Úrhelli síðustu tvo sólarhringa meira en meðalrigning yfir hálft ár Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 18. maí 2023 21:17 Myndin er tekin í Lugo í Emilia Romagna héraði í dag. Getty/Masiello Hátt í tuttugu þúsund hafa flúið heimili sín og þrettán farist vegna gríðarlegra flóða í norðausturhluta Ítalíu. Yfir tuttugu ár hafa flætt yfir bakka sína og á þriðja hundrað aurskriður féllu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ítalíu jafnast rigningarmagnið, sem féll síðustu tvo sólarhringa, við það sem yfirleitt rignir á hálfu ári á svæðinu. Nær allar ár á svæðinu milli borgarinnar Rimini við norðausturströndina að borginni Bologna flæddu yfir bakka sína og 280 aurskriður hafa falllið. Kallað hefur verið eftir því að flóðavarnir verði bættar.Grafík/Hjalti Víða voru íbúðarhús ekki rýmd fyrr en á síðustu stundu og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir í allan dag. „Okkur var verulega brugðið því við búum hér bak við veggina á fyrstu hæð. Við óttuðumst að vatnið myndi flæða yfir þennan vegg. Þess vegna voru íbúarnir fluttir á brott frá öllum hæðum hússins um klukkan eitt eftir miðnætti,“ segir Claudia, íbúi í Faenza. Emilia-Romagna kappaksturinn í Imola var blásinn af vegna flóðanna. Tónleikar Bruce Springsteen, sem eiga að fara fram í Ferrara í kvöld, eru enn á dagskrá. Skipuleggjendur hafa hins vegar verið harðlega gagnrýndir fyrir að fresta ekki tónleikunum. Fimmtíu þúsund hafa keypt miða á tónleikana en ólíklegt er talið að svo margir komist vegna náttúruhamfaranna. Þá hafa margir nú kallað eftir að gerð verði viðbragðsáætlun við loftslagstengdum hamförum sem gildi fyrir allt landið og að flóðvarnir verði bættar. „Satt best að segja þarf að grípa til nýrra aðgerða á sviði flóðavarna um allt land. Það sem gerðist í Emilia-Romagna átti sér einnig stað í Ischia en með öðrum hætti þó. Slíkt gæti einnig gerst hvar sem er í landinu,“ sagði Nello Musumeci almannavarnaráðherra Ítalíu í dag. Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Ítalíu jafnast rigningarmagnið, sem féll síðustu tvo sólarhringa, við það sem yfirleitt rignir á hálfu ári á svæðinu. Nær allar ár á svæðinu milli borgarinnar Rimini við norðausturströndina að borginni Bologna flæddu yfir bakka sína og 280 aurskriður hafa falllið. Kallað hefur verið eftir því að flóðavarnir verði bættar.Grafík/Hjalti Víða voru íbúðarhús ekki rýmd fyrr en á síðustu stundu og hafa björgunaraðgerðir staðið yfir í allan dag. „Okkur var verulega brugðið því við búum hér bak við veggina á fyrstu hæð. Við óttuðumst að vatnið myndi flæða yfir þennan vegg. Þess vegna voru íbúarnir fluttir á brott frá öllum hæðum hússins um klukkan eitt eftir miðnætti,“ segir Claudia, íbúi í Faenza. Emilia-Romagna kappaksturinn í Imola var blásinn af vegna flóðanna. Tónleikar Bruce Springsteen, sem eiga að fara fram í Ferrara í kvöld, eru enn á dagskrá. Skipuleggjendur hafa hins vegar verið harðlega gagnrýndir fyrir að fresta ekki tónleikunum. Fimmtíu þúsund hafa keypt miða á tónleikana en ólíklegt er talið að svo margir komist vegna náttúruhamfaranna. Þá hafa margir nú kallað eftir að gerð verði viðbragðsáætlun við loftslagstengdum hamförum sem gildi fyrir allt landið og að flóðvarnir verði bættar. „Satt best að segja þarf að grípa til nýrra aðgerða á sviði flóðavarna um allt land. Það sem gerðist í Emilia-Romagna átti sér einnig stað í Ischia en með öðrum hætti þó. Slíkt gæti einnig gerst hvar sem er í landinu,“ sagði Nello Musumeci almannavarnaráðherra Ítalíu í dag.
Ítalía Náttúruhamfarir Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira