Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á mögulegu manndrápi í Hafnarfirði í gærmorgun miðar vel. Hinn látni var af erlendu bergi brotinn og átti fjölskyldu hér á landi. Talið er að hann hafi verið stunginn til baka. Samlandi hans er í gæsluvarðhaldi þangað til á fimmtudag. Við ræðum við yfirlögregluþjón um stöðu málsins.
Leit stendur yfir að blýantsteikningu eftir Jóhannes Kjarval af brú sem listmálarann dreymdi um að yrði lögð yfir Skaftá hjá Kirkjubæjarklaustri. Menn vonast til að hugmynd Kjarvals geti orðið fyrirmynd að göngubrú sem myndi tengja nýja gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Klaustur. Kristján Már Unnarsson kynnti sér þetta mál.
Og Magnús Hlynur leit við í nýju og glæsilegu fjósi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Fjósið, sem kostaði 250 milljónir, er búið tveimur mjólkurróbótum og tekur yfir hundrað kýr.