Þetta kemur fram í tilkynningu frá embættinu en fréttastofu hafa borist margar ábendingar um þunga umferð á leiðinni að Selfoss í dag þar sem grill- og tónlistarhátíðin Kótilettan fer nú fram. Dæmi eru um að fólk hafi setið nær hreyfingarlaust í bílaröð þar löngum stundum.
Dagskrá Kótilettunnar nær hámarki í dag og fengu gestir meðal annars að njóta grillkeppni og fjölbreyttar fjölskylduskemmtunar þar sem margir stærstu tónlistarmenn landsins komu fram. Keppa framleiðendur nú um það hver á Grillpylsu ársins 2023.
