Börn leita til umboðsmanns barna vegna hegðunar foreldra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. október 2023 19:30 Á Símamótinu í sumar var reynt að biðla til foreldra að draga úr æsingnum. Vísir/Ívar Umboðsmanni barna hafa borist fyrirspurnir frá börnum sem eru ósátt við hegðun foreldra sinna á íþróttamótum. Börnin upplifa oft mikla pressu frá foreldrum og vanlíðan. Foreldrahegðun á íþróttamótum barna var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og hrópa oft á börnin. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá börnum sem snúa að foreldrum sem hafa öskrað á þau eftir leiki og þau eru spyrja mega foreldrar haga sér svona,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna. Slæm hegðun foreldra á íþróttamótum geti haft mikil áhrif á börnin. „Þetta er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir börnin. Við erum alveg sannfærð um það að við erum ekki að heyra frá börnum út af svona málum nema vegna þess að þetta liggur þungt á þeim og þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Börn eru að upplifa mikla pressu.““ Salvör Nordal umboðsmaður barna segir hegðun foreldra á íþróttamótum geta verið íþyngjandi fyrir börnin. Vísir/Einar Þannig sé pressan oft mikil á fleiri sviðum. „ Þetta er ekki bara í sambandi við íþróttir heldur líka bara almennt í sambandi við frammistöðu þeirra í skólanum eða öðrum tómstundum og börn eru að upplifa pressu að þau standi sig ekki og það eykur bara vanlíðan þeirra og jafnvel bara spillir auðvitað ánægju þeirra af því að stunda íþróttir og hvað annað sem þau eru að stunda.“ Þegar farið sé í skólana og félagsmiðstöðvar og rætt við börnin komi þessi mál oft upp. „Um leið og maður opnar umræðu á íþróttastarf barna við börn þá er þetta eitt af þeim atriðum sem kemur mjög sterkt fram. Ég held að það sé mjög mikilvægt að foreldrar hlusti á börnin og heyri þeirra sjónarmið.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+. Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Réttindi barna Fótbolti Tengdar fréttir Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Foreldrahegðun á íþróttamótum barna var til umræðu í þættinum Hliðarlínunni sem sýndur var á Stöð 2 og Stöð 2 Sport í gærkvöld. Foreldrar veigra sér ekki við að láta í sér heyra og hrópa oft á börnin. „Við höfum fengið fyrirspurnir frá börnum sem snúa að foreldrum sem hafa öskrað á þau eftir leiki og þau eru spyrja mega foreldrar haga sér svona,“ segir Salvör Nordal umboðsmaður barna. Slæm hegðun foreldra á íþróttamótum geti haft mikil áhrif á börnin. „Þetta er auðvitað mjög íþyngjandi fyrir börnin. Við erum alveg sannfærð um það að við erum ekki að heyra frá börnum út af svona málum nema vegna þess að þetta liggur þungt á þeim og þetta veldur þeim mikilli vanlíðan. Börn eru að upplifa mikla pressu.““ Salvör Nordal umboðsmaður barna segir hegðun foreldra á íþróttamótum geta verið íþyngjandi fyrir börnin. Vísir/Einar Þannig sé pressan oft mikil á fleiri sviðum. „ Þetta er ekki bara í sambandi við íþróttir heldur líka bara almennt í sambandi við frammistöðu þeirra í skólanum eða öðrum tómstundum og börn eru að upplifa pressu að þau standi sig ekki og það eykur bara vanlíðan þeirra og jafnvel bara spillir auðvitað ánægju þeirra af því að stunda íþróttir og hvað annað sem þau eru að stunda.“ Þegar farið sé í skólana og félagsmiðstöðvar og rætt við börnin komi þessi mál oft upp. „Um leið og maður opnar umræðu á íþróttastarf barna við börn þá er þetta eitt af þeim atriðum sem kemur mjög sterkt fram. Ég held að það sé mjög mikilvægt að foreldrar hlusti á börnin og heyri þeirra sjónarmið.“ Hægt er að sjá brot úr þættinum Hliðarlínan í spilaranum hér fyrir neðan. Þátturinn í heild er á Stöð 2+.
Hliðarlínan Börn og uppeldi Íþróttir barna Réttindi barna Fótbolti Tengdar fréttir Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11 Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Himinn og haf á milli hegðunar íslenskra foreldra og sænskra Íslenskur þjálfari segir tvennt ólíkt að fylgjast með foreldrahegðun á fótboltamótum á Íslandi og í Svíþjóð. Sænsku foreldrarnir hegði sér töluvert betur á hliðarlínunni en þar í landi séu upplýsingaskilti við hvern einasta völl þar sem minnt er á hvað sé æskileg hegðun þegar börn keppa. 3. október 2023 12:11
Veist að ungum dómurum: Þrettán ára dómari sagður til skammar fyrir félagið Þrettán ára strákur var sagður vera íþróttafélagi sínu til skammar þegar hann dæmdi leik sex ára barna á fótboltamóti. Þá eru dæmi foreldrar hafi veist að ungmennum sem hafa verið að dæma fótboltaleiki barna. 3. október 2023 08:00