Örlög McCarthy ráðast líklega í dag Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2023 15:30 Kevin McCarthy hefur staðið í ströngu undanfarna daga og er útlit fyrir að honum verði vellt úr sessi sem þingforseti í dag. Hann hefur þó nokkrar leiðir til að komast hjá því, að minnsta kosti í bili. AP/J. Scott Applewhite Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, sagði þingflokki Repúblikanaflokksins í dag að atkvæðagreiðsla um vantrauststillögu gegn honum fari fram seinnipartinn. Greiði allir Demókratar atkvæði með tillögunni geta einungis fimm Repúblikanar velt McCarthy úr sessi. Lætin á þinginu fylgja mikilli óreiðu og uppreisn hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins, sem reyndu að þvinga McCarthy til mikils niðurskurðar, sem hefði aldrei verið samþykktur í öldungadeildinni og því hefði neyðst til að loka opinberum stofnunum í Bandaríkjunum. McCarthy gerði samkomulag við Demókrata um helgina og voru bráðabirgðafjárlög samþykkt á síðustu stundu. Sjá einnig: Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Matt Gaetz, einn áðurnefndra uppreisnarmanna, lagði fram vantrauststillögu í gærkvöldi. Í kjölfarið funduðu þingmenn Repúblikanaflokksins og þar tilkynnti McCarthy að atkvæðagreiðslan færi fram í dag. Ólíklegt þykir að Demókratar muni koma McCarthy til aðstoðar, þó einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins, hafi kallað eftir því. Sjálfur sagðist McCarthy ekki vilja gera einhverskonar samkomulag við Demókrata um að deila völdum á þingi. Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram vantrauststillögu gegn Kevin McCarthy vegna þess að sá síðarnefndi gerði samkomulag við Demókrata um að samþykkja bráðabirgðafjárlög um helgina.AP/Mark Schiefelbein Hann sagði einnig eftir fundinn í dag að einungis fimm Repúblikanar þurfi að greiða atkvæði gegn sér til að tillagan nái í gegn, greiði allir Demókratar atkvæði með henni. McCarthy sagði að svo virtist sem að minnst fimm Repúblikanar myndu greiða atkvæði gegn honum. Tvö þingsæti sitja þó tóm og minnst einn Demókrati er ekki í Washington DC. Ekki er ljóst hvort allir sitjandi þingmenn geti verið í salnum þegar atkvæðagreiðslan fer fram. Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrata, sagði skömmu fyrir birtingu greinarinnar að allir Demókratar ættu að greiða atkvæði með því að velta McCarthy úr sessi. JEFFRIES exiting caucus: This is a serious, solemn and sober moment. House Democrats will continue to put people over politics and hopefully find some common ground with a reasonable set of Republicans who are committed to breaking from their extremist colleagues and doing — Heather Caygle (@heatherscope) October 3, 2023 Demókratar eru ekki sáttir við McCarthy og má það að miklu leyti rekja til ákvörðunar hans um að láta eftir uppreisnarmönnunum í Repúblikanaflokknum og hefja formlega rannsókn á Joe Biden, forseta, fyrir meint brot í embætti. Sjá einnig: Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Eftir fundinn ræddi McCarthy við blaðamenn en sjá má hluta af því samtali hér að neðan. McCarthy on a possible power sharing agreement with Dems: "That doesn't work ... we're in the majority. You don't surrender." pic.twitter.com/zkLdqbgfor— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2023 Seinna í dag mun Gaetz leggja fram tillögu sína formlega og styðji hana einhver, eins og búist er við, hefst þá klukkustundar umræða og svo atkvæðagreiðsla. Áhugsamir munu geta fylgst með þingfundinum í spilaranum hér að neðan. Óljóst er nákvæmlega hvenær Gaetz mun stíga í pontu en það verður líklega skömmu eftir klukkan fjögur, þegar þingfundur hefst aftur. Hvað gerist svo? McCarthy gæti komist hjá því að verða vellt úr sessi, samþykki meirihluti þingmanna í fulltrúadeildinni að leggja frumvarpið til hliðar. Einnig gæti verið lögð tillaga um að flytja málið í nefnd og þannig tefja atkvæðagreiðsluna. Gaetz gæti þó reynt aftur og aftur að koma McCarthy frá með því að leggja fram vantrauststillögu gegn honum. Þegar McCarthy tókst að tryggja sér embætti þingforseta gerði hann það með því að gera samkomulag við Gaetz og hina uppreisnarmennina um að breyta reglum þingsins á þann veg að einungis einn þingmaður þarf að leggja fram tillögu um vantraust og þá verður að halda atkvæðagreiðslu um hana. Fari svo að McCarthy verði vellt úr sessi, eins og stefnir í, verður þingfundi slitið, þar til Repúblikanar ná höndum saman um nýjan þingforseta, eða einhverskonar samkomulag næst milli Repúblikana og Demókrata um að deila völdum. McCarthy þurfti fimmtán atkvæðagreiðslur til að tryggja sér embættið á sínum tíma og útlit er fyrir að minni samstaða sé í þingflokki Repúblikana en var þá. Því gæti þingið mögulega verið óstarfhæft í einhvern tíma. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Lætin á þinginu fylgja mikilli óreiðu og uppreisn hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins, sem reyndu að þvinga McCarthy til mikils niðurskurðar, sem hefði aldrei verið samþykktur í öldungadeildinni og því hefði neyðst til að loka opinberum stofnunum í Bandaríkjunum. McCarthy gerði samkomulag við Demókrata um helgina og voru bráðabirgðafjárlög samþykkt á síðustu stundu. Sjá einnig: Samþykktu bráðabirðgafjárlög á síðustu stundu Matt Gaetz, einn áðurnefndra uppreisnarmanna, lagði fram vantrauststillögu í gærkvöldi. Í kjölfarið funduðu þingmenn Repúblikanaflokksins og þar tilkynnti McCarthy að atkvæðagreiðslan færi fram í dag. Ólíklegt þykir að Demókratar muni koma McCarthy til aðstoðar, þó einhverjir þingmenn Repúblikanaflokksins, hafi kallað eftir því. Sjálfur sagðist McCarthy ekki vilja gera einhverskonar samkomulag við Demókrata um að deila völdum á þingi. Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram vantrauststillögu gegn Kevin McCarthy vegna þess að sá síðarnefndi gerði samkomulag við Demókrata um að samþykkja bráðabirgðafjárlög um helgina.AP/Mark Schiefelbein Hann sagði einnig eftir fundinn í dag að einungis fimm Repúblikanar þurfi að greiða atkvæði gegn sér til að tillagan nái í gegn, greiði allir Demókratar atkvæði með henni. McCarthy sagði að svo virtist sem að minnst fimm Repúblikanar myndu greiða atkvæði gegn honum. Tvö þingsæti sitja þó tóm og minnst einn Demókrati er ekki í Washington DC. Ekki er ljóst hvort allir sitjandi þingmenn geti verið í salnum þegar atkvæðagreiðslan fer fram. Hakeem Jeffries, leiðtogi þingflokks Demókrata, sagði skömmu fyrir birtingu greinarinnar að allir Demókratar ættu að greiða atkvæði með því að velta McCarthy úr sessi. JEFFRIES exiting caucus: This is a serious, solemn and sober moment. House Democrats will continue to put people over politics and hopefully find some common ground with a reasonable set of Republicans who are committed to breaking from their extremist colleagues and doing — Heather Caygle (@heatherscope) October 3, 2023 Demókratar eru ekki sáttir við McCarthy og má það að miklu leyti rekja til ákvörðunar hans um að láta eftir uppreisnarmönnunum í Repúblikanaflokknum og hefja formlega rannsókn á Joe Biden, forseta, fyrir meint brot í embætti. Sjá einnig: Lítið nýtt á „hörmulegum“ fundi um Biden Eftir fundinn ræddi McCarthy við blaðamenn en sjá má hluta af því samtali hér að neðan. McCarthy on a possible power sharing agreement with Dems: "That doesn't work ... we're in the majority. You don't surrender." pic.twitter.com/zkLdqbgfor— Aaron Rupar (@atrupar) October 3, 2023 Seinna í dag mun Gaetz leggja fram tillögu sína formlega og styðji hana einhver, eins og búist er við, hefst þá klukkustundar umræða og svo atkvæðagreiðsla. Áhugsamir munu geta fylgst með þingfundinum í spilaranum hér að neðan. Óljóst er nákvæmlega hvenær Gaetz mun stíga í pontu en það verður líklega skömmu eftir klukkan fjögur, þegar þingfundur hefst aftur. Hvað gerist svo? McCarthy gæti komist hjá því að verða vellt úr sessi, samþykki meirihluti þingmanna í fulltrúadeildinni að leggja frumvarpið til hliðar. Einnig gæti verið lögð tillaga um að flytja málið í nefnd og þannig tefja atkvæðagreiðsluna. Gaetz gæti þó reynt aftur og aftur að koma McCarthy frá með því að leggja fram vantrauststillögu gegn honum. Þegar McCarthy tókst að tryggja sér embætti þingforseta gerði hann það með því að gera samkomulag við Gaetz og hina uppreisnarmennina um að breyta reglum þingsins á þann veg að einungis einn þingmaður þarf að leggja fram tillögu um vantraust og þá verður að halda atkvæðagreiðslu um hana. Fari svo að McCarthy verði vellt úr sessi, eins og stefnir í, verður þingfundi slitið, þar til Repúblikanar ná höndum saman um nýjan þingforseta, eða einhverskonar samkomulag næst milli Repúblikana og Demókrata um að deila völdum. McCarthy þurfti fimmtán atkvæðagreiðslur til að tryggja sér embættið á sínum tíma og útlit er fyrir að minni samstaða sé í þingflokki Repúblikana en var þá. Því gæti þingið mögulega verið óstarfhæft í einhvern tíma.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Joe Biden Tengdar fréttir Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36 Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15 McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Sjá meira
Gaetz leggur fram sögulega tillögu til höfuðs flokksbróður sínum Þingmaðurinn Matt Gaetz hefur lagt fram tillögu um að flokksbróðir hans Kevin McCarthy verði fjarlægður úr embætti forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins eftir að síðarnefndi reiddi sig á stuðning Demókrata til að koma fjárlögum í gegn um helgina. 3. október 2023 07:36
Tekist á um áframhaldandi fjárstuðning við Úkraínu Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur heitið áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu, jafnvel þótt aukinn fjöldi Repúblikana sé nú á móti auknum fjárútlátum vegna stríðsátakana í landinu. 2. október 2023 07:15
McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp. 26. september 2023 10:04