Sú ákvörðun hefur verið gagnrýnd af minnihlutanum og við heyrum sjónarmið forseta Alþingis og þingmanns Samfylkingarinnar.
Einnig fjöllum við um yfirlýsingu Fjármálastöðugleikanefndar sem birt var í morgun og ræðum við seðlabankastjóra um stöðuna á fjármálakerfinu.
Að auki fjöllum við um verkfall BSRB en foreldrar komu saman til mótmæla í Reykjavík í morgun og í Kópavogi nú í hádeginu.
Að endingu verður rætt við foreldra fatlaðs drengs sem segja óþolandi að vita ekki hvort, og þá hvar sonur þeirra fær inni í framhaldsskóla í haust.