Benzema meiddur af velli og Al Hilal lagði lærisveina Gerrard þó Neymar hafi vantað Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2023 10:31 Al Hilal hefur ekki enn tapað leik. Al Hilal Franski framherjinn Karim Benzema haltraði meiddur af velli þegar lið hans Al-Ittihad lagði Al Wehda 3-0 í efstu deild Sádi-Arabíu í gærkvöld, mánudag. Lærisveinar Steven Gerrard í Al Ettifaq töpuðu þá sínum fyrsta leik í deildinni gegn Al-Hilal. Hinn 35 ára gamli Benzema fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks, ekki er komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru eða hversu lengi Frakkinn verður frá keppni. Í hans stað kom Portúgalinn Jota inn af bekknum. Sá vill losna frá Al Ittihad þrátt fyrir að ganga í raðir félagsins í sumar. Karim Benzema was forced off with an injury just 42 minutes into the first half for Al Ittihad pic.twitter.com/pmeQkAyXaA— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2023 Hvað leikinn varðar þá var staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir yfir. Romarinho skoraði eftir undirbúning N´Golo Kanté á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti varamaðurinn Jota við marki eftir sendingu frá Igor Coronado. Það var svo Coronado sem gulltryggði sigurinn með marki á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Romarinho. Lokatölur 3-0 Al Ittihad í vil. ! # _ pic.twitter.com/GcdG4hwU4f— (@ittihad) August 28, 2023 Þó Neymar sé ekki enn mættur til Al Hilal þá hafði það engin áhrif á leik liðsins gegn lærisveinum Steven Gerrard. Brasilíumaðurinn Malcom heldur áfram að leika listir sínar og hann kom Al Hilal yfir á 24. mínútu eftir undirbúnings serbneska framherjans Aleksandar Mitrović. Heimamaðurinn Salem Al Dawsari gekk svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Al Hilal mun stilla Neymar upp en Malcom hefur byrjað tímabilið af krafti í „holunni“ á bakvið framherjann. # .. # _ pic.twitter.com/WdRN3VLbLX— (@Alhilal_FC) August 28, 2023 Færa má rök fyrir því að Al Hilal sé sterkasta lið landsins með Bono, landsliðsmarkvörð Marokkó í markinu, Kalidou Koulibaly í miðverði, Rúben Neves og Sergej Milinković-Savić á miðjunni ásamt því að vera með Malcom og Neymar á bakvið framherjann Mitrović. Að því sögðu er Al Ittihad á toppnum með fullt hús stiga að loknum 4 umferðum en Al Hilal í 2. sæti með 10 stig. Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Sjá meira
Hinn 35 ára gamli Benzema fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks, ekki er komið í ljós hversu alvarleg meiðslin eru eða hversu lengi Frakkinn verður frá keppni. Í hans stað kom Portúgalinn Jota inn af bekknum. Sá vill losna frá Al Ittihad þrátt fyrir að ganga í raðir félagsins í sumar. Karim Benzema was forced off with an injury just 42 minutes into the first half for Al Ittihad pic.twitter.com/pmeQkAyXaA— ESPN FC (@ESPNFC) August 28, 2023 Hvað leikinn varðar þá var staðan markalaus í hálfleik en í þeim síðari tóku gestirnir yfir. Romarinho skoraði eftir undirbúning N´Golo Kanté á 63. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti varamaðurinn Jota við marki eftir sendingu frá Igor Coronado. Það var svo Coronado sem gulltryggði sigurinn með marki á 73. mínútu eftir stoðsendingu frá Romarinho. Lokatölur 3-0 Al Ittihad í vil. ! # _ pic.twitter.com/GcdG4hwU4f— (@ittihad) August 28, 2023 Þó Neymar sé ekki enn mættur til Al Hilal þá hafði það engin áhrif á leik liðsins gegn lærisveinum Steven Gerrard. Brasilíumaðurinn Malcom heldur áfram að leika listir sínar og hann kom Al Hilal yfir á 24. mínútu eftir undirbúnings serbneska framherjans Aleksandar Mitrović. Heimamaðurinn Salem Al Dawsari gekk svo frá leiknum undir lok fyrri hálfleiks, staðan 2-0 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Það verður forvitnilegt að sjá hvar Al Hilal mun stilla Neymar upp en Malcom hefur byrjað tímabilið af krafti í „holunni“ á bakvið framherjann. # .. # _ pic.twitter.com/WdRN3VLbLX— (@Alhilal_FC) August 28, 2023 Færa má rök fyrir því að Al Hilal sé sterkasta lið landsins með Bono, landsliðsmarkvörð Marokkó í markinu, Kalidou Koulibaly í miðverði, Rúben Neves og Sergej Milinković-Savić á miðjunni ásamt því að vera með Malcom og Neymar á bakvið framherjann Mitrović. Að því sögðu er Al Ittihad á toppnum með fullt hús stiga að loknum 4 umferðum en Al Hilal í 2. sæti með 10 stig.
Fótbolti Sádiarabíski boltinn Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti KA kaus að losa sig við þjálfarann Handbolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti Fleiri fréttir Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Sjá meira