Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttirnar verða á sínum stað klukkan tólf. Vísir

Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Geðhjálpar sem segir áríðandi að koma í veg fyrir að fólk með mikinn geðrænan vanda falli á milli kerfa. 

Hann segir mál ungrar konu með taugaþroskaröskun sem fjallað var um í kvöldfréttum í gær endurspegla vandann vel.

Þá verður fjallað um leikskólamálin í Kópavogi en nokkur ólga er á meðal foreldra vegna gjaldskrárhækkana sem ganga í gildi um næstu mánaðarmót.

Þá heyrum við í stjórnmálafræðingi sem leggur mat á ástandið á ríkisstjórnarheimilinu en undanfarið hefur orðið vart fyrir gagnrýnisraddir um stjórnarsamstarfið, ekki síst frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. 

Að endingu hitum við upp fyrir Verslunarmannahelgina sem er að ganga í garð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×