heyrir undir Guðmund Inga Guðbrandsson félags og vinnumarkaðsráðherraArnar Halldórsson Árið 2022 var 118 milljónum varið til íslensku kennslu fyrir fullorðið fólk utan formlega skólakerfisins en árið 2023 verður sú upphæð 310 milljónir samkvæmt fjárlögum. Það er hækkun um 190 milljónir króna. Þarna inni er meðal annars 75 milljón króna nýtt verkefni um starfstengda íslensku á vinnustað. Markmiðið er að bæta aðgengi að hagnýtri talþjálfun á vinnustað og auka fjölbreytni hvað varðar möguleika á að tala íslensku. Til viðbótar þessu mun Vinnumálastofnun verja um 2f00 milljón krónum á árinu í íslenskukennslu fyrir flóttafólk. Á von á því að markmið náist Hvað varðar markmið um ánægju segir Sigríður að HA vinni að rannsókn og úttekt á ánægju með íslenskunámskeið hjá viðurkenndum fræðsluaðilum. Skipulega verði leitað eftir viðhorfum fullorðinna innflytjenda á samanburðarhæfan hátt. Hvað varðar markmið um fjölda segir Sigríður að ráðuneytið eigi ekki von á öðru en að þau markmið náist, miðað við þátttöku fyrri ára, fjölgun fólks með íslensku sem annað mál og þeirrar aukningar sem orðið hefur á fjármagni til íslenskunámskeiðanna. „Ráðuneytið bindur auk þess vonir við að sú endurskoðun sem nú stendur yfir á umgjörð íslenskukennslu þvert á kerfi muni leiða í ljós hvernig enn megi bæta samhæfingu, samlegð og samstarf á þessu sviði,“ segir hún. Í fyrri útgáfu af þessari frétt var sagt að svör hefðu ekki borist frá Félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Það var rangt af tæknilegum ástæðum.
Skóla - og menntamál Háskólar Innflytjendamál Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Fjármálaáætlun dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskrar tungu Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu. 4. apríl 2023 13:22 Fjármálaáætlun dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskrar tungu Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu. 4. apríl 2023 13:22 Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fjármálaáætlun dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskrar tungu Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu. 4. apríl 2023 13:22
Fjármálaáætlun dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskrar tungu Prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir að fjármálaáætlun sé dapurleg lesning frá sjónarhóli íslenskunnar. Hún veki litlar vonir um að íslenskan komist út úr þeirri varnarstöðu sem hún sé nú í. Hann segir raunverulega hættu á því að hér á landi verði til samfélög fólks sem ekki tali íslensku. Það sé alvarlegt fyrir lýðræðið ef stórir hópar fólks geti ekki tekið þátt í samfélagslegri umræðu. 4. apríl 2023 13:22
Fjármálaáætlun án framtíðarsýnar fyrir íslenskukennslu Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“. 4. apríl 2023 09:01