Þá kíkjum við vestur á Ísafjörð þar sem stofnandi Kerecis tilkynnti í dag um 180 milljarða sölu þess til alþjóðlega læknavörufyrirtækisins Coloplast í dag. Fyrrverandi forseti Íslands segir fyrirtækið hafa unni gullverðlaunin á Ólympíuleikum efnahagslífs heimsins með sölunni.
Við förum yfir stöðuna á Reykjanesskaga í beinni en þar virðist eldgos vera við það að bresta á og við heyrum í erlendum ferðamönnum, sem voru mismeðvitaðir um jarðhræringar í bakgarðinum.
Matvælaráðherra hafnar þá allri gagnrýni formanns Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi vegna hvalveiðifrestunar og segir hana ekki rétt. Ekki standi til að afturkalla ákvörðun um að fresta hvalveiðum í sumar.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan 18:30.