Fjarnám í þjóðfræði Hafrún Eva Kristjánsdóttir skrifar 25. apríl 2023 07:00 Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist. Þá tók ég þá ákvörðun að skrá mig í nám, fyrir valinu varð þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta var þá í þriðja sinn sem ég skráði mig í háskólanám en í hinum tilfellunum flosnaði ég upp úr námi eingöngu af því að ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu og fannst illa haldið utan um fjarnema. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði námsskránna hjá þjóðfræðinni að öll fögin voru kennd í fjarnámi og höfðu verið það um árabil samhliða staðnáminu. Þó að fyrsta árið hafi svo verið kennt eingöngu í fjarnámi vegna faraldursins tók ég strax eftir því hversu viljugir og lausnamiðaðir kennararnir voru til þess að láta námið ganga upp. Þegar háskólinn var opnaður aftur og staðnemendur fóru aftur að mæta í skólastofu þá héldu kennararnir áfram að styðja við fjarnemendur með ýmsum ráðum, sumir kennarar buðu upp á vikulega fjarnámsfundi þar sem fjarnemar gátu hist á Zoom og rætt námið og aðrir stigu skrefinu lengra og buðu fjarnemum inn í stofuna með aðstoð tækninnar. Mér telst svo til að á þeim þremur árum sem ég hef verið í fjarnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafi ég mætt í skólabygginguna alls átta sinnum. Samt kemur það ekki að sök þar sem þjóðfræðihópurinn er þéttur og þó svo að ég hafi ekki hitt flesta samnemendur mína í eigin persónu, lít ég á marga þeirra sem vini mína, ásamt því að kennararnir eru boðnir og búnir að aðstoða mann eftir þörfum, brenna fyrir sitt starf og leggja jafn mikinn metnað í að sinna fjarnemum eins og staðnemum. Það að geta stundað háskólanám annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu en fengið jafn mikinn aðgang og stuðning frá kennurum eins og staðnemar fá er afskaplega dýrmætt og raunar mikilvægt jafnréttis- og aðgengismál. Í fyrri háskólatilraunum mínum upplifði ég að ég yrði sjálflærð ef ég myndi útskrifast, en í þjóðfræðinni er ég partur af hópnum og fæ alla kennslu og upplifunina að vera í háskóla jafnt við samnemendur mína. Því má segja að þjóðfræðin sé sammála mér um að það sé orðið algjörlega úrelt fyrirkomulag að fólk þurfi að flytja hreppaflutningum til þess eins að mennta sig. Höfundur er fjarnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 2020 var viðburðarríkt hjá mér. Fyrir utan upphaf Covid19 og öllu því fíaskói sem fylgdi því eignaðist ég mitt annað barn og í fæðingarorlofinu mínu flutti ég af suðurlandinu og norður fyrir heiði. Það að vera innilokuð í Covid19 takmörkunum og í fæðingarorlofi á nýjum stað þar sem ég þekkti fáa gerði það að verkum að ég ósjálfrátt einangraðist og mér hundleiddist. Þá tók ég þá ákvörðun að skrá mig í nám, fyrir valinu varð þjóðfræði við Háskóla Íslands. Þetta var þá í þriðja sinn sem ég skráði mig í háskólanám en í hinum tilfellunum flosnaði ég upp úr námi eingöngu af því að ég bjó ekki á höfuðborgarsvæðinu og fannst illa haldið utan um fjarnema. Það kom mér því skemmtilega á óvart þegar ég skoðaði námsskránna hjá þjóðfræðinni að öll fögin voru kennd í fjarnámi og höfðu verið það um árabil samhliða staðnáminu. Þó að fyrsta árið hafi svo verið kennt eingöngu í fjarnámi vegna faraldursins tók ég strax eftir því hversu viljugir og lausnamiðaðir kennararnir voru til þess að láta námið ganga upp. Þegar háskólinn var opnaður aftur og staðnemendur fóru aftur að mæta í skólastofu þá héldu kennararnir áfram að styðja við fjarnemendur með ýmsum ráðum, sumir kennarar buðu upp á vikulega fjarnámsfundi þar sem fjarnemar gátu hist á Zoom og rætt námið og aðrir stigu skrefinu lengra og buðu fjarnemum inn í stofuna með aðstoð tækninnar. Mér telst svo til að á þeim þremur árum sem ég hef verið í fjarnámi í þjóðfræði við Háskóla Íslands hafi ég mætt í skólabygginguna alls átta sinnum. Samt kemur það ekki að sök þar sem þjóðfræðihópurinn er þéttur og þó svo að ég hafi ekki hitt flesta samnemendur mína í eigin persónu, lít ég á marga þeirra sem vini mína, ásamt því að kennararnir eru boðnir og búnir að aðstoða mann eftir þörfum, brenna fyrir sitt starf og leggja jafn mikinn metnað í að sinna fjarnemum eins og staðnemum. Það að geta stundað háskólanám annarsstaðar en á höfuðborgarsvæðinu en fengið jafn mikinn aðgang og stuðning frá kennurum eins og staðnemar fá er afskaplega dýrmætt og raunar mikilvægt jafnréttis- og aðgengismál. Í fyrri háskólatilraunum mínum upplifði ég að ég yrði sjálflærð ef ég myndi útskrifast, en í þjóðfræðinni er ég partur af hópnum og fæ alla kennslu og upplifunina að vera í háskóla jafnt við samnemendur mína. Því má segja að þjóðfræðin sé sammála mér um að það sé orðið algjörlega úrelt fyrirkomulag að fólk þurfi að flytja hreppaflutningum til þess eins að mennta sig. Höfundur er fjarnemi í þjóðfræði við Háskóla Íslands.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun