Þá verður rætt við lögmann manns sem lagði Reykjavíkurborg í deilu fyrir dómstólum. Deilan snerist um það hvort borgin, sem var vinnuveitandi mannsins, hafi verið bótaskyld þegar keyrt var á manninn á leið heim frá vinnu. Maðurinn hafði lagt það í vana sinn að skokka heim úr vinnunni og fékk til þess sérstakan samgöngustyrk.
Við kíkjum á fjórar bensínstövðar í borginni sem lagt hefur verið til að verði friðaðar og við fáum að heyra í sérfræðingum í orkuskiptum sem telja að vetni geti leikið þar lykilhlutverk.
Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö: