Helsjúkur leigumarkaður í Reykjavík Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 14. maí 2023 07:00 Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum. Framboð og eftirspurn er langt frá því að vera í jafnvægi og verður sennilega ekki næstu árin. Það hefur jú verið byggt en engan vegin nóg. Reykjavíkurborg ber hér ríka ábyrgð. Borgarmeirihlutinn hefur einblínt á að þétta byggð. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og sölsað undir sig mörgum eignum sem leigðar eru á okurverði. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Eitt leiðir af öðru, skortur á húsnæði hefur áhrif á vexti og verðbólgu sem bæði hafa hækkað. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum. Efnaminna og fátækt fólk eru sumt hvert á vergangi, þurfa sífellt að vera að færa sig um set. Hópur foreldrar sem eru á leigumarkaði þvælast frá einu húsnæði í annað með börn sín. Dæmi eru um að börn frá efnaminni heimilum hafi gengið í marga grunnskóla áður en þau brautskrást. Vart þarf að fjölyrða um hin neikvæðu áhrif sem tíðir flutningar hafa á andlega og félagslega líðan barnanna sem um ræðir. Frumskógarlögmálið Ójöfnuður og fátækt í Reykjavík hefur aukist mikið síðustu ár. Lágtekjufólk greiðir allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og jafnvel meira. Segja má að frumskógarlögmálið gildi á þessum helsjúka markaði. Ekki er vitað hversu margir búa við óviðunandi og jafnvel við stór hættulegar aðstæður, í húsnæði sem er ekki samþykkt. Fyrir slíkt húsnæði sem kallast varla húsnæði er fólk kannski samt að borga okurleigu fyrir. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda og vill Flokkur fólksins skoða að setja á leiguþak /leigubremsu eins og víða tíðkast í löndum sem við berum okkur helst saman við. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak eða leigubremsa t.d. tímabundið á meðan ástandið er svo bagalegt. Ljóst er að hvatning til leigusala að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Hvað er borgarmeirihlutinn annars að gera til að beita sér í þessum málum? Á meðan ástandið er svona slæmt þarf að huga enn betur að því að auka beinan stuðning við leigjendur í formi styrkja. Hlúa þarf sérstaklega að barnafjölskyldum. Einnig þarf að gera betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Það er ekki ein báran stök því leiga hefur einnig hækkað hjá Félagsbústöðum og eru margir leigjendur að sligast. Sá hópur sem um ræðir hjá Félagsbústöðum eru flestir efnaminna fólk. Ef leigjendur standa ekki í skilum þá er skuld þeirra send í innheimtu til Motus. Harkalegar innheimtuaðgerðir eru ekki til að bæta þegar illa stendur á hjá fólki fjárhagslega. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill fá umræðu um hvað Reykjavíkurborg geti gert í stöðunni, hvað úrræða er hægt að grípa til svo létta megi undir með leigjendum á meðan leigumarkaðurinn er svona erfiður eins og raun ber vitni. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Leigumarkaður Borgarstjórn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Við í Flokki fólksins viljum ræða leigumarkaðinn í Reykjavík á næsta borgarstjórnarfundi sem er 16. maí næstkomandi. Leiga er að sliga fjölmarga leigjendur sem eiga ekki krónu afgangs þegar búið er að greiða leigu og aðrar nauðsynjar. Grunnvandinn er húsnæðisskortur sem er mikill í Reykjavík. Það sárvantar húsnæði af öllu stærðum og gerðum. Framboð og eftirspurn er langt frá því að vera í jafnvægi og verður sennilega ekki næstu árin. Það hefur jú verið byggt en engan vegin nóg. Reykjavíkurborg ber hér ríka ábyrgð. Borgarmeirihlutinn hefur einblínt á að þétta byggð. Að þétta byggð er dýrt, tekur langan tíma og íbúðir á þéttingarreitum eru rándýrar. Efnafólk hefur notið góðs af og sölsað undir sig mörgum eignum sem leigðar eru á okurverði. Skortur á lóðaframboði kemur í veg fyrir hagkvæma húsnæðisuppbyggingu og hagkvæmt húsnæði verður ekki byggt á þéttingarreitum. Eitt leiðir af öðru, skortur á húsnæði hefur áhrif á vexti og verðbólgu sem bæði hafa hækkað. Námsmenn og ungt fólk er fast heima hjá foreldrum. Efnaminna og fátækt fólk eru sumt hvert á vergangi, þurfa sífellt að vera að færa sig um set. Hópur foreldrar sem eru á leigumarkaði þvælast frá einu húsnæði í annað með börn sín. Dæmi eru um að börn frá efnaminni heimilum hafi gengið í marga grunnskóla áður en þau brautskrást. Vart þarf að fjölyrða um hin neikvæðu áhrif sem tíðir flutningar hafa á andlega og félagslega líðan barnanna sem um ræðir. Frumskógarlögmálið Ójöfnuður og fátækt í Reykjavík hefur aukist mikið síðustu ár. Lágtekjufólk greiðir allt að 70% af ráðstöfunartekjum sínum í leigu og jafnvel meira. Segja má að frumskógarlögmálið gildi á þessum helsjúka markaði. Ekki er vitað hversu margir búa við óviðunandi og jafnvel við stór hættulegar aðstæður, í húsnæði sem er ekki samþykkt. Fyrir slíkt húsnæði sem kallast varla húsnæði er fólk kannski samt að borga okurleigu fyrir. Það er hlutverk stjórnvalda að tryggja sanngjarnt leiguverð í samræmi við greiðslugetu leigjenda og vill Flokkur fólksins skoða að setja á leiguþak /leigubremsu eins og víða tíðkast í löndum sem við berum okkur helst saman við. Borgin getur beitt sér fyrir að sett verði leiguþak eða leigubremsa t.d. tímabundið á meðan ástandið er svo bagalegt. Ljóst er að hvatning til leigusala að stilla leiguverði í hóf hefur ekki áhrif. Hvað er borgarmeirihlutinn annars að gera til að beita sér í þessum málum? Á meðan ástandið er svona slæmt þarf að huga enn betur að því að auka beinan stuðning við leigjendur í formi styrkja. Hlúa þarf sérstaklega að barnafjölskyldum. Einnig þarf að gera betur fyrir þá sem nú búa við hættulegar aðstæður vegna þess að húsnæði er óíbúðarhæft. Það er ekki ein báran stök því leiga hefur einnig hækkað hjá Félagsbústöðum og eru margir leigjendur að sligast. Sá hópur sem um ræðir hjá Félagsbústöðum eru flestir efnaminna fólk. Ef leigjendur standa ekki í skilum þá er skuld þeirra send í innheimtu til Motus. Harkalegar innheimtuaðgerðir eru ekki til að bæta þegar illa stendur á hjá fólki fjárhagslega. Borgarfulltrúi Flokks fólksins vill fá umræðu um hvað Reykjavíkurborg geti gert í stöðunni, hvað úrræða er hægt að grípa til svo létta megi undir með leigjendum á meðan leigumarkaðurinn er svona erfiður eins og raun ber vitni. Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun