Ný og nauðsynleg nálgun í þjónustu við eldra fólk Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2023 16:01 Heilbrigðisþjónustan og -málin eru okkar stærsti og mikilvægasti málaflokkur. Ein stærsta áskorun samfélagsins á sviði heilbrigðismála er öldrun þjóðarinnar og ég held við séum öll sammála um að hlúa vel að eldra fólkinu okkar sem lagði grunninn að því góða samfélagi sem við lifum í. Aldurssamsetning breytist hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þetta þekkjum við og þessi staðreynd er auðvitað ekkert nema frábær. En þjónusta við aldrað fólk hefur ekki náð að halda í við þennan hraða þó ekki sé hægt að segja annað en að margt hafi þróast í rétta átt á síðustu árum. Margt gott þegar verið gert Á síðasta kjörtímabili steig Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, mörg stór skref til að bæta þjónustu við eldra fólk. Til dæmis var gerð gangskör í uppbyggingu heilsueflandi móttöku á heilsugæslustöðum og þær viðbætur til þess fallnar að bæta þjónustu við aldraða. Svandís lagði mikla áherslu á að samþætta þjónustu sveitarfélaga og heilbrigðiskerfis við eldra fólk svo það geti búið heima eins lengi og kostur er og draga þannig úr þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma – sem er dýrasta úrræðið. Það er því virkilega ánægjulegt að sjá núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og félagsmálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson taka höndum saman í verkefninu Gott að eldast og halda með því áfram á þessari vegferð. Það á að vera gott að eldast á Íslandi Megin markmið Gott að eldast er að gera heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Meginþungi aðgerðanna liggur í þróunarverkefnum sem ganga út á að finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér um og þá sem sveitarfélögin sjá um. Ráðist verður í aðgerðir sem snúast um heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, sveigjanlega þjónustu og stórbættan aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um þjónustu fyrir eldra fólk. Markmiðið er að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem ýtir undir að sem flest séu þátttakendur í samfélaginu sem lengst. Alþingi samþykkti aðgerðaáætlun þessa verkefnis í vor og í fjárlögum er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna í innleiðingu og framkvæmd hennar. Takist vel til, verður sannarlega gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Eldri borgarar Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónustan og -málin eru okkar stærsti og mikilvægasti málaflokkur. Ein stærsta áskorun samfélagsins á sviði heilbrigðismála er öldrun þjóðarinnar og ég held við séum öll sammála um að hlúa vel að eldra fólkinu okkar sem lagði grunninn að því góða samfélagi sem við lifum í. Aldurssamsetning breytist hratt. Eldra fólk lifir lengur en áður og er virkara og hraustara en nokkru sinni fyrr. Þetta þekkjum við og þessi staðreynd er auðvitað ekkert nema frábær. En þjónusta við aldrað fólk hefur ekki náð að halda í við þennan hraða þó ekki sé hægt að segja annað en að margt hafi þróast í rétta átt á síðustu árum. Margt gott þegar verið gert Á síðasta kjörtímabili steig Svandís Svavarsdóttir, þáverandi heilbrigðisráðherra, mörg stór skref til að bæta þjónustu við eldra fólk. Til dæmis var gerð gangskör í uppbyggingu heilsueflandi móttöku á heilsugæslustöðum og þær viðbætur til þess fallnar að bæta þjónustu við aldraða. Svandís lagði mikla áherslu á að samþætta þjónustu sveitarfélaga og heilbrigðiskerfis við eldra fólk svo það geti búið heima eins lengi og kostur er og draga þannig úr þörf fyrir fjölgun hjúkrunarrýma – sem er dýrasta úrræðið. Það er því virkilega ánægjulegt að sjá núverandi heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson og félagsmálaráðherra, Guðmund Inga Guðbrandsson taka höndum saman í verkefninu Gott að eldast og halda með því áfram á þessari vegferð. Það á að vera gott að eldast á Íslandi Megin markmið Gott að eldast er að gera heildarendurskoðun á þjónustu við eldra fólk. Meginþungi aðgerðanna liggur í þróunarverkefnum sem ganga út á að finna góðar lausnir sem samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk og flétta saman þá þætti sem ríkið sér um og þá sem sveitarfélögin sjá um. Ráðist verður í aðgerðir sem snúast um heilbrigða öldrun með alhliða heilsueflingu, sveigjanlega þjónustu og stórbættan aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um þjónustu fyrir eldra fólk. Markmiðið er að tryggja virkara og heilsuhraustara eldra fólki þjónustu sem ýtir undir að sem flest séu þátttakendur í samfélaginu sem lengst. Alþingi samþykkti aðgerðaáætlun þessa verkefnis í vor og í fjárlögum er gert ráð fyrir hátt í 700 milljónum króna í innleiðingu og framkvæmd hennar. Takist vel til, verður sannarlega gott að eldast á Íslandi. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna og formaður velferðarnefndar.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun