Einnig greinum við frá því að ungum manni í Reykjanesbæ hefur verið veittur frestur fram í ágúst til að yfirgefa heimili sitt eftir að það var selt á nauðungaruppboði á dögunum.
Að auki fjöllum við um málefni Flugakademíunnar sem hefur sagt upp öllum sínum starfsmönnum.
Þá verður rætt við sumarbústaðaeiganda í Grímsnes- og Grafningshreppi sem brá í brún þegar honum var gert að greiða margfalt hærra verð fyrir árskort í sund og líkamsrækt á við þá sem skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu. Hann fagnar þeim úrskurði innviðaráðuneytisins að mismununin sé ólögleg.