Stutt á milli feigs og ófeigs í umferðinni á Seltjarnarnesi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2023 06:45 Konráð segir þá sem urðu vitni að atvikinu á gatnamótunum hafa verið brugðið. Vísir/Arnar Litlu mátti muna að ekið hefði verið á fimm ára gamlan strák þar sem hann hjólaði yfir götuna við einu ljósagatnamót Seltjarnarness á föstudag þar sem Suðurströnd og Nesvegur mætast. Íbúi sem varð vitni að atvikinu segir of algengt að ökumenn keyri hraðar en takmarkanir leyfi á svæðinu. „Mér var verulega brugðið, þetta er vinur sonar míns og ég var að sækja hann, svo hann var á mína ábyrgð,“ segir Konráð Jónsson, íbúi á Seltjarnarnesi, sem sótti son sinn og vin hans á leikskólann Sólbrekku að loknum vinnudegi á föstudaginn. Ökumaðurinn var kominn á rautt ljós og dreif sig því í beygjuna á meðan strákurinn hjólaði yfir. „Þetta gerðist allt svo hratt en mér sýnist ökumaðurinn hafa verið úti á miðjum gatnamótum að bíða eftir því að umferð úr gagnstæðri átt færi yfir svo hann gæti beygt. Svo kemur rautt ljós og hann tekur beyguna, á sama tíma og það er komið grænt á gangandi vegfarendur,“ segir Konráð. Kippti drengnum frá „Þessi fimm ára drengur er á hjólinu sínu og horfir bara á það hvort það sé komið grænt gönguljós og fer bara af stað og eiginlega lendir næstum því undir horninu á þessum bíl, sem var Tesla. Í sömu andrá er maður þarna líka að labba með sín börn og er nær drengnum en ég. Hann kippir drengnum frá og Teslan stoppar líka. Ég hef velt því fyrir mér hvort það gæti hafa verið sjálfvirkur stöðvunarbúnaður. Svo gæti líka verið að ökumaðurinn hafi bara nauðhemlað.“ Konráð segir of marga keyra hratt á Suðurströnd.Vísir/Arnar Konráð segir ökumanni bílsins hafa verið afar brugðið eins og öllum vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu. Stráknum hafi hins vegar blessunarlega ekki orðið meint af. Konráð tekur fram að hann telji breytingar á gönguljósinu, þannig að það sé grænt þegar bílar séu á rauði, til bóta. „En það mætti láta líða aðeins lengri tíma á milli þess sem það kemur rautt á bílaumferð og þangað til það kemur grænt á gangandi umferð. Þá hefði þetta örugglega ekkert gerst.“ Ökumenn keyri of hratt Konráð gerir atvikinu skil á íbúahópi Seltirninga. Hann segir alveg ljóst að samkvæmt umferðarreglum hafi ökumanni verið skylt að fara varlega og gefa gangandi vegfarendum gaum í beygjunni. „Mér finnst eins og margir ökumenn átti sig ekki á því hvað það er stutt á milli feigs og ófeigs hér í umferðinni á Nesinu, með öll þessi börn sem þurfa að labba við og komast yfir göturnar. Umferðarreglurnar segja að ökumaður hafi sérstaka skyldu til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast gangandi vegfaranda á eða við veg og skal sérstaka aðgæslu hafa ef barn er á ferð. Það er því ekki bara nóg að aka eins og hraðatakmörkunarskiltið segir, þó að það væri jú ágætis byrjun fyrir marga ökumenn að horfa á það.“ Konráð segir of marga ökumenn virða að vettugi 30 kílómetra hámarkshraðann á götunni. Hann eigi sjálfur fjögur börn, þar af þrjú undir sex ára sem þurfi að labba í kringum Suðurströndina og kveðst hann áhyggjufullur vegna ökuhraðans. „Einu sinni var ég að labba með börnunum mínum við gönguljósin sem eru nær sundlauginni og þar fór leigubílstjóri yfir á eldrauðu ljósi. Hann var bara að horfa eitthvað niður og við vorum bara heppin að vera ekki lögð af stað yfir.“ Seltjarnarnes Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
