Enn að jafna sig og skoða að leita réttar síns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júlí 2023 13:49 Nicholas og Ólöf ásamt börnum sínum. Facebook Íslensk fjölskylda varð fyrir áfalli í síðustu viku þegar til stóð að vísa fjölskylduföðurnum, sem búið hefur hér á landi í átta ár, úr landi við komu á Keflavíkurflugvöll. Fjölskyldan er enn að jafna sig og skoðar það að leita réttar síns vegna atviksins. „Við höfum bara reynt að jafna okkur á þessu og njóta á meðan við getum og áður en ég fer í aðgerð,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. Ólöf er eiginkona Nicholas Woods, sem til stóð að vísa úr landi við komu til Íslands 18. júlí síðastliðinn. Þau Ólöf og Nicholas kynntust í Los Angeles í Bandaríkjunum og giftu sig þar áður en þau fluttu til Íslands árið 2015. Saman eiga þau þrjú börn, öll fædd á Íslandi. Nálægt því að fá taugaáfall Ólöf segist enn ekki skilja hvernig það hafi gerst að ákvörðun hafi verið tekin um að vísa Nicholas úr landi. „Hann fékk dvalarleyfi hér á landi fyrir fimm árum síðan. Ég skil ekki enn hvað gerðist, ég hef aðeins sett þetta á hakann, eftir að við komum heim. Við höfum bara einbeitt okkur að því að jafna okkur.“ Ólöf segir börn hennar hafa fengið mikið áfall. „Þarna finnur maður á eigin skinni hvernig komið er fram við marga útlendinga. Lögreglan á landamærunum var í sambandi við Útlendingastofnun sem vildu senda hann úr landi. Sem er óskiljanlegt þar sem við erum með dvalarleyfi,“ segir Ólöf. „Við máttum ekki einu sinni kveðja, við sátum þarna fjölskyldan og fengum að heyra að honum yrði vísað úr landi með næstu flugvél. Við fengum auðvitað áfall og vorum þarna hágrátandi. Svo labbaði þessi maður bara í burtu og það var enginn sem hjálpaði okkur. Átta ára drengirnir mínir héldu á töskunum niður og ég þurfti að halda í mér til að fá ekki taugaáfall.“ Afstýrt vegna tengsla Ólöf segir að tekist hafi að afstýra brottvísuninni þökk sé tengslaneti hennar. „Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem hefur unnið í útlendingamálum. Hún sagði mér strax að þetta væri kolólöglegt þar sem við erum hjón. En við þekkjum bara hátt sett fólk sem hringdi í æðsta valdið sem steig inn í raun inn.“ „Maður vill ekki hugsa það til enda hvernig hefði farið ef maður væri ekki jafn vel tengdur. Maður hugsar bara til annarra sem hafa lent í því sama og hafa ekki sama tengslanet.“ Faðir Ólafar er Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður sem deildi mynd af barnabörnunum á Facebook eftir heimkomuna. „Það eru allir í fjölskyldunni að ná áttum eftir allsvakalegan morgun þar sem heimkoma litlu fjölskyldunnar frá Bandaríkjunum breyttist í hálfgerða martröð,“ skrifar Páll Valur. Nicholas hefur undanfarin ár unnið að framgangi amerísks fótbolta hér á landi. „Hann hefur búið til íþróttadeild hér á landi og er að hjálpa meðal annars bágstöddum börnum að safna styrkjum og þjálfa. Hann er að gefa til baka til samfélagsins og svo átti bara að henda honum út,“ segir Ólöf. Eins og áður segir ætlar Ólöf í framhaldinu að kanna réttarstöðu þeirra vegna atviksins. Keflavíkurflugvöllur Innflytjendamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira
„Við höfum bara reynt að jafna okkur á þessu og njóta á meðan við getum og áður en ég fer í aðgerð,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. Ólöf er eiginkona Nicholas Woods, sem til stóð að vísa úr landi við komu til Íslands 18. júlí síðastliðinn. Þau Ólöf og Nicholas kynntust í Los Angeles í Bandaríkjunum og giftu sig þar áður en þau fluttu til Íslands árið 2015. Saman eiga þau þrjú börn, öll fædd á Íslandi. Nálægt því að fá taugaáfall Ólöf segist enn ekki skilja hvernig það hafi gerst að ákvörðun hafi verið tekin um að vísa Nicholas úr landi. „Hann fékk dvalarleyfi hér á landi fyrir fimm árum síðan. Ég skil ekki enn hvað gerðist, ég hef aðeins sett þetta á hakann, eftir að við komum heim. Við höfum bara einbeitt okkur að því að jafna okkur.“ Ólöf segir börn hennar hafa fengið mikið áfall. „Þarna finnur maður á eigin skinni hvernig komið er fram við marga útlendinga. Lögreglan á landamærunum var í sambandi við Útlendingastofnun sem vildu senda hann úr landi. Sem er óskiljanlegt þar sem við erum með dvalarleyfi,“ segir Ólöf. „Við máttum ekki einu sinni kveðja, við sátum þarna fjölskyldan og fengum að heyra að honum yrði vísað úr landi með næstu flugvél. Við fengum auðvitað áfall og vorum þarna hágrátandi. Svo labbaði þessi maður bara í burtu og það var enginn sem hjálpaði okkur. Átta ára drengirnir mínir héldu á töskunum niður og ég þurfti að halda í mér til að fá ekki taugaáfall.“ Afstýrt vegna tengsla Ólöf segir að tekist hafi að afstýra brottvísuninni þökk sé tengslaneti hennar. „Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem hefur unnið í útlendingamálum. Hún sagði mér strax að þetta væri kolólöglegt þar sem við erum hjón. En við þekkjum bara hátt sett fólk sem hringdi í æðsta valdið sem steig inn í raun inn.“ „Maður vill ekki hugsa það til enda hvernig hefði farið ef maður væri ekki jafn vel tengdur. Maður hugsar bara til annarra sem hafa lent í því sama og hafa ekki sama tengslanet.“ Faðir Ólafar er Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður sem deildi mynd af barnabörnunum á Facebook eftir heimkomuna. „Það eru allir í fjölskyldunni að ná áttum eftir allsvakalegan morgun þar sem heimkoma litlu fjölskyldunnar frá Bandaríkjunum breyttist í hálfgerða martröð,“ skrifar Páll Valur. Nicholas hefur undanfarin ár unnið að framgangi amerísks fótbolta hér á landi. „Hann hefur búið til íþróttadeild hér á landi og er að hjálpa meðal annars bágstöddum börnum að safna styrkjum og þjálfa. Hann er að gefa til baka til samfélagsins og svo átti bara að henda honum út,“ segir Ólöf. Eins og áður segir ætlar Ólöf í framhaldinu að kanna réttarstöðu þeirra vegna atviksins.
Keflavíkurflugvöllur Innflytjendamál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Sjá meira