Mosfellsbær reynir aftur að koma Erling inn á hjúkrunarheimili Kristinn Haukur Guðnason skrifar 15. júní 2023 12:41 Öryrkjabandalagið lýsti því sem miklu réttlætismáli þegar Erling vann mál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. ÖBÍ/Alda Lóa Mosfellsbær hefur leitast eftir því að koma Erling Smith aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Erling lýsti vist þriggja ára vist sinni á Hömrum sem varðhaldi og sigraði dómsmál til að fá NPA þjónustu. Eiríkur Smith, réttargæslumaður Erling, segir að Mosfellsbær hafi leitast eftir þessu á þriðjudag. Það var eftir að Erling hafði óskaði eftir að komast í nokkurra vikna hvíldarinnlögn. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða dvalargjöld á hjúkrunarheimilum en sveitarfélög greiða NPA samninga að stærstum hluta. „Vandamálið er þó að hluta tengt málsmeðferð Færni- og heilsumatsnefndar fyrir hvíldarinnlögnum, þar sem fólk getur auðveldlega verið platað til að sækja um varanlega búsetu,“ segir Eiríkur. Nefnir hann álit Umboðsmanns Alþingis í máli Erling frá árinu 2018. Þar hafi verið bent á þessa annmarka. Í álitinu segir að með áherslu á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks samkvæmt alþjóðasamningum hafi nefndinni borið að tryggja að fyrir lægi hvað bjó að baki umsókn Erling á Hömrum. Mosfellsbæ hafi borið að skrá samskipti nefndarinnar og Erling í aðdraganda ákvörðunar um að senda inn umsókn og endurnýja hana. Meðferð nefndarinnar hafi ekki samrýmst stjórnsýslulögum. „Ég kem því á framfæri við framangreind stjórnvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að framvegis verði gætt að þessum atriðum,“ segir í áliti Umboðsmanns. „Það hefur hins vegar ekkert breyst,“ segir Eiríkur. Ógreidd dvalargjöld Erling er lamaður eftir vélhjólaslys og með MS taugahrörnunarsjúkdóminn. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hömrum til ársins 2020 þegar hann vann dómsmál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. Sagðist hann aldrei hafa samþykkt langtímavistun og líkti vistinni við varðhald. Hamrar hafa hins vegar krafið Erling um ógreidd dvalargjöld og hljóðar nýjasta rukkunin upp á tæplega milljón krónur eins og Vísir greindi frá í gær. Í heildina hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling, telur málið snúið enda eigi eftir að skera úr um bótaábyrgð Mosfellsbæjar. Erfitt sé fyrir Erling að verja sig þar sem heilsu hans og getu til að tjá sig versnar sífellt. --------- Uppfært: Eins og greint var frá síðar í dag var um mistök ráðgjafa að ræða þegar Mosfellsbær leitaðist eftir að Erling færi aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Beðist var afsökunar á þessu og málið leyst í góðu. Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Það hlustar enginn á fatlaðan mann Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið. 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira
Eiríkur Smith, réttargæslumaður Erling, segir að Mosfellsbær hafi leitast eftir þessu á þriðjudag. Það var eftir að Erling hafði óskaði eftir að komast í nokkurra vikna hvíldarinnlögn. Sjúkratryggingar Íslands niðurgreiða dvalargjöld á hjúkrunarheimilum en sveitarfélög greiða NPA samninga að stærstum hluta. „Vandamálið er þó að hluta tengt málsmeðferð Færni- og heilsumatsnefndar fyrir hvíldarinnlögnum, þar sem fólk getur auðveldlega verið platað til að sækja um varanlega búsetu,“ segir Eiríkur. Nefnir hann álit Umboðsmanns Alþingis í máli Erling frá árinu 2018. Þar hafi verið bent á þessa annmarka. Í álitinu segir að með áherslu á mikilvægi sjálfsákvörðunarréttar fatlaðs fólks samkvæmt alþjóðasamningum hafi nefndinni borið að tryggja að fyrir lægi hvað bjó að baki umsókn Erling á Hömrum. Mosfellsbæ hafi borið að skrá samskipti nefndarinnar og Erling í aðdraganda ákvörðunar um að senda inn umsókn og endurnýja hana. Meðferð nefndarinnar hafi ekki samrýmst stjórnsýslulögum. „Ég kem því á framfæri við framangreind stjórnvöld að þau geri viðeigandi ráðstafanir til að tryggja að framvegis verði gætt að þessum atriðum,“ segir í áliti Umboðsmanns. „Það hefur hins vegar ekkert breyst,“ segir Eiríkur. Ógreidd dvalargjöld Erling er lamaður eftir vélhjólaslys og með MS taugahrörnunarsjúkdóminn. Hann dvaldi á hjúkrunarheimilinu Hömrum til ársins 2020 þegar hann vann dómsmál gegn Mosfellsbæ um að fá NPA þjónustu. Sagðist hann aldrei hafa samþykkt langtímavistun og líkti vistinni við varðhald. Hamrar hafa hins vegar krafið Erling um ógreidd dvalargjöld og hljóðar nýjasta rukkunin upp á tæplega milljón krónur eins og Vísir greindi frá í gær. Í heildina hafa Hamrar rukkað Erling um hátt í þriðju milljón króna. Flóki Ásgeirsson, lögmaður Erling, telur málið snúið enda eigi eftir að skera úr um bótaábyrgð Mosfellsbæjar. Erfitt sé fyrir Erling að verja sig þar sem heilsu hans og getu til að tjá sig versnar sífellt. --------- Uppfært: Eins og greint var frá síðar í dag var um mistök ráðgjafa að ræða þegar Mosfellsbær leitaðist eftir að Erling færi aftur í varanlega búsetu á hjúkrunarheimili. Beðist var afsökunar á þessu og málið leyst í góðu.
Mosfellsbær Málefni fatlaðs fólks Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Það hlustar enginn á fatlaðan mann Allt breyttist eftir mótorhjólaslysið. 2. nóvember 2019 09:00 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Sjá meira