Manndráp og stórfellt fíkniefnasmygl: Staðan á málunum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. júlí 2023 20:01 Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar fór yfir stöðu þeirra mála sem deildin hefur til rannsóknar um þessar mundir. Vísir/Sigurjón Miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er undir gríðarlegu álagi um þessar mundir, en auk þriggja manndrápsmála hefur hún einnig stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Tveir Grænlendingar og einn Dani eru í haldi fyrir að smygla inn miklu magni af fíkniefnum til landsins í skútu. Rannsókn á þremur manndrápsmálum sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur miðar vel að sögn yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar. Aðstæðurnar væru þó sannarlega óvenjulegar. „Jú það er ekki hægt að segja annað. Það er sjaldgæft að vera með þrjú slík mál til rannsóknar, ég man hreinlega ekki eftir því,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“ „Þetta er mikið álag og staðreyndin er að sú eining sem tekst á við þessi alvarlegu líkamsárásarmál og manndrápsmál telur ekki nema fimm manns. Og svo eru sumarfrí.“ Rannsókn lokið á Fjarðarkaupsmálinu Fjögur ungmenni voru handtekin í tengslum við dauða manns frá Pólland eftir átök á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði hinn 20.apríl. Maðurinn var stunginn til bana. Þeirri rannsókn er lokið. Frá vettvangi manndrápsins á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. Upptök átakanna voru á Rokkbarnum sem sjá má í fjarlægð.Vísir/Vilhelm „Málið er komið til héraðssaksóknara sem leggur mat á rannsóknina og tekur ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra,“ segir Grímur. Fjögur ungmenni voru handtekinn í tengslum við málið, þrír drengir og stúlka á unglingsaldri. Drengirnir, sem eru á aldrinum 17-19 ára hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp en stúlkunni var sleppt úr haldi. Grímur segir að hún hafi þó enn réttarstöðu grunaðs í málinu. Stunginn til bana af meðleigjanda sínum Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var annar pólskur karlmaður stunginn til bana við Drangarhraun. Meðleigjandi hans er grunaður um verknaðinn. „Við teljum okkur vera með nokkuð ljósa mynd af því hvað gerðist, einn maður situr í gæsluvarðhaldi og hefur gert frá því að málið kom upp,“ segir Grímur varðandi stöðuna á því máli. Frá vettvangi í DrangarhrauniVísir/Vilhelm Bráðabirgðaniðurstaða krufningar liggur fyrir sem leiddi í ljós að stunga var banamein mannsins. Grímur segir að hnífur sem notaður var til verknaðarins hafi fundist á vettvangi. Annar maður sem einnig var handtekinn þegar málið kom fyrst upp en var fljótlega sleppt, hefur ekki stöðu sakbornings. Lést eftir eitt höfuðhögg Þá kom upp manndrápsmál á skemmtistaðnum LÚX í Austurstræti fyrir tæpum tveimur vikum. Litáískur maður á þrítugsaldri lést eftir átök við íslenskan mann á sama aldri. „Bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu liggur fyrir, sú niðurstaða leiðir í ljós að hann lést af völdum höfuðhöggs,“ segir Grímur. Höfuðhöggs í eintölu? „Já.“ Grímur segir mál af þessu tagi, þar sem maður deyr eftir aðeins eitt högg mjög sjaldgæf. Í fljótu bragði muni hann eftir tveimur málum sem komu upp með tiltölulega skömmu millibili fyrir nærri því 20 árum. Ekki sé hægt að segja til um hvort um ásetning hafi verið að ræða. „En ég ítreka það sem hefur komið fram í tilkynning, að við teljum ekki að það sé ástæða til að halda þeim sem grunaður er um þennan verknað í gæsluvarðhaldi.“ Grænlendingar og Dani grunaðir um stórfellt fíkniefnasmygl Þá er stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Nýlega voru þrír menn handteknir grunaðir um að ætla að smygla miklu magni fíkniefna til landsins í skútu. Tveir mannana eru grænlenskir og einn danskur. Sá elsti er fæddur árið 1970 og sá yngsti árið 2002. Mennirnir voru handteknir í Sandgerði, grunaðir um að hafa smyglað miklu magni fíkniefna til landsins í skútu. Vísir/Vilhelm Grímur vill lítið gefa upp um málið, líkt og um hvaða efni ræðir og hversu mikið magn en samkvæmt heimildum fréttastofu er um hass að ræða. Ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum verður tekin í fyrramálið. Grímur segir enga Íslendinga tengjast málinu sem sé rannsakað í samstarfi við dönsk lögregluyfirvöld. Manndráp í Drangahrauni Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Látinn eftir líkamsárás á LÚX Lögreglan Lögreglumál Skútumálið 2023 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Rannsókn á þremur manndrápsmálum sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu síðustu vikur miðar vel að sögn yfirmanns miðlægrar rannsóknardeildar. Aðstæðurnar væru þó sannarlega óvenjulegar. „Jú það er ekki hægt að segja annað. Það er sjaldgæft að vera með þrjú slík mál til rannsóknar, ég man hreinlega ekki eftir því,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.“ „Þetta er mikið álag og staðreyndin er að sú eining sem tekst á við þessi alvarlegu líkamsárásarmál og manndrápsmál telur ekki nema fimm manns. Og svo eru sumarfrí.“ Rannsókn lokið á Fjarðarkaupsmálinu Fjögur ungmenni voru handtekin í tengslum við dauða manns frá Pólland eftir átök á bílastæði við Fjarðarkaup í Hafnarfirði hinn 20.apríl. Maðurinn var stunginn til bana. Þeirri rannsókn er lokið. Frá vettvangi manndrápsins á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. Upptök átakanna voru á Rokkbarnum sem sjá má í fjarlægð.Vísir/Vilhelm „Málið er komið til héraðssaksóknara sem leggur mat á rannsóknina og tekur ákvörðun um hvort gefin verður út ákæra,“ segir Grímur. Fjögur ungmenni voru handtekinn í tengslum við málið, þrír drengir og stúlka á unglingsaldri. Drengirnir, sem eru á aldrinum 17-19 ára hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því að málið kom upp en stúlkunni var sleppt úr haldi. Grímur segir að hún hafi þó enn réttarstöðu grunaðs í málinu. Stunginn til bana af meðleigjanda sínum Á þjóðhátíðardaginn 17. júní var annar pólskur karlmaður stunginn til bana við Drangarhraun. Meðleigjandi hans er grunaður um verknaðinn. „Við teljum okkur vera með nokkuð ljósa mynd af því hvað gerðist, einn maður situr í gæsluvarðhaldi og hefur gert frá því að málið kom upp,“ segir Grímur varðandi stöðuna á því máli. Frá vettvangi í DrangarhrauniVísir/Vilhelm Bráðabirgðaniðurstaða krufningar liggur fyrir sem leiddi í ljós að stunga var banamein mannsins. Grímur segir að hnífur sem notaður var til verknaðarins hafi fundist á vettvangi. Annar maður sem einnig var handtekinn þegar málið kom fyrst upp en var fljótlega sleppt, hefur ekki stöðu sakbornings. Lést eftir eitt höfuðhögg Þá kom upp manndrápsmál á skemmtistaðnum LÚX í Austurstræti fyrir tæpum tveimur vikum. Litáískur maður á þrítugsaldri lést eftir átök við íslenskan mann á sama aldri. „Bráðabirgðaniðurstaða úr krufningu liggur fyrir, sú niðurstaða leiðir í ljós að hann lést af völdum höfuðhöggs,“ segir Grímur. Höfuðhöggs í eintölu? „Já.“ Grímur segir mál af þessu tagi, þar sem maður deyr eftir aðeins eitt högg mjög sjaldgæf. Í fljótu bragði muni hann eftir tveimur málum sem komu upp með tiltölulega skömmu millibili fyrir nærri því 20 árum. Ekki sé hægt að segja til um hvort um ásetning hafi verið að ræða. „En ég ítreka það sem hefur komið fram í tilkynning, að við teljum ekki að það sé ástæða til að halda þeim sem grunaður er um þennan verknað í gæsluvarðhaldi.“ Grænlendingar og Dani grunaðir um stórfellt fíkniefnasmygl Þá er stórfellt fíkniefnasmygl til rannsóknar. Nýlega voru þrír menn handteknir grunaðir um að ætla að smygla miklu magni fíkniefna til landsins í skútu. Tveir mannana eru grænlenskir og einn danskur. Sá elsti er fæddur árið 1970 og sá yngsti árið 2002. Mennirnir voru handteknir í Sandgerði, grunaðir um að hafa smyglað miklu magni fíkniefna til landsins í skútu. Vísir/Vilhelm Grímur vill lítið gefa upp um málið, líkt og um hvaða efni ræðir og hversu mikið magn en samkvæmt heimildum fréttastofu er um hass að ræða. Ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir mönnunum verður tekin í fyrramálið. Grímur segir enga Íslendinga tengjast málinu sem sé rannsakað í samstarfi við dönsk lögregluyfirvöld.
Manndráp í Drangahrauni Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Látinn eftir líkamsárás á LÚX Lögreglan Lögreglumál Skútumálið 2023 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Veðurviðvaranir og vegalokanir Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira