„Ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. ágúst 2023 13:35 Bæði Play og Icelandair hafa fundið fyrir biluninni í Bretlandi. Vísir/Vilhelm Íslenskar flugvélar sitja nú fastar í Bretlandi vegna bilunar í flugstjórn. Play og Icelandair hafa bæði fundið fyrir þessu vandamáli, sem nú er unnið að því að leysa. Tvær vélar Play voru fastar á Bretlandseyjum. Önnur þeirra er nú komin í loftið frá London, en hin situr enn Glasgow og fer i loftið klukkan tvö. Þetta segir Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, í samtali við Vísi. „Afgreiðsla á flugum eru í algjöru lágmarki þessa stundina,“ segir Birgir, sem bendir á að um sé að ræða bilun hjá Bretunum sem þau geti haft lítil áhrif á. Hann á ekki von á því að þessi bilun í Bretlandi muni hafa mikil frekari áhrif á flug Play, nema þá að hún ílengist til morgundagsins. Þess má þó geta að flug til Evrópu geta ekki flogið yfir Bretland vegna málsins þessa stundina. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið eiga fjórar vélar á fjórum flugvöllum í Bretlandi þessa stundina og tekur hann fram að staðan sé óljós. Nú sé þó unnið að því að koma vélunum á áfangastað. „Það er ekki alveg vitað enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Allir eru auðvitað að reyna að komast að og þetta hefur á margar ferðir hjá mörgum flugfélögum,“ segir hann í samtali við Vísi. „Það er ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag. En þegar þetta kemst í lag hjá þeim í Bretlandi þá mun þurfa að vinda af þeim röskunum sem hafa þegar orðið,“ bætir hann við og útskýrir að það gæti komið til seinkana á vélum Icelandair. Bretland Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Tvær vélar Play voru fastar á Bretlandseyjum. Önnur þeirra er nú komin í loftið frá London, en hin situr enn Glasgow og fer i loftið klukkan tvö. Þetta segir Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, í samtali við Vísi. „Afgreiðsla á flugum eru í algjöru lágmarki þessa stundina,“ segir Birgir, sem bendir á að um sé að ræða bilun hjá Bretunum sem þau geti haft lítil áhrif á. Hann á ekki von á því að þessi bilun í Bretlandi muni hafa mikil frekari áhrif á flug Play, nema þá að hún ílengist til morgundagsins. Þess má þó geta að flug til Evrópu geta ekki flogið yfir Bretland vegna málsins þessa stundina. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir félagið eiga fjórar vélar á fjórum flugvöllum í Bretlandi þessa stundina og tekur hann fram að staðan sé óljós. Nú sé þó unnið að því að koma vélunum á áfangastað. „Það er ekki alveg vitað enn þá hvaða áhrif þetta mun hafa. Allir eru auðvitað að reyna að komast að og þetta hefur á margar ferðir hjá mörgum flugfélögum,“ segir hann í samtali við Vísi. „Það er ekki ljóst að svo stöddu hvenær þetta kemst í lag. En þegar þetta kemst í lag hjá þeim í Bretlandi þá mun þurfa að vinda af þeim röskunum sem hafa þegar orðið,“ bætir hann við og útskýrir að það gæti komið til seinkana á vélum Icelandair.
Bretland Fréttir af flugi Icelandair Play Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira