„Fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins“ Máni Snær Þorláksson og Helena Rós Sturludóttir skrifa 2. maí 2023 15:07 ASÍ, BSRB, BHM og ÖBÍ, boða til blaðamannafundar í húsakynnum Öryrkjabandalagsins í dag, kl 13:30. Vísir/Vilhelm Fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara lauk án niðurstöðu klukkan ellefu í morgun. Formaður BSRB segist ekki hafa fundið fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga hafi viljað semja. „Það er auðvitað vonbrigði að finna fyrir því að það sé fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins í ljósi þess að það er mjög afgerandi niðurstaða hjá okkar félagsfólki um atkvæðagreiðslu um verkföll,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við fréttstofu. Sonja segir að það þurfi fyrst og fremst samningsvilja. Hún segir sambandið hafi lagt talsvert í það að lýsa stöðunni sem flókinni, það sé hins vegar ekki svoleiðis að hennar mati. „Hún er það ekki neitt,“ segir hún. „Það er einfaldlega þannig að félagsfólki BSRB hefur verið mismunað í launum og það er brot á lögum og það þarf í fyrsta lagi að bregðast við því. Síðan er það í öðru lagi þegar við lögðum af stað í þessar kjarasamningsviðræður þá vorum við búin að slá af okkar kröfum þetta áttu að vera einfaldir samningar til skamms tíma en í ljósi þess að það sé komið út í aðgerðir þá er ekki nokkur félagsmaður að fara slá af sínum kröfum.“ Yfirlýsingin endurspegli þekkingarskort Samband íslenskra sveitarfélaga sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem forysta BSRB var sögð ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. „Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. „Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.“ Sonja segir yfirlýsinguna endurspegla skort á þekkingu á jafnréttislögum: „Þau eru auðvitað mjög skýr að það megi ekki mismuna fólki í launum og það er eiginlega ótrúlegt að við séum í þeirri stöðu að við þurfum að útskýra það að atvinnurekendur beri þá skyldu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Það er árið 2023 ekki 1950.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Það er auðvitað vonbrigði að finna fyrir því að það sé fullkominn skortur af samningsvilja af hálfu sambandsins í ljósi þess að það er mjög afgerandi niðurstaða hjá okkar félagsfólki um atkvæðagreiðslu um verkföll,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í samtali við fréttstofu. Sonja segir að það þurfi fyrst og fremst samningsvilja. Hún segir sambandið hafi lagt talsvert í það að lýsa stöðunni sem flókinni, það sé hins vegar ekki svoleiðis að hennar mati. „Hún er það ekki neitt,“ segir hún. „Það er einfaldlega þannig að félagsfólki BSRB hefur verið mismunað í launum og það er brot á lögum og það þarf í fyrsta lagi að bregðast við því. Síðan er það í öðru lagi þegar við lögðum af stað í þessar kjarasamningsviðræður þá vorum við búin að slá af okkar kröfum þetta áttu að vera einfaldir samningar til skamms tíma en í ljósi þess að það sé komið út í aðgerðir þá er ekki nokkur félagsmaður að fara slá af sínum kröfum.“ Yfirlýsingin endurspegli þekkingarskort Samband íslenskra sveitarfélaga sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem forysta BSRB var sögð ekki vilja axla ábyrgð á eigin kjarasamningum. „Forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB ber alfarið ábyrgð á því að félagsmenn þeirra fengu ekki launahækkanir um síðustu áramót líkt og forysta Starfsgreinasambands Íslands (SGS) samdi um árið 2020,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. „Samband íslenskra sveitarfélaga hefur lagt fram tilboð sem tryggir félagsmönnum bæjarstarfsmannafélaga BSRB hærri hlutfallshækkanir launa en forysta bæjarstarfsmannafélaga BSRB hefur samið um við aðra opinbera vinnuveitendur.“ Sonja segir yfirlýsinguna endurspegla skort á þekkingu á jafnréttislögum: „Þau eru auðvitað mjög skýr að það megi ekki mismuna fólki í launum og það er eiginlega ótrúlegt að við séum í þeirri stöðu að við þurfum að útskýra það að atvinnurekendur beri þá skyldu að greiða sömu laun fyrir sömu störf. Það er árið 2023 ekki 1950.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Vinnumarkaður Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira