Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttir á Stöð 2, klukkan hálf sjö í kvöld.

Í kvöldfréttum verðum við í beinni útsendingu frá eldgosinu á Reykjanesi. Þúsundir manna hafa streymt að gosstöðvunum eftir að þær voru aftur opnaðar almenningi eftir hádegi í gær, eftir fjögurra daga lokun vegna mikillar mengunar frá gróðureldum. Slökkviliðsmenn berjast þó enn við eld í mosa og sinu.

Vestfirðingar eru afar óhressir með niðurskurð í samgönguáætlun sem seinkar uppbyggingu Vestfjarðahringsins svo kallaða um þrjú ár. Kristján Már fer yfir málið í kvöldfréttum.

Við greinum einnig frá rannsókn á flugslysinu fyrir austan á sunnudag fyrir rúmri viku en hún lítur nákvæmum alþjóðlegum reglum og getur tekið sinn tíma.

Við heyrum í Íslendingi sem var að bugast af hita á göngu sinni um Jakobsveginn á Spáni en þar einis og víða annars staðar í Evrópu heldur mikil hitabylgja áfram að plaga milljónir manna.

Og við förum með Magnúsi Hlyni að taka upp fyrstu kartöflurnar í Þykkvabænum sem ættu að koma í verslanir í fyrramálið.

Þetta og fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×