Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Eiður Þór Árnason og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 11. júlí 2023 20:54 Litlu mátti muna þegar bílstjórinn reyndi að komast aftur inn á hægri vegarhelminginn. Arna Sjöfn Ævarsdóttir Nokkur hætta var á ferðum þegar vörubílstjóri Samskipa reyndi að taka fram úr bílum á milli Borgarness og Munaðarness um klukkan fjögur í dag. Engum varð meint af en sjónarvottur gagnrýnir bílstjórann harðlega fyrir að taka slíka áhættu á þröngum vegi. Samskip segja málið litið mjög alvarlegum augum. Arna Sjöfn Ævarsdóttir greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni og deilir myndskeiði sem hún náði af akstrinum. Hún segir um hafi verið að ræða þröngan veg með lélegu skyggni til framúraksturs. „Við sáum hann fyrir aftan okkur reyna og reyna að færa sig um akrein til þess að taka fram úr. Sáum við bílinn koma á móti en skil ég ekki hvers vegna hann sá bílinn ekki þar sem hann var á margfalt stærri bíl,“ segir hún í færslunni sem hefur vakið mikla athygli. Bílstjórar á þessum vegarkafla hafi verið að keyra á um áttatíu kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er níutíu kílómetrar. Klippa: Glæfralegur akstur vörubílstjóra „Vorkenni ég virkilega fólkinu sem kom keyrandi á móti manninum sem rétt náðu að skjóta sér frá og einnig þeim sem voru fyrir framan okkur á rauða bílnum sem var þrýst í það að sveigja sér næstum því útaf veginum til þess að bjarga sér frá stórskaða.“ Tók fram úr yfir fimm bílum Í samtali við Vísi segist Arna fljótlega tekið upp símann til þess að taka upp þegar hún sá aksturslag ökumannsins nokkrum bílum aftar. „Við sjáum fyrir okkur stórslys í vændum,“ segir hún og vekur athygli á hve þröngur vegurinn var auk þess hve vont skyggnið var. „Við sáum hann í baksýnisspeglinum byrja að taka fram úr bílunum á bak við okkur og þá hægði unnusti minn á sér af því að við sáum bílinn koma á móti og við héldum að hann myndi skjóta sér fyrir framan okkur. Í staðinn hélt hann bara áfram, í svona slæmu skyggni,“ segir Arna. Flutningabíllinn hafði þá tekið fram úr fimm bílum. Arna segir atburðinn hafa verið mikið áfall og heppni að ekki hafi farið verr. Hún segir bílstjóra rauða bílsins sem ók á undan þeim hafa þurft að stoppa í vegkanti til þess að ná andanum eftir atvikið. Sama hafi átt við konurnar í svarta bílnum sem ók á móti þeim. „Það er svo hræðileg tilhugsun að hugsa með sér hvað hefði gerst ef fólk hefði ekki brugðist svona skjótt við,“ segir Arna. Búið að ræða við bílstjórann Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, segir fyrirtækið harma þetta atvik og líta málið mjög alvarlegum augum. Strax hafi verið rætt við umræddan bílstjóra vegna málsins en Þórunn gat ekki sagt til um það hvort þetta kunni að hafa einhverjar afleiðingar fyrir starfsmanninn. Næstu skref í málinu verði tekin á morgun. Hún bætir við að aksturinn sé engan veginn í samræmi við verklagsreglur Samskipa um hegðun bílstjóra í umferðinni og þau þakki Örnu fyrir að vekja athygli þeirra á þessu. „Ég bara undirstrika það að við tökum þetta mjög, mjög, mjög alvarlega.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Umferð Umferðaröryggi Borgarbyggð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Arna Sjöfn Ævarsdóttir greinir frá atvikinu á Facebook-síðu sinni og deilir myndskeiði sem hún náði af akstrinum. Hún segir um hafi verið að ræða þröngan veg með lélegu skyggni til framúraksturs. „Við sáum hann fyrir aftan okkur reyna og reyna að færa sig um akrein til þess að taka fram úr. Sáum við bílinn koma á móti en skil ég ekki hvers vegna hann sá bílinn ekki þar sem hann var á margfalt stærri bíl,“ segir hún í færslunni sem hefur vakið mikla athygli. Bílstjórar á þessum vegarkafla hafi verið að keyra á um áttatíu kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er níutíu kílómetrar. Klippa: Glæfralegur akstur vörubílstjóra „Vorkenni ég virkilega fólkinu sem kom keyrandi á móti manninum sem rétt náðu að skjóta sér frá og einnig þeim sem voru fyrir framan okkur á rauða bílnum sem var þrýst í það að sveigja sér næstum því útaf veginum til þess að bjarga sér frá stórskaða.“ Tók fram úr yfir fimm bílum Í samtali við Vísi segist Arna fljótlega tekið upp símann til þess að taka upp þegar hún sá aksturslag ökumannsins nokkrum bílum aftar. „Við sjáum fyrir okkur stórslys í vændum,“ segir hún og vekur athygli á hve þröngur vegurinn var auk þess hve vont skyggnið var. „Við sáum hann í baksýnisspeglinum byrja að taka fram úr bílunum á bak við okkur og þá hægði unnusti minn á sér af því að við sáum bílinn koma á móti og við héldum að hann myndi skjóta sér fyrir framan okkur. Í staðinn hélt hann bara áfram, í svona slæmu skyggni,“ segir Arna. Flutningabíllinn hafði þá tekið fram úr fimm bílum. Arna segir atburðinn hafa verið mikið áfall og heppni að ekki hafi farið verr. Hún segir bílstjóra rauða bílsins sem ók á undan þeim hafa þurft að stoppa í vegkanti til þess að ná andanum eftir atvikið. Sama hafi átt við konurnar í svarta bílnum sem ók á móti þeim. „Það er svo hræðileg tilhugsun að hugsa með sér hvað hefði gerst ef fólk hefði ekki brugðist svona skjótt við,“ segir Arna. Búið að ræða við bílstjórann Þórunn Inga Ingjaldsdóttir, markaðsstjóri Samskipa, segir fyrirtækið harma þetta atvik og líta málið mjög alvarlegum augum. Strax hafi verið rætt við umræddan bílstjóra vegna málsins en Þórunn gat ekki sagt til um það hvort þetta kunni að hafa einhverjar afleiðingar fyrir starfsmanninn. Næstu skref í málinu verði tekin á morgun. Hún bætir við að aksturinn sé engan veginn í samræmi við verklagsreglur Samskipa um hegðun bílstjóra í umferðinni og þau þakki Örnu fyrir að vekja athygli þeirra á þessu. „Ég bara undirstrika það að við tökum þetta mjög, mjög, mjög alvarlega.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Umferð Umferðaröryggi Borgarbyggð Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira