Á þriðjudaginn kemur sækir Breiðablik FC Kaupmannahöfn heim á Parken í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Staða Blika er erfið eftir 0-2 tap í fyrri leiknum í fyrradag.
Klukkan 18:00 í kvöld tekur KA á móti Dundalk frá Írlandi í fyrri leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og sömu sögu er að segja af seinni leiknum sem fer fram á Írlandi eftir viku.