Kerfi liggja niðri og kvöldfréttir fara ekki í loftið Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 26. september 2023 22:04 Höfuðstöðvar Sýnar á Suðurlandsbraut. Vísir/Hanna Kvöldfréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið þetta þriðjudagskvöld vegna afleiðinga rafmagnsleysis. Samkvæmt upplýsingum frá Orkuveitu Reykjavíkur varð háspennubilun sem olli rafmagnsleysi á Suðurlandsbraut og Faxafeni. Rafmagninu sló út um klukkan 18 og var rafmagnslaust í um það bil einn og hálfan tíma. Rafmagnsleysið olli bilunum í tæknikerfum hjá Sýn sem valda því að ekki er hægt að senda fréttatímann út. „Í miðri fréttavinnslu, þegar fréttamenn voru að klippa fréttir og ganga frá tímanum varð allt svart hjá okkur. Við gerðum allt sem við gátum til að laga þetta og senda út þéttan kvöldfréttatíma en því miður fyrir dygga og fréttaþyrsta áskrifendur okkar tókst það ekki. Aftur á móti fara fréttirnar á mest lesna vef landsins, Vísi og við verðum mætt spræk á Bylgjuna klukkan sjö í fyrramálið að færa þjóðinni fréttir,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Rafmagnsleysið hafði áhrif á ýmis kerfi sem eru nauðsynleg til að framleiða fréttirnar og senda út. Við leggjum áherslu á líflegan fréttatíma á Stöð 2, með beinum útsendingum og góðu sjónvarpi, og við munum heldur betur standa við það á morgun, klukkan 18:30.“ Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Páll Jónsson, forstöðumaður fjölmiðlalausna Sýnar segir sjónvarps- og útvarpsstöðvar miðlanna komnar í gang aftur en þó með einhverjum truflunum þar sem enn er unnið að lagfæringu. „Við erum að vinna hörðum höndum að því að koma öllum kerfum í lag eftir áhrif rafmagnstruflananna. Unnið verður eftir þörfum að klára það, eins lengi og þarf. Við erum með helstu sérfræðinga landsins í málinu.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Í miðri fréttavinnslu, þegar fréttamenn voru að klippa fréttir og ganga frá tímanum varð allt svart hjá okkur. Við gerðum allt sem við gátum til að laga þetta og senda út þéttan kvöldfréttatíma en því miður fyrir dygga og fréttaþyrsta áskrifendur okkar tókst það ekki. Aftur á móti fara fréttirnar á mest lesna vef landsins, Vísi og við verðum mætt spræk á Bylgjuna klukkan sjö í fyrramálið að færa þjóðinni fréttir,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. „Rafmagnsleysið hafði áhrif á ýmis kerfi sem eru nauðsynleg til að framleiða fréttirnar og senda út. Við leggjum áherslu á líflegan fréttatíma á Stöð 2, með beinum útsendingum og góðu sjónvarpi, og við munum heldur betur standa við það á morgun, klukkan 18:30.“ Erla Björg Gunnarsdóttir, ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Páll Jónsson, forstöðumaður fjölmiðlalausna Sýnar segir sjónvarps- og útvarpsstöðvar miðlanna komnar í gang aftur en þó með einhverjum truflunum þar sem enn er unnið að lagfæringu. „Við erum að vinna hörðum höndum að því að koma öllum kerfum í lag eftir áhrif rafmagnstruflananna. Unnið verður eftir þörfum að klára það, eins lengi og þarf. Við erum með helstu sérfræðinga landsins í málinu.“
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Tengdar fréttir Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40 Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02 Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58 Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Tafir á Kvöldfréttum Stöðvar 2 vegna rafmagnsleysis Fréttatími Stöðvar 2 fer ekki í loftið á réttum tíma vegna rafmagnsleysis, eftir bilun í háspennustreng. Rafmagnsleysið hefur áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og útvarpsstöðva sem hafa starfsemi á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 18:40
Mismunandi viðbrögð við rafmagnsleysinu Starfsfólk veitingastaða og hótela á Suðurlandsbraut þurfti að hugsa hratt nú um kvöldmatarleytið vegna rafmagnsleysis í kjölfar bilunar á háspennustreng. Þannig fengu gestir eins hótels við götuna fría drykki vegna ástandsins. 26. september 2023 19:02
Rafmagnslaust á Suðurlandsbraut og í Faxafeni Rafmagnslaust varð á Suðurlandsbraut og í Faxafeni í Reykjavík á sjötta tímanum og varði það í rúma klukkustund. Rafmagnsleysið hafði áhrif á útsendingar Stöðvar 2, Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva sem reknar eru af Sýn á Suðurlandsbraut. 26. september 2023 17:58