Skipstjórinn um brunann í Njarðvík: Hinn látni pólskur og hefði orðið fimmtugur á árinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 10:07 Einn lést í brunanum í nótt. Báturinn, Grímsnes GK-555, liggur nú við bryggju. Vísir/Egill Karlmaður sem lést í skipsbruna í Njarðvíkurhöfn í nótt var pólskur og hefði orðið fimmtugur á þessu ári. Hann lætur eftir sig eiginkonu og unglingsson í Póllandi. Þetta segir Sigvaldi Hólmgrímsson, skipstjóri bátsins, í samtali við fréttastofu. Tilkynning barst um brunann tíu mínútur yfir tvö í nótt og var þá mikill eldur í bátnum, Grímsnesi GK-555, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Skipstjórinn, Sigvaldi, segir í samtali við fréttastofu að sjö hafi verið um borð, en ekki þrír eins og kom fram hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Við vorum að fara að sigla út í morgun þannig að áhöfnin var eiginlega öll um borð sofandi,“ segir Sigvaldi í samtali við fréttastofu. Fjórir hafi komist út af sjálfsdáðum og ómeiddir. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum er haldið sofandi. Sigvaldi telur að honum verði haldið sofandi í það minnsta til morguns. Þá hafi annar mannanna hlotið brunasár á baki. Töluverður eldur var um borð í bátnum.Vísir/Egill Einn karlmaður lést um borð, sem Sigvaldi segir kokkinn á bátnum. Hann hefði orðið fimmtugur á þessu ári, er pólskur en hafði starfað um borð í Grímsnesi í um áratug og lætur eftir sig konu og unglingsson í Póllandi. „Hann hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi örugglega. Hann flutti með fjölskylduna heim til Póllands þegar konan hans veiktist en hefur starfað hérna þrátt fyrir það, fyrir utan eitt ár í Covid. Hann er örugglega búinn að vera hjá mér í tíu ár,“ segir Sigvaldi. Mikil sorg ríki meðal áhafnarinnar. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í morgun. Enn sé óljóst hvað gerðist í nótt. Þá hafi hvorki lögregla né slökkvilið rætt við hann. „Ég er búinn að heyra mismunandi sögur frá öllum mínum mönnum. Þegar svona gerist þá ertu ekki að hugsa um neitt annað en að koma þér út. Það var svo mikill eldur um borð að mér skilst að þeir hafi varla séð út úr augum,“ segir Sigvaldi. Stutt er síðan Grímsnes komst síðast í fréttir en þá var það vegna skipverjans Guðmundar Elís Sigurvinssonar, sem var handtekinn eftir að hafa smyglað fimmtán ára gamalli stúlku um borð í bátinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið rak Sigvaldi Guðmund. Reykjanesbær Lögreglumál Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Tilkynning barst um brunann tíu mínútur yfir tvö í nótt og var þá mikill eldur í bátnum, Grímsnesi GK-555, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði. Skipstjórinn, Sigvaldi, segir í samtali við fréttastofu að sjö hafi verið um borð, en ekki þrír eins og kom fram hjá Brunavörnum Suðurnesja. „Við vorum að fara að sigla út í morgun þannig að áhöfnin var eiginlega öll um borð sofandi,“ segir Sigvaldi í samtali við fréttastofu. Fjórir hafi komist út af sjálfsdáðum og ómeiddir. Tveir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja þar sem öðrum er haldið sofandi. Sigvaldi telur að honum verði haldið sofandi í það minnsta til morguns. Þá hafi annar mannanna hlotið brunasár á baki. Töluverður eldur var um borð í bátnum.Vísir/Egill Einn karlmaður lést um borð, sem Sigvaldi segir kokkinn á bátnum. Hann hefði orðið fimmtugur á þessu ári, er pólskur en hafði starfað um borð í Grímsnesi í um áratug og lætur eftir sig konu og unglingsson í Póllandi. „Hann hefur búið á Íslandi í að verða tvo áratugi örugglega. Hann flutti með fjölskylduna heim til Póllands þegar konan hans veiktist en hefur starfað hérna þrátt fyrir það, fyrir utan eitt ár í Covid. Hann er örugglega búinn að vera hjá mér í tíu ár,“ segir Sigvaldi. Mikil sorg ríki meðal áhafnarinnar. Að neðan má sjá myndefni frá vettvangi í morgun. Enn sé óljóst hvað gerðist í nótt. Þá hafi hvorki lögregla né slökkvilið rætt við hann. „Ég er búinn að heyra mismunandi sögur frá öllum mínum mönnum. Þegar svona gerist þá ertu ekki að hugsa um neitt annað en að koma þér út. Það var svo mikill eldur um borð að mér skilst að þeir hafi varla séð út úr augum,“ segir Sigvaldi. Stutt er síðan Grímsnes komst síðast í fréttir en þá var það vegna skipverjans Guðmundar Elís Sigurvinssonar, sem var handtekinn eftir að hafa smyglað fimmtán ára gamalli stúlku um borð í bátinn í Vestmannaeyjum. Í kjölfarið rak Sigvaldi Guðmund.
Reykjanesbær Lögreglumál Slökkvilið Eldsvoði í Grímsnesi GK555 Tengdar fréttir Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt Einn lést þegar bátur brann í Njarðvíkurhöfn í nótt. Sjö voru um borð þegar eldurinn kom upp og þurfti að flytja tvo þeirra á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Endurlífgunartilraunir á þeim þriðja báru ekki árangur. 25. apríl 2023 06:45