Enn að jafna sig og skoða að leita réttar síns Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. júlí 2023 13:49 Nicholas og Ólöf ásamt börnum sínum. Facebook Íslensk fjölskylda varð fyrir áfalli í síðustu viku þegar til stóð að vísa fjölskylduföðurnum, sem búið hefur hér á landi í átta ár, úr landi við komu á Keflavíkurflugvöll. Fjölskyldan er enn að jafna sig og skoðar það að leita réttar síns vegna atviksins. „Við höfum bara reynt að jafna okkur á þessu og njóta á meðan við getum og áður en ég fer í aðgerð,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. Ólöf er eiginkona Nicholas Woods, sem til stóð að vísa úr landi við komu til Íslands 18. júlí síðastliðinn. Þau Ólöf og Nicholas kynntust í Los Angeles í Bandaríkjunum og giftu sig þar áður en þau fluttu til Íslands árið 2015. Saman eiga þau þrjú börn, öll fædd á Íslandi. Nálægt því að fá taugaáfall Ólöf segist enn ekki skilja hvernig það hafi gerst að ákvörðun hafi verið tekin um að vísa Nicholas úr landi. „Hann fékk dvalarleyfi hér á landi fyrir fimm árum síðan. Ég skil ekki enn hvað gerðist, ég hef aðeins sett þetta á hakann, eftir að við komum heim. Við höfum bara einbeitt okkur að því að jafna okkur.“ Ólöf segir börn hennar hafa fengið mikið áfall. „Þarna finnur maður á eigin skinni hvernig komið er fram við marga útlendinga. Lögreglan á landamærunum var í sambandi við Útlendingastofnun sem vildu senda hann úr landi. Sem er óskiljanlegt þar sem við erum með dvalarleyfi,“ segir Ólöf. „Við máttum ekki einu sinni kveðja, við sátum þarna fjölskyldan og fengum að heyra að honum yrði vísað úr landi með næstu flugvél. Við fengum auðvitað áfall og vorum þarna hágrátandi. Svo labbaði þessi maður bara í burtu og það var enginn sem hjálpaði okkur. Átta ára drengirnir mínir héldu á töskunum niður og ég þurfti að halda í mér til að fá ekki taugaáfall.“ Afstýrt vegna tengsla Ólöf segir að tekist hafi að afstýra brottvísuninni þökk sé tengslaneti hennar. „Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem hefur unnið í útlendingamálum. Hún sagði mér strax að þetta væri kolólöglegt þar sem við erum hjón. En við þekkjum bara hátt sett fólk sem hringdi í æðsta valdið sem steig inn í raun inn.“ „Maður vill ekki hugsa það til enda hvernig hefði farið ef maður væri ekki jafn vel tengdur. Maður hugsar bara til annarra sem hafa lent í því sama og hafa ekki sama tengslanet.“ Faðir Ólafar er Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður sem deildi mynd af barnabörnunum á Facebook eftir heimkomuna. „Það eru allir í fjölskyldunni að ná áttum eftir allsvakalegan morgun þar sem heimkoma litlu fjölskyldunnar frá Bandaríkjunum breyttist í hálfgerða martröð,“ skrifar Páll Valur. Nicholas hefur undanfarin ár unnið að framgangi amerísks fótbolta hér á landi. „Hann hefur búið til íþróttadeild hér á landi og er að hjálpa meðal annars bágstöddum börnum að safna styrkjum og þjálfa. Hann er að gefa til baka til samfélagsins og svo átti bara að henda honum út,“ segir Ólöf. Eins og áður segir ætlar Ólöf í framhaldinu að kanna réttarstöðu þeirra vegna atviksins. Keflavíkurflugvöllur Innflytjendamál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira
„Við höfum bara reynt að jafna okkur á þessu og njóta á meðan við getum og áður en ég fer í aðgerð,“ segir Ólöf Helga Pálsdóttir Woods. Ólöf er eiginkona Nicholas Woods, sem til stóð að vísa úr landi við komu til Íslands 18. júlí síðastliðinn. Þau Ólöf og Nicholas kynntust í Los Angeles í Bandaríkjunum og giftu sig þar áður en þau fluttu til Íslands árið 2015. Saman eiga þau þrjú börn, öll fædd á Íslandi. Nálægt því að fá taugaáfall Ólöf segist enn ekki skilja hvernig það hafi gerst að ákvörðun hafi verið tekin um að vísa Nicholas úr landi. „Hann fékk dvalarleyfi hér á landi fyrir fimm árum síðan. Ég skil ekki enn hvað gerðist, ég hef aðeins sett þetta á hakann, eftir að við komum heim. Við höfum bara einbeitt okkur að því að jafna okkur.“ Ólöf segir börn hennar hafa fengið mikið áfall. „Þarna finnur maður á eigin skinni hvernig komið er fram við marga útlendinga. Lögreglan á landamærunum var í sambandi við Útlendingastofnun sem vildu senda hann úr landi. Sem er óskiljanlegt þar sem við erum með dvalarleyfi,“ segir Ólöf. „Við máttum ekki einu sinni kveðja, við sátum þarna fjölskyldan og fengum að heyra að honum yrði vísað úr landi með næstu flugvél. Við fengum auðvitað áfall og vorum þarna hágrátandi. Svo labbaði þessi maður bara í burtu og það var enginn sem hjálpaði okkur. Átta ára drengirnir mínir héldu á töskunum niður og ég þurfti að halda í mér til að fá ekki taugaáfall.“ Afstýrt vegna tengsla Ólöf segir að tekist hafi að afstýra brottvísuninni þökk sé tengslaneti hennar. „Ég hringdi í lögfræðinginn minn sem hefur unnið í útlendingamálum. Hún sagði mér strax að þetta væri kolólöglegt þar sem við erum hjón. En við þekkjum bara hátt sett fólk sem hringdi í æðsta valdið sem steig inn í raun inn.“ „Maður vill ekki hugsa það til enda hvernig hefði farið ef maður væri ekki jafn vel tengdur. Maður hugsar bara til annarra sem hafa lent í því sama og hafa ekki sama tengslanet.“ Faðir Ólafar er Páll Valur Björnsson fyrrverandi alþingismaður sem deildi mynd af barnabörnunum á Facebook eftir heimkomuna. „Það eru allir í fjölskyldunni að ná áttum eftir allsvakalegan morgun þar sem heimkoma litlu fjölskyldunnar frá Bandaríkjunum breyttist í hálfgerða martröð,“ skrifar Páll Valur. Nicholas hefur undanfarin ár unnið að framgangi amerísks fótbolta hér á landi. „Hann hefur búið til íþróttadeild hér á landi og er að hjálpa meðal annars bágstöddum börnum að safna styrkjum og þjálfa. Hann er að gefa til baka til samfélagsins og svo átti bara að henda honum út,“ segir Ólöf. Eins og áður segir ætlar Ólöf í framhaldinu að kanna réttarstöðu þeirra vegna atviksins.
Keflavíkurflugvöllur Innflytjendamál Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Innlent Fleiri fréttir Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Sjá meira