Hvað kostar hamingjan? Hvers vegna Íslendingar minna hamingjusamir en áður og hvers vegna hrakar andlegri heilsu þjóðarinnar? Við heyrum í sérfræðingi og tökum púlsinn á landanum.
Svo heyrum við fagnaðarlæti í sýslumönnum, sem eru mikið glaðir með ákvörðun dómsmálaráðherra um að falla frá sameiningu sýslumannsembætta. Þar skipti Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra um kúrs sem forveri hennar og samflokksmaður Jón Gunnarsson var á.
Við skoðum einnig mál eldri borgara í Árbæ sem eru uggandi um félagsmiðstöð sína og skiptum svo yfir í grín, glens og uppistand með frábærum listamönnum.