Neitar sök og ætlar ekki að segja af sér Kjartan Kjartansson skrifar 10. maí 2023 21:53 George Santos var baráttuglaður þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir að ákæran á hendur honum var tekin fyrir. Hann lét ekki mótmælendur sem sökuðu hann um lygar á sig fá. AP/Seth Wenig George Santos, fulltrúadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, neitaði sök þegar hann kom fyrir alríkisdómara í dag. Þrátt fyrir að þingmaðurinn sé ákærður fyrir fjársvik og peningaþvætti ætlar hann ekki að segja af sér embætti. Santos var handtekinn og ákæra á hendur honum opinberuð í dag. Hann er meðal annars ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína til persónulegra nota, þiggja atvinnuleysisbætur sem hann átti ekki rétt á og að ljúga á hagsmunaskráningu. Saksóknarar segja hann sekan um fjársvik, peningaþvætti, þjófnað úr opinberum sjóðum og lygar í opinberri hagsmunaskrá. Eftir að Santos lýsti yfir sakleysi sínu í dag sleppti dómari honum gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu, jafnvirði rúmra 68,5 milljóna íslenskra króna. Þingmaðurinn þurfti að skila inn vegabréfi sínu. Hann á yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þegar Santos ræddi við fréttamenn eftir þinghaldið kallað hann saksóknina „nornaveiðar“ sem hann ætlaði að berjast gegn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagðist hann ætla að snúa aftur til Washington-borgar og taka sæti sitt í fulltrúadeildinni. Kallað hefur verið eftir því að Santos verði vísað af þingi en leiðtogar repúblikana, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa haldið að sér höndum til þessa. Þeir segja Santons saklausan þar til sekt hans er sönnuð. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær þegar fréttir um yfirvofandi ákæru á hendur Santos kvisuðust út að hann vildi kynna sér efni hennar áður en hann ákvæði hvort þingmanninum væri áfram sætt. Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var spurður þar sem hann yrði þá sakaður um afskipti á rannsókninni. Það væri í höndum þingsins sjálfs að ákveða hvort að rétt væri að reka Santos. Notaði kosningaframlög í hönnunarföt Santos náði kjöri fyrir repúblikana í einu kjördæma New York-ríkis síðasta haust. Eftir kosningarnar upplýsti New York Times að þingmannsefnið hefði logið nær öllu um starfsframa sinn og menntun. Síðar kom í ljós að Santos virtist hafa framið greiðslukortasvik og mögulega stolið fé úr dýragóðgerðasamtökum. Þrátt fyrir allt þetta tók Santos sæti á þingi í janúar. Hann afsalaði sér fljótlega nefndarsætum sem honum voru úthlutuð. Þingmanninum er meðal annars gefið að sök að safna framlögum frá stuðningsmönnum undir þeim formerkjum að þau rynnu í kosningasjóð hans. Í staðinn notaði hann félag sem tók við framlögunum sem persónulegan sparigrís sinn og eyddi fénu í hönnunarföt og afborgarnir af kreditkortum og bílaláni. Þá er hann sagður hafa logið á hagsmunaskráningu þingmanna og að þiggja atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann var í stjórnunarstöðu hjá fjárfestingasjóði sem var lokað vegna ásakana um að hann stundaði pýramídasvik. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira
Santos var handtekinn og ákæra á hendur honum opinberuð í dag. Hann er meðal annars ákærður fyrir að nota kosningasjóði sína til persónulegra nota, þiggja atvinnuleysisbætur sem hann átti ekki rétt á og að ljúga á hagsmunaskráningu. Saksóknarar segja hann sekan um fjársvik, peningaþvætti, þjófnað úr opinberum sjóðum og lygar í opinberri hagsmunaskrá. Eftir að Santos lýsti yfir sakleysi sínu í dag sleppti dómari honum gegn hálfrar milljónar dollara tryggingu, jafnvirði rúmra 68,5 milljóna íslenskra króna. Þingmaðurinn þurfti að skila inn vegabréfi sínu. Hann á yfir sér allt að tuttugu ára fangelsisvist verði hann fundinn sekur. Þegar Santos ræddi við fréttamenn eftir þinghaldið kallað hann saksóknina „nornaveiðar“ sem hann ætlaði að berjast gegn, að sögn AP-fréttastofunnar. Sagðist hann ætla að snúa aftur til Washington-borgar og taka sæti sitt í fulltrúadeildinni. Kallað hefur verið eftir því að Santos verði vísað af þingi en leiðtogar repúblikana, sem eru með meirihluta í fulltrúadeildinni, hafa haldið að sér höndum til þessa. Þeir segja Santons saklausan þar til sekt hans er sönnuð. Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildarinnar, sagði í gær þegar fréttir um yfirvofandi ákæru á hendur Santos kvisuðust út að hann vildi kynna sér efni hennar áður en hann ákvæði hvort þingmanninum væri áfram sætt. Joe Biden Bandaríkjaforseti vildi ekki tjá sig um málið þegar hann var spurður þar sem hann yrði þá sakaður um afskipti á rannsókninni. Það væri í höndum þingsins sjálfs að ákveða hvort að rétt væri að reka Santos. Notaði kosningaframlög í hönnunarföt Santos náði kjöri fyrir repúblikana í einu kjördæma New York-ríkis síðasta haust. Eftir kosningarnar upplýsti New York Times að þingmannsefnið hefði logið nær öllu um starfsframa sinn og menntun. Síðar kom í ljós að Santos virtist hafa framið greiðslukortasvik og mögulega stolið fé úr dýragóðgerðasamtökum. Þrátt fyrir allt þetta tók Santos sæti á þingi í janúar. Hann afsalaði sér fljótlega nefndarsætum sem honum voru úthlutuð. Þingmanninum er meðal annars gefið að sök að safna framlögum frá stuðningsmönnum undir þeim formerkjum að þau rynnu í kosningasjóð hans. Í staðinn notaði hann félag sem tók við framlögunum sem persónulegan sparigrís sinn og eyddi fénu í hönnunarföt og afborgarnir af kreditkortum og bílaláni. Þá er hann sagður hafa logið á hagsmunaskráningu þingmanna og að þiggja atvinnuleysisbætur á sama tíma og hann var í stjórnunarstöðu hjá fjárfestingasjóði sem var lokað vegna ásakana um að hann stundaði pýramídasvik.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Erlend sakamál Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent Örlög Bayrou ráðast 8. september Erlent Skjálfti við Húsavík Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Fleiri fréttir Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Sjá meira