Söngvari Rammstein gæti átt fimm ára fangelsi yfir höfði sér Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. júní 2023 14:56 Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Lindemann. Getty Saksóknari í Berlín hefur opnað rannsókn á hendur Till Lindemann, söngvara Rammstein, fyrir kynferðisbrot. Tugir kvenna hafa stigið fram á undanförnum vikum og sakað Lindemann og starfslið hans um kerfisbundna tælingu og byrlun. Samkvæmt þýska blaðinu Tagesspiegel er Lindemann grunaður um að brjóta 177 grein þýskra hegningarlaga. Þar segir að hver sem neyðir aðra manneskju til kynferðislegra athafna með sjálfum sér eða örðum geti átt yfir sér fangelsisdóm allt að fimm árum. Rannsóknin hófst vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Lindemann sem og umfjöllunar á samfélagsmiðlum. Á Reddit síðu þungarrokkshljómsveitarinnar hafa tugir kvenna stigið fram lýst framferði Lindemann og virðast lýsingarnar margar vera keimlíkar eða alveg eins. Málin hrannast upp Eins og Vísir hefur áður greint frá var það írsk kona að nafni Shelby Lynn sem steig fram með fyrstu ásakanirnar. En hún lýsti grunsemdum um byrlun á tónleikum Rammstein í Vilníu, höfuðborg Litháen í maí síðastliðnum. Í kjölfar þess stigu fleiri fram. Rammstein hafa gefið út nokkrar yfirlýsingar um málið og hafnað ásökununum. Engu að síður hefur þrýstingurinn magnast. Meðal annars sleit bókaútgefandinn KiWi útgáfusamningi sínum við Lindemann, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Til umræðu á þinginu Nú hefur mál Lindemann ratað alla leið til þýska þingsins. Sebastian Schlusselburg, þingmaður Vinstrisins, lagði nýlega fram fyrirspurn um hvar mál Lindemann væri statt hjá saksóknara. Saksóknari hefur hins vegar ekki viljað greina frekar frá rannsókninni. „Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem yfirvöld veita njóti trausts því það er mjög hætt við því að þeir sem um ræðir verði fyrir fordómum í samfélaginu vegna þeirra,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins. Tónlist Þýskaland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Samkvæmt þýska blaðinu Tagesspiegel er Lindemann grunaður um að brjóta 177 grein þýskra hegningarlaga. Þar segir að hver sem neyðir aðra manneskju til kynferðislegra athafna með sjálfum sér eða örðum geti átt yfir sér fangelsisdóm allt að fimm árum. Rannsóknin hófst vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál Lindemann sem og umfjöllunar á samfélagsmiðlum. Á Reddit síðu þungarrokkshljómsveitarinnar hafa tugir kvenna stigið fram lýst framferði Lindemann og virðast lýsingarnar margar vera keimlíkar eða alveg eins. Málin hrannast upp Eins og Vísir hefur áður greint frá var það írsk kona að nafni Shelby Lynn sem steig fram með fyrstu ásakanirnar. En hún lýsti grunsemdum um byrlun á tónleikum Rammstein í Vilníu, höfuðborg Litháen í maí síðastliðnum. Í kjölfar þess stigu fleiri fram. Rammstein hafa gefið út nokkrar yfirlýsingar um málið og hafnað ásökununum. Engu að síður hefur þrýstingurinn magnast. Meðal annars sleit bókaútgefandinn KiWi útgáfusamningi sínum við Lindemann, en forlagið hafði um áraraðir gefið út ljóðabækur hans. Til umræðu á þinginu Nú hefur mál Lindemann ratað alla leið til þýska þingsins. Sebastian Schlusselburg, þingmaður Vinstrisins, lagði nýlega fram fyrirspurn um hvar mál Lindemann væri statt hjá saksóknara. Saksóknari hefur hins vegar ekki viljað greina frekar frá rannsókninni. „Það er mikilvægt að þær upplýsingar sem yfirvöld veita njóti trausts því það er mjög hætt við því að þeir sem um ræðir verði fyrir fordómum í samfélaginu vegna þeirra,“ sagði talsmaður saksóknaraembættisins.
Tónlist Þýskaland Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Útgefandi Lindemann lætur hann róa og fleiri ásakanir birtast Fleiri Metoo sögur um Till Lindemann, söngvara þungarokkssveitarinnar Rammstein hafa birst eftir að kona sakaði hann um byrlun í Litháen í síðasta mánuði. Bókaútgefandi hefur sagt upp samningi við Lindemann. 8. júní 2023 22:17
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent