Kvöldfréttir Stöðvar 2 Samúel Karl Ólason skrifar 24. ágúst 2023 18:12 Erla Björg Gunnarsdóttir les fréttir í kvöld. Vísir Í kvöldfréttum Stöðvar 2 segjum við frá því ástandi sem hefur skapast á bráðamóttöku Landspítalans eftir að neyslurýminu Ylju var lokað. Hjúkrunarfræðingur segir heimsóknum á bráðamóttöku vegna sýkinga í kjölfar neyslu vímuefna í æð hafa fjölgað mikið frá því úrræðinu var lokað fyrir hálfu ári. Einn einstaklingur hafi á þeim tíma leitað hundrað sinnum á bráðamóttökuna. Við fjöllum áfram um hátt vaxtastig en formaður Neytendasamtakanna segir tilfellum fara fjölgandi þar sem fólk á á sextugs og sjötugsaldri leiti til samtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka til að láta enda ná saman. Umhverfisráðherra telur ljóst að þörf sé á meiri grænni orku, ef Ísland ætli að eiga möguleika á því að standa við loftslagsmarkmið sín. Hann segir umræðu um græna orku hér á landi undarlega, og ekki í takt við það sem þekkist annars staðar. Í dag var greint frá því að samkvæmt raforkuspá Landsnets muni markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Vladimír Pútín hefur vottað fjölskyldum þeirra sem fórust eftir að flugvél hrapaði skammt frá Moskvu í gær samúð sína, en Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, er á meðal þeirra sem talin eru af. Úkraínuforseti sakaði Pútín í dag óbeint um að standa að baki því að flugvélin fórst. Og við verðum í beinni frá ilmsánu í Mosfellsbæ, en hátíðin Í túninu heima fer fram í bænum um þessar mundir. Þetta, og fleira, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Við fjöllum áfram um hátt vaxtastig en formaður Neytendasamtakanna segir tilfellum fara fjölgandi þar sem fólk á á sextugs og sjötugsaldri leiti til samtakanna vegna smálánaskulda sem það hefur neyðst til að taka til að láta enda ná saman. Umhverfisráðherra telur ljóst að þörf sé á meiri grænni orku, ef Ísland ætli að eiga möguleika á því að standa við loftslagsmarkmið sín. Hann segir umræðu um græna orku hér á landi undarlega, og ekki í takt við það sem þekkist annars staðar. Í dag var greint frá því að samkvæmt raforkuspá Landsnets muni markmið stjórnvalda um orkuskipti ekki nást árið 2040 eins og stefnt var að, heldur árið 2050. Vladimír Pútín hefur vottað fjölskyldum þeirra sem fórust eftir að flugvél hrapaði skammt frá Moskvu í gær samúð sína, en Jevgení Prígósjín, leiðtogi Wagner-málaliðahópsins, er á meðal þeirra sem talin eru af. Úkraínuforseti sakaði Pútín í dag óbeint um að standa að baki því að flugvélin fórst. Og við verðum í beinni frá ilmsánu í Mosfellsbæ, en hátíðin Í túninu heima fer fram í bænum um þessar mundir. Þetta, og fleira, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira