Vísi barst eftirfarandi myndband af vettvangi:
Slökkviliði barst ábending um klukkan tuttugu mínútur yfir sex. Að sögn varðstjóra var bílnum komið fyrir á nokkurs konar drulluslóða sem slökkviliðsmenn hættu dælubílnum ekki á.
„Þetta var bara yfirgefinn bíll þarna sem einhver hefur kveikt í. Hann var í raun bara brunninn þegar við komum,“ segir varðstjóri í samtali við fréttastofu.
Málið er nú á borði lögreglunnar í Grindavík en ekki hefur tekist að ná sambandi við lögreglu.