Enski boltinn

„Við verðum bara betri“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Skoraði þrennu í dag.
Skoraði þrennu í dag. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Erling Braut Håland skoraði þrennu í 5-1 sigri Englandsmeistara Manchester City á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann segir að lið sitt verði bara betra þegar fram líði stundir.

„Leikurinn byrjaði frekar hægt en við enduðum hann vel. Mikilvægur sigur, við förum inn í landsleikjahléið með fjóra sigra í fjórum leikjum. Góð byrjun á tímabilinu,“ sagði norski framherjinn eftir leik.

„Þetta er svona hvert einasta ár. Við byrjum aðeins seinna og af smá kæruleysi því við spilum alltaf til enda hvers einasta tímabils því við erum besta félagið. Þannig er það bara. Við verðum bara betri,“ sagði Håland um „rólega“ byrjun Man City á tímabilinu.

„Ég er mættur, engin vandamál af minni hálfu þar sem ég er alltaf hungraður. Þetta er nýtt tímabil og ég er tilbúinn.“

„Ég held hann sakni okkar, við söknum hans líka stundum og hlökkum til að hann snúi til baka,“ sagi framherjinn að lokum um fjarveru Pep Guardiola, þjálfara liðsins, sem er að jafna sig eftir aðgerð á baki.

Man City byrjar tímabilið á fjórum sigrum í röð og Håland er kominn með sex mörk þrátt fyrir að hafa aðeins skorað í tveimur af leikjunum fjórum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×