Liverpool mætir til leiks með nýtt leikkerfi: Verður Trent á miðjunni? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2023 07:01 Trent Alexander-Arnold gæti spilað á miðjunni í vetur. Harry Langer/Getty Images Þó oftast nær sé lítið sem ekkert að marka vináttuleiki þá vakti uppstilling Liverpool-liðsins í leiknum gegn þýska B-deildarliðinu Karlsruher athygli. Það virðist sem Jurgen Klopp ætli að breyta til í vetur. Síðan Klopp tók við Liverpool hefur liðið nær eingöngu spilað hefðbundið 4-3-3 með sóknarsinnaða bakverði, þriggja manna miðju, sóknarmenn á vængjunum og framherja sem dregur sig niður til að tengja spil. Nú virðist ætla að verða breyting á. Eftir skelfilega byrjun á síðustu leiktíð fór Klopp aðeins að fikta í leikkerfi sínu og breyta því í von um betri úrslit. Ef marka má fyrsta vináttuleik tímabilsins ætlar Klopp að halda sig við þá hugmyndafræði. Þrír – Kassi – Þrír Liverpool mætir með mikið breytt lið til leiks þar sem miðja liðsins hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar. Naby Keïta er farinn til Werder Bremen, James Milner er farinn til Brighton & Hove Albion. Jordan Henderson er líklega á leið til Sádi-Arabíu og sömu sögu er að segja af Fabinho. Hvort það hafi áhrif á ákvörðun Klopp er óvitað en í leiknum gegn Karlsruher má segja að liðið hafi spilað 3-4-3 með „kassa“ miðju þegar það sótti. Varnarlega varðist Liverpool í 4-3-3 leikkerfi en þegar liðið sótti fór Conor Bradley, hægri bakvörður, inn á miðjuna þar sem Trent Alexander-Arnold, sem hefur nær eingöngu spilað hægri bakvörð á sínum ferli, var. Að sama skapi dró vinstri bakvörður liðsins sig inn og myndaði þriggja manna varnarlínu. Fyrir framan Trent og Bradley voru svo tveir sóknarþenkjandi miðjumenn. Reikna má með að Dominik Szoboszlai verði þar ásamt Alexis Mac Allister en báðir gengu í raðir Liverpool í sumar. Hvort þetta verði til þess að Liverpool ógni toppliðum deildarinnar verður að koma í ljós en liðið má ekki við því að missa af efstu fjórum sætunum annað tímabilið í röð. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira
Síðan Klopp tók við Liverpool hefur liðið nær eingöngu spilað hefðbundið 4-3-3 með sóknarsinnaða bakverði, þriggja manna miðju, sóknarmenn á vængjunum og framherja sem dregur sig niður til að tengja spil. Nú virðist ætla að verða breyting á. Eftir skelfilega byrjun á síðustu leiktíð fór Klopp aðeins að fikta í leikkerfi sínu og breyta því í von um betri úrslit. Ef marka má fyrsta vináttuleik tímabilsins ætlar Klopp að halda sig við þá hugmyndafræði. Þrír – Kassi – Þrír Liverpool mætir með mikið breytt lið til leiks þar sem miðja liðsins hefur gengið í gegnum gríðarlegar breytingar. Naby Keïta er farinn til Werder Bremen, James Milner er farinn til Brighton & Hove Albion. Jordan Henderson er líklega á leið til Sádi-Arabíu og sömu sögu er að segja af Fabinho. Hvort það hafi áhrif á ákvörðun Klopp er óvitað en í leiknum gegn Karlsruher má segja að liðið hafi spilað 3-4-3 með „kassa“ miðju þegar það sótti. Varnarlega varðist Liverpool í 4-3-3 leikkerfi en þegar liðið sótti fór Conor Bradley, hægri bakvörður, inn á miðjuna þar sem Trent Alexander-Arnold, sem hefur nær eingöngu spilað hægri bakvörð á sínum ferli, var. Að sama skapi dró vinstri bakvörður liðsins sig inn og myndaði þriggja manna varnarlínu. Fyrir framan Trent og Bradley voru svo tveir sóknarþenkjandi miðjumenn. Reikna má með að Dominik Szoboszlai verði þar ásamt Alexis Mac Allister en báðir gengu í raðir Liverpool í sumar. Hvort þetta verði til þess að Liverpool ógni toppliðum deildarinnar verður að koma í ljós en liðið má ekki við því að missa af efstu fjórum sætunum annað tímabilið í röð.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Sjá meira