„Mér var verulega brugðið, þetta er vinur sonar míns og ég var að sækja hann, svo hann var á mína ábyrgð,“ segir Konráð Jónsson, íbúi á Seltjarnarnesi, sem sótti son sinn og vin hans á leikskólann Sólbrekku að loknum vinnudegi á föstudaginn. Ökumaðurinn var kominn á rautt ljós og dreif sig því í beygjuna á meðan strákurinn hjólaði yfir. „Þetta gerðist allt svo hratt en mér sýnist ökumaðurinn hafa verið úti á miðjum gatnamótum að bíða eftir því að umferð úr gagnstæðri átt færi yfir svo hann gæti beygt. Svo kemur rautt ljós og hann tekur beyguna, á sama tíma og það er komið grænt á gangandi vegfarendur,“ segir Konráð. Kippti drengnum frá „Þessi fimm ára drengur er á hjólinu sínu og horfir bara á það hvort það sé komið grænt gönguljós og fer bara af stað og eiginlega lendir næstum því undir horninu á þessum bíl, sem var Tesla. Í sömu andrá er maður þarna líka að labba með sín börn og er nær drengnum en ég. Hann kippir drengnum frá og Teslan stoppar líka. Ég hef velt því fyrir mér hvort það gæti hafa verið sjálfvirkur stöðvunarbúnaður. Svo gæti líka verið að ökumaðurinn hafi bara nauðhemlað.“ Konráð segir of marga keyra hratt á Suðurströnd.Vísir/Arnar Konráð segir ökumanni bílsins hafa verið afar brugðið eins og öllum vegfarendum sem urðu vitni að atvikinu. Stráknum hafi hins vegar blessunarlega ekki orðið meint af. Konráð tekur fram að hann telji breytingar á gönguljósinu, þannig að það sé grænt þegar bílar séu á rauði, til bóta. „En það mætti láta líða aðeins lengri tíma á milli þess sem það kemur rautt á bílaumferð og þangað til það kemur grænt á gangandi umferð. Þá hefði þetta örugglega ekkert gerst.“ Ökumenn keyri of hratt Konráð gerir atvikinu skil á íbúahópi Seltirninga. Hann segir alveg ljóst að samkvæmt umferðarreglum hafi ökumanni verið skylt að fara varlega og gefa gangandi vegfarendum gaum í beygjunni. „Mér finnst eins og margir ökumenn átti sig ekki á því hvað það er stutt á milli feigs og ófeigs hér í umferðinni á Nesinu, með öll þessi börn sem þurfa að labba við og komast yfir göturnar. Umferðarreglurnar segja að ökumaður hafi sérstaka skyldu til að aka nægilega hægt miðað við aðstæður þegar ökutæki nálgast gangandi vegfaranda á eða við veg og skal sérstaka aðgæslu hafa ef barn er á ferð. Það er því ekki bara nóg að aka eins og hraðatakmörkunarskiltið segir, þó að það væri jú ágætis byrjun fyrir marga ökumenn að horfa á það.“ Konráð segir of marga ökumenn virða að vettugi 30 kílómetra hámarkshraðann á götunni. Hann eigi sjálfur fjögur börn, þar af þrjú undir sex ára sem þurfi að labba í kringum Suðurströndina og kveðst hann áhyggjufullur vegna ökuhraðans. „Einu sinni var ég að labba með börnunum mínum við gönguljósin sem eru nær sundlauginni og þar fór leigubílstjóri yfir á eldrauðu ljósi. Hann var bara að horfa eitthvað niður og við vorum bara heppin að vera ekki lögð af stað yfir.“
Seltjarnarnes Umferð Umferðaröryggi Samgöngur Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira