Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Árni Sæberg skrifar 29. maí 2023 23:24 Heimavistinni hafði verið læst innan frá þegar hún brann. Almannaupplýsingaráðuneyti Gvæjönu/AP Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Lögreglan í Gvæjönu telur að stúlkan hafi kveikt eld í heimavist stúlkna við Mahdia gagnfræðaskólanum, sem sér börnum úr þorpum frumbyggja landins fyrir menntun, til þess að ná sér niður á heimavistarverði sem hafði gert farsíma hennar upptækan. Í frétt Guardian um málið segir að ákveðið hafi verið að rétta yfir stúlkunni sem fullorðnum einstaklingi og því liggi allt að lífstíðarfangelsi við meintum brotum hennar. Stúlkan kom fyrir rétt í Georgetown, höfuðborg Gvæjönu, í gegnum fjarfundarbúnað í dag en henni var ekki gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hún mun koma aftur fyrir dóm þann 5. júlí, þegar ákveðið verður hvort efnisleg meðferð á máli hennar fari fram. Þangað til fær hún að dúsa í gæsluvarðhaldi. Vistarvörður hafði læst öllum dyrum Eldurinn kviknaði, eða var kveiktur, skömmu fyrir miðnætti sunnudaginn 21. maí síðastliðinn. Þá hafði vistarvörður heimavistarinnar læst öllum fimm dyrum vistarinnar innan frá. Gerald Gouveia, öryggisráðgjafi ríkisstjórnar Gvæjönu, hefur sagt að vörðurinn hafi læst stúlkurnar inni til þess að koma í veg fyrir að þær færu út á lífið. Þegar eldurinn geisaði hafi hann svo í óðagoti átt erfitt með að taka dyrnar úr lás. Sem áður segir brunnu átján stúlkur inni og fimm ára drengur. Þá slösuðust á þriðja tug nemenda, flestir lítillega en einn hefur verið fluttur í lífshættu á sjúkrahús í New York í Bandaríkjunum. Gvæjana Erlend sakamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Lögreglan í Gvæjönu telur að stúlkan hafi kveikt eld í heimavist stúlkna við Mahdia gagnfræðaskólanum, sem sér börnum úr þorpum frumbyggja landins fyrir menntun, til þess að ná sér niður á heimavistarverði sem hafði gert farsíma hennar upptækan. Í frétt Guardian um málið segir að ákveðið hafi verið að rétta yfir stúlkunni sem fullorðnum einstaklingi og því liggi allt að lífstíðarfangelsi við meintum brotum hennar. Stúlkan kom fyrir rétt í Georgetown, höfuðborg Gvæjönu, í gegnum fjarfundarbúnað í dag en henni var ekki gefinn kostur á að tjá sig um sakarefnið. Hún mun koma aftur fyrir dóm þann 5. júlí, þegar ákveðið verður hvort efnisleg meðferð á máli hennar fari fram. Þangað til fær hún að dúsa í gæsluvarðhaldi. Vistarvörður hafði læst öllum dyrum Eldurinn kviknaði, eða var kveiktur, skömmu fyrir miðnætti sunnudaginn 21. maí síðastliðinn. Þá hafði vistarvörður heimavistarinnar læst öllum fimm dyrum vistarinnar innan frá. Gerald Gouveia, öryggisráðgjafi ríkisstjórnar Gvæjönu, hefur sagt að vörðurinn hafi læst stúlkurnar inni til þess að koma í veg fyrir að þær færu út á lífið. Þegar eldurinn geisaði hafi hann svo í óðagoti átt erfitt með að taka dyrnar úr lás. Sem áður segir brunnu átján stúlkur inni og fimm ára drengur. Þá slösuðust á þriðja tug nemenda, flestir lítillega en einn hefur verið fluttur í lífshættu á sjúkrahús í New York í Bandaríkjunum.
Gvæjana Erlend sakamál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira