Skotsvæðinu á Álfsnesi lokað enn á ný Atli Ísleifsson skrifar 15. maí 2023 14:10 Skotíþróttamenn á höfuðborgarsvæðinu hafa lengi stundað íþrótt sína á Álfsnesi. AÐSEND/GUÐMUNDUR GÍSLASON Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur stöðvað alla starfsemi á skotsvæðinu á Álfsnesi. Þetta er gert eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála þar sem starfsemin er metin ólögleg útfrá ákvæðum um landnotkun í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar. Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur hafa rekið skotvelli á Álfsnesi í á annan áratug. Á síðustu árum hefur verið deilt hart um starfsleyfi sem hafa verið gefin út og svo felld úr gildi eftir kærur. Greint var frá því í janúar að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að við útgáfu starfsleyfisins hefði verið horft til bæði hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins. Búið væri takmarka opnunartíma og auknar kröfur gerðar um hljóðdeyfa á rifflum. Þá sagði hann ljóst að skotsvæðið myndi á endanum fara. Hávaði og blýmengun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði þá nýverið fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Þá var svæðinu í kjölfarið lokað. Fyrst svar svæðinu lokað í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá var sömuleiðis bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags Í nýjasta úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun umrædds svæðis hafi verið breytt frá því að fyrri úrskurðir nefndarinnar voru kveðnir upp. Þar segir að starfsemi skotæfingavalla á svæðinu sé ekki talin í samræmi við gildandi landnotkun umrædds svæðis samkvæmt eldra aðalskipulagi borgarinnar og þess sem nú gildir. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka. Þá ítrekar nefndin að starfsemin hafi um árabil verið stunduð í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags. Meðal annars með vísan til þess ákvað nefndin að fella starfsleyfið úr gildi. Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Reykjavík Skipulag Skotvopn Skotíþróttir Tengdar fréttir Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30 Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46 Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Skotfélag Reykjavíkur og Skotveiðifélag Reykjavíkur hafa rekið skotvelli á Álfsnesi í á annan áratug. Á síðustu árum hefur verið deilt hart um starfsleyfi sem hafa verið gefin út og svo felld úr gildi eftir kærur. Greint var frá því í janúar að heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefði ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins og formaður heilbrigðisnefndar borgarinnar, sagði þá í samtali við fréttastofu að við útgáfu starfsleyfisins hefði verið horft til bæði hagsmuna íbúa og félagsmanna Skotfélagsins. Búið væri takmarka opnunartíma og auknar kröfur gerðar um hljóðdeyfa á rifflum. Þá sagði hann ljóst að skotsvæðið myndi á endanum fara. Hávaði og blýmengun Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafði þá nýverið fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Þá var svæðinu í kjölfarið lokað. Fyrst svar svæðinu lokað í september 2021 eftir að íbúar og landeigendur í nágrenninu höfðu kært leyfisveitinguna nokkrum mánuðum fyrr á þeim forsendum að blýmengun hlytist af starfsemi skotsvæðisins, í fjöru og sjó við Álfsnes. Þá var sömuleiðis bent á þá hávaðamengun sem kæmi frá svæðinu. Í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags Í nýjasta úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun umrædds svæðis hafi verið breytt frá því að fyrri úrskurðir nefndarinnar voru kveðnir upp. Þar segir að starfsemi skotæfingavalla á svæðinu sé ekki talin í samræmi við gildandi landnotkun umrædds svæðis samkvæmt eldra aðalskipulagi borgarinnar og þess sem nú gildir. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka. Þá ítrekar nefndin að starfsemin hafi um árabil verið stunduð í bága við gildandi landnotkun aðalskipulags. Meðal annars með vísan til þess ákvað nefndin að fella starfsleyfið úr gildi.
Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Reykjavík Skipulag Skotvopn Skotíþróttir Tengdar fréttir Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30 Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46 Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Sjá meira
Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6. febrúar 2023 13:30
Lokun skotsvæðis lituð af fordómum gagnvart byssufólki Formaður skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis telur málsmeðferð vegna lokunar skotsvæðisins á Álfsnesi litaða af fordómum gagnvart byssufólki. Svæðinu hefur verið lokað á ný og starfsleyfið fellt úr gildi. 4. janúar 2023 11:46
Starfsleyfi vegna skotsvæðisins á Álfsnesi fellt úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlitsins í Reykjavík frá síðasta sumri um að gefa út starfsleyfi til Skotveiðifélags Reykjavíkur og nágrennis til reksturs skotvallar á Álfsnesi. Svæðinu hefur því verið lokað. 4. janúar 2023 07:03