Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en ákvörðun um framhald veiðanna verður kynnt á morgun.
Óttast er að eldislax gangi upp fjölda laxveiðiáa á Norðvesturlandi eftir slysasleppingar úr sjókvíeldum. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir neyðarástandi og áhyggjum af umhverfisslysi. Við förum yfir málið í beinni.
Framboð á nýjum íbúðum virðist vera að dragast saman þrátt fyrir að ríki og borg hafi gert með sér tímamótasamkomulag á síðasta ári um fjölgun þeirra. Við heyrum formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga um málið í beinni og ræðum við forseta ASÍ sem segir að höfuðáhersla verði lögð á félagslega kerfið í kjarasamningum í haust.
Reykvíkingar geta hætt að vera svona háðir einkabílnum sínum með tilkomu borgarlínu segja erlendir sérfræðingar í borgarskipulagi. Við heyrum í þeim, förum yfir stöðu Skaftárhlaups og verðum í beinni frá listaviðburði þar sem gestir munu snæða kvöldverð með bundið fyrir augun.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.