Lyfjatengd andlát hafa aldrei verið fleiri en í ár og tekist var á um viðbrögð vegna stöðunnar í sérstakri umræðu um notkun ópíóíðalyfja á Alþingi í dag. Við verðum í beinni frá þinginu.
Þá verður rætt við kennara í Laugarnesskóla sem kveðst vera langþreytt á bið eftir alvöru úrbótum á húsnæði skólans. Kennarar hafa hrökklast úr starfi eftir veikindi vegna myglu.
Við verðum einnig í beinni frá afmælisveislu Samtakanna 78 og ræðum við stofnmeðlimi þeirra og verðum jafnframt í beinni frá Eurovision-borginni Liverpool þar sem fyrra undanúrslitakvöldið er fram undan.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.