Arsenal snýr sér að Rice eftir að tilboði í Timber var hafnað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. júní 2023 13:01 Timber í baráttunni gegn Lionel Messi á HM 2022. EPA-EFE/Noushad Thekkayil Tilboði Arsenal í hinn 22 ára gamla Jurriën Timber, varnarmann Ajax, hefur verið neitað. Skytturnar hafa nú sett allt púður í að sækja Declan Rice, fyrirliða West Ham United. Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil en liðið var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt síðasta tímabil til þess eins að sjá Manchester City lyfta titlinum. BREAKING: Arsenal are in talks with Ajax over the signing of 22-year-old Jurrien Timber Reports suggest one bid has already been rejected, but discussions have been described as "very positive" pic.twitter.com/lkRLNtmNHm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 20, 2023 Hinn fjölhæfi Timber er talinn passa fullkomlega inn í leikstíl Arsenal-liðsins en Hollendingurinn er vel spilandi miðvörður sem getur bæði spilað í hægri bakverði eða stigið upp á miðjuna. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 22 ára gamall er Timber frekar reynslumikill en hann hefur spilað 121 leik fyrir Ajax í öllum keppnum sem og 15 A-landsleiki. Tilboðið var talið vera upp á 30 milljónir punda [rúma 5 milljarða íslenskra króna] en Ajax er talið vilja töluvert meira fyrir leikmann sem er samningsbundinn þangað til sumarið 2025. EXCLUSIVE: Arsenal working on deal to sign Ajax defender Jurrien Timber. #AFC have made an opening offer worth ~£30m. #Ajax want ~£50m but optimism a compromise will be reached. Personal terms with Netherlands int l thought to be in place @TheAthleticFC https://t.co/mdMeSXp3ff— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2023 Vísir greindi nýverið frá því að tilboði Arsenal í Rice hefði verið hafnað þar sem Hamrarnir vildu fá meira fyrir sinn snúð. Að mati West Ham er miðjumaðurinn að minnsta kosti 100 milljóna punda virði en Skytturnar eru ekki alveg sammála. Fyrr í dag var greint frá því að Skytturnar hefði boðið 75 milljónir punda [13 milljarða króna] í leikmanninn. Kaupverðið gæti þó farið upp í 90 milljónir með öllu. Yrði hann dýrasti leikmaður í sögu Arsenal. David Ornstein hjá The Athletic er áfram með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum á Englandi en hann telur líklegast að Hamrarnir hafni tilboðinu. Arsenal have now made a 2nd, improved offer to West Ham for Declan Rice. £75m + £15m add-ons. Club-record proposal for 24yo England midfielder expected to be turned down by #WHUFC - but #AFC getting closer to acceptable fee for top target @TheAthleticFC https://t.co/awJcPUitmf— David Ornstein (@David_Ornstein) June 20, 2023 Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Sjá meira
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, vill styrkja leikmannahóp sinn fyrir komandi tímabil en liðið var á toppi ensku úrvalsdeildarinnar nær allt síðasta tímabil til þess eins að sjá Manchester City lyfta titlinum. BREAKING: Arsenal are in talks with Ajax over the signing of 22-year-old Jurrien Timber Reports suggest one bid has already been rejected, but discussions have been described as "very positive" pic.twitter.com/lkRLNtmNHm— Sky Sports News (@SkySportsNews) June 20, 2023 Hinn fjölhæfi Timber er talinn passa fullkomlega inn í leikstíl Arsenal-liðsins en Hollendingurinn er vel spilandi miðvörður sem getur bæði spilað í hægri bakverði eða stigið upp á miðjuna. Þrátt fyrir að vera nýorðinn 22 ára gamall er Timber frekar reynslumikill en hann hefur spilað 121 leik fyrir Ajax í öllum keppnum sem og 15 A-landsleiki. Tilboðið var talið vera upp á 30 milljónir punda [rúma 5 milljarða íslenskra króna] en Ajax er talið vilja töluvert meira fyrir leikmann sem er samningsbundinn þangað til sumarið 2025. EXCLUSIVE: Arsenal working on deal to sign Ajax defender Jurrien Timber. #AFC have made an opening offer worth ~£30m. #Ajax want ~£50m but optimism a compromise will be reached. Personal terms with Netherlands int l thought to be in place @TheAthleticFC https://t.co/mdMeSXp3ff— David Ornstein (@David_Ornstein) June 19, 2023 Vísir greindi nýverið frá því að tilboði Arsenal í Rice hefði verið hafnað þar sem Hamrarnir vildu fá meira fyrir sinn snúð. Að mati West Ham er miðjumaðurinn að minnsta kosti 100 milljóna punda virði en Skytturnar eru ekki alveg sammála. Fyrr í dag var greint frá því að Skytturnar hefði boðið 75 milljónir punda [13 milljarða króna] í leikmanninn. Kaupverðið gæti þó farið upp í 90 milljónir með öllu. Yrði hann dýrasti leikmaður í sögu Arsenal. David Ornstein hjá The Athletic er áfram með puttann á púlsinum þegar kemur að félagaskiptum á Englandi en hann telur líklegast að Hamrarnir hafni tilboðinu. Arsenal have now made a 2nd, improved offer to West Ham for Declan Rice. £75m + £15m add-ons. Club-record proposal for 24yo England midfielder expected to be turned down by #WHUFC - but #AFC getting closer to acceptable fee for top target @TheAthleticFC https://t.co/awJcPUitmf— David Ornstein (@David_Ornstein) June 20, 2023
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Íslenski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Fleiri fréttir Í beinni: Crystal Palace - Liverpool | Barist um Samfélagsskjöldinn Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Sjá meira