Ranglega sakaður um þjófnað og skotinn í bakið Samúel Karl Ólason skrifar 31. maí 2023 17:57 Dauði hins fjórtán ára Cyrus Carmack-Belton hefur leitt til nokkurrar ólgu í nærsamfélagi hans í Suður-Karólínu. Hinn 58 ára gamli Rick Chow hefur verið ákærður fyrir morð fyrir að skjóta Carmack-Belton í bakið. Vísir Eigandi bensínstöðvar í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum elti fjórtán ára dreng, sem hann grunaði ranglega um þjófnað í versluninni, og skaut hann til bana. Hann var ákærður fyrir morð þegar í ljós kom að táningurinn hafði verið skotinn í bakið. Rick Chow, eigandinn, hélt að Cyrus Carmack-Belton hefði stolið fjórum flöskum af vatni úr versluninni en, Leon Lott, fógeti Richland-sýslu, sagði táninginn hafa sett flöskurnar aftur í kæliskápinn sem hann hafði tekið þær úr, áður en hann hljóp undan Chow og syni hans á sunnudaginn. Byssa fannst nærri líki Carmack-Belton og feðgarnir tóku eftir því að hann væri vopnaður þegar hann féll á hlaupunum, áður en hann var skotinn. Lott segir þó ekkert benda til þess að táningurinn hafi nokkurn tímann beint byssu að feðgunum. Carmack-Belton var svartur og Chow er af asískum uppruna. Krufning sýndi fram á að Carmack-Belton hafði verið skotinn í bakið og eftir að lögregluþjónar ræddu við vitni og horfðu á upptökur úr eftirlitsmyndavélum, var sú ákvörðun tekin að ákæra Chow fyrir morð. „Þú skýtur ekki einhvern í bakið sem er ekki að ógna þér,“ hefur AP fréttaveitan eftir Lott. Lög Suður-Karólínu um sjálfsvörn segja meðal annars að sá sem skýtur annan mann í sjálfsvörn þurfi að telja sig í bráðri hættu og sjá enga aðra undankomuleið. „Þetta eru sömu staðlar og lögregluþjónar fara eftir,“ sagði Lott. Sheriff Lott announced yesterday that Rick Chow, 58, was arrested and charged with the murder of 14-year-old Cyrus Carmack-Belton. pic.twitter.com/OFaovVcHjS— Richland County Sheriff's Dept. (@RCSD) May 30, 2023 Samkvæmt lögreglu bendir ekkert til þess að til nokkurskonar átaka hafi komið en áður en Carmack-Belton hljóp af stað rifust hann og Chow. Táningurinn var ekki með nein sár, fyrir utan skrámur eftir að hann féll og skotsár á bakinu. Kúlan hæfði táninginn í bakið og fór í gegnum hjarta hans. Lögmaður fjölskyldu Carmack-Belton, sendi frá sér yfirlýsingu í dag, samkvæmt héraðsmiðlinum The State, þar sem hann sagði dauða táningsins ekki hafa verið slys. Þeldökkir Bandaríkjamenn hafi upplifað það í margar kynslóðir að vera hafðir fyrir ranga sök og „skotnir til bana út á götu eins og hundar“. Áður hafði lögmaðurinn, sem einnig er ríkisþingmaður Suður-Karólínu, sett sambærilega yfirlýsingu á Facebook. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24 Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45 Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Rick Chow, eigandinn, hélt að Cyrus Carmack-Belton hefði stolið fjórum flöskum af vatni úr versluninni en, Leon Lott, fógeti Richland-sýslu, sagði táninginn hafa sett flöskurnar aftur í kæliskápinn sem hann hafði tekið þær úr, áður en hann hljóp undan Chow og syni hans á sunnudaginn. Byssa fannst nærri líki Carmack-Belton og feðgarnir tóku eftir því að hann væri vopnaður þegar hann féll á hlaupunum, áður en hann var skotinn. Lott segir þó ekkert benda til þess að táningurinn hafi nokkurn tímann beint byssu að feðgunum. Carmack-Belton var svartur og Chow er af asískum uppruna. Krufning sýndi fram á að Carmack-Belton hafði verið skotinn í bakið og eftir að lögregluþjónar ræddu við vitni og horfðu á upptökur úr eftirlitsmyndavélum, var sú ákvörðun tekin að ákæra Chow fyrir morð. „Þú skýtur ekki einhvern í bakið sem er ekki að ógna þér,“ hefur AP fréttaveitan eftir Lott. Lög Suður-Karólínu um sjálfsvörn segja meðal annars að sá sem skýtur annan mann í sjálfsvörn þurfi að telja sig í bráðri hættu og sjá enga aðra undankomuleið. „Þetta eru sömu staðlar og lögregluþjónar fara eftir,“ sagði Lott. Sheriff Lott announced yesterday that Rick Chow, 58, was arrested and charged with the murder of 14-year-old Cyrus Carmack-Belton. pic.twitter.com/OFaovVcHjS— Richland County Sheriff's Dept. (@RCSD) May 30, 2023 Samkvæmt lögreglu bendir ekkert til þess að til nokkurskonar átaka hafi komið en áður en Carmack-Belton hljóp af stað rifust hann og Chow. Táningurinn var ekki með nein sár, fyrir utan skrámur eftir að hann féll og skotsár á bakinu. Kúlan hæfði táninginn í bakið og fór í gegnum hjarta hans. Lögmaður fjölskyldu Carmack-Belton, sendi frá sér yfirlýsingu í dag, samkvæmt héraðsmiðlinum The State, þar sem hann sagði dauða táningsins ekki hafa verið slys. Þeldökkir Bandaríkjamenn hafi upplifað það í margar kynslóðir að vera hafðir fyrir ranga sök og „skotnir til bana út á götu eins og hundar“. Áður hafði lögmaðurinn, sem einnig er ríkisþingmaður Suður-Karólínu, sett sambærilega yfirlýsingu á Facebook.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24 Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45 Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43 Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sjá meira
Fimmtán ára stúlka ákærð fyrir nítján morð Fimmtán ára gvæjönsk stúlka hefur verið ákærð fyrir að hafa myrt átján skólasystur sínar og fimm ára dreng í síðustu viku, með því að hafa lagt eld að heimavistarskóla. Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. 29. maí 2023 23:24
Þrír látnir í enn einni skotárásinni Þrír eru látnir og þónokkrir særðir, þar á meðal tveir laganna verðir, eftir skotárás í Nýju-Mexikó í Bandaríkjunum í dag. Það sem af er ári hafa 224 fjöldaskotárásir verið framdar í Bandaríkjunum. 15. maí 2023 22:45
Skaut kærustu sína til bana eftir að hún fór í þungunarrof Karlmaður á þrítugsaldri sem vildi ekki að kærastan sín færi í þungunarrof skaut hana til bana í Texas í Bandaríkjunum í vikunni. Konan fór til annars ríkis til að gangast undir þungunarrof þar sem það er bannað eftir sjöttu viku meðgöngu í Texas. 13. maí 2023 08:43
Fjórtán ára stúlka í feluleik skotin í höfuðið Fjórtán ára stúlka var skotin í höfuðið þegar hún var í feluleik á landareign manns í bænum Starks í Louisiana. Maðurinn sem skaut stúlkuna hefur verið handtekinn og ákærður en stúlkan er ekki talin vera í lífshættu. 10. maí 2023 01:51