Ísraelsferð níutíu Íslendinga í uppnámi en allir heilir á húfi Sólrún Dögg Jósefsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. október 2023 17:25 Aðsend/AP Íslenskur fararstjóri sem staddur er í Jerúsalem með hóp níutíu farþega segir hópinn heilan á húfi, en sé engu að síður uggandi yfir að ferðin sé komin í uppnám. Mörg hundruð manns eru látnir báðum megin landamæra Ísraels og Palestínu. Í dag lýsti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael. Minnst hundrað Ísraelsmenn eru látnir eftir árásirrnar og tæplega eitt þúsund manns hafa leitað særðir á sjúkrahús. 198 eru látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-ströndinin og rúmlega 1600 manns særðir. Þá hafa Hamas-liðar tekið ísraelska hermenn til fanga. Khaled Qadomi, talsmaður Hamas, sagði í samtali við Al Jazeera að ætlunin með árásunum sé að svara ódæðisverkum Ísraelsmanna síðustu áratugi. Segir hann daginn marka upphaf orrustu til að losna undan hernámi Ísraelsmanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fordæmdi árásir Hamas á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Iceland strongly condemns the attacks by Hamas on Israel.These attacks must be stopped.The cycle of violence must be broken.People deserve peace and security.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 7, 2023 Mælst til þess að hópurinn haldi sig á hótelinu Sigurður K. Kolbeinsson fararstjóri er staddur í miðborg Jerúsalem með um níutíu manna hópi, sem lenti í landinu í gærkvöldi. „Við erum talsvert langt frá vígstöðvunum, sem eru í suðurhluta Ísrael, þar sem að mér skilst að ísraelski herinn sé að ná ágætis tökum á ástandinu. En það breytir ekki því að stafar ógn frá þessari árás Hamas-samtakanna sem hófst í morgun,“ bætir hann við. Hann segir íslenska hópinn hafa heyrt nokkra hvelli í dag og mælst hefur verið til þess að hópurinn fari ekki frá hótelinu. „Það fer mjög vel um alla og það hafa það allir gott. En svo eru líka ættingjar farþeganna skelkaðir, eðlilega. Það er allt frá ungum börnum og upp í eldra fólk hérna.“ Í sambandi við borgaraþjónustu og Icelandair Sigurður biðlar því til fjölskylda og ættingja farþeganna að halda ró sinni. „Hér er enginn í hættu, og við komum heil heim, vonandi. Og ekki seinna en eftir viku, eða fyrr.“ Hann segir fararstjórana vera í góðu sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og yfirstjórn Icelandair. „Við verðum bara að taka því sem fyrir augu ber og hvernig atburðarásin verður veit enginn. Maður er samt uggandi yfir því að þetta setji ferðina okkar svolítið í uppnám, og hefur þegar gert það.“ Er ekki furðulegt að vera þarna akkúrat þegar þessi suðupunktur mili Ísreal og Palestínu verður? „Það er dálítið skrítið, vegna þess að margir hafa varað við og sagt: hvað eruð þið að fara til Ísrael? En sannleikurinn er sá að þetta kemur alltaf upp annað slagið, hræringar milli Ísraelsmanna og Palestínu,“ segir Sigurður. Þá segist hann vissulega óttast harða gagnsókn Ísraela, en fordæmi er slíku. Stríðsástand sem enginn ræður við Sigurður segir óheppilegt að farþegarnir lendi á þeim tímapunkti sem þeir gerðu, en að sjálfsögðu sé ekkert fyrirséð. Hann hafi áður talað um hversu öruggum honum liði í Ísrael, hvort sem það var í Jerúsalem, Tel Aviv eða annars staðar. „Ég sagði við marga, maður er hultari í þessu landi en í London eða París, svo ég tali nú ekki um Stokkhólm. En svo lendum við bara í þessu.“ Hann segir aðalmálið að fara ekki út í neitt sem gæti skapað þeim hættu og fylgja fyrirmælum varnarmálaráðuneytisins. „Það eru allir farþegar hérna að sýna þessu skilning. Þetta er stríðsástand sem enginn ræður við. Bara eins og náttúruhamfarir,“ segir Sigurður að lokum. Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Íslendingar erlendis Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Í dag lýsti Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, yfir stríði í kjölfar eldflaugaárása Hamas-samtakanna gegn Ísrael. Minnst hundrað Ísraelsmenn eru látnir eftir árásirrnar og tæplega eitt þúsund manns hafa leitað særðir á sjúkrahús. 198 eru látnir eftir hefndaraðgerðir Ísraelsmanna á Gaza-ströndinin og rúmlega 1600 manns særðir. Þá hafa Hamas-liðar tekið ísraelska hermenn til fanga. Khaled Qadomi, talsmaður Hamas, sagði í samtali við Al Jazeera að ætlunin með árásunum sé að svara ódæðisverkum Ísraelsmanna síðustu áratugi. Segir hann daginn marka upphaf orrustu til að losna undan hernámi Ísraelsmanna. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur ítrekað stuðning sinn við Ísrael. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fordæmdi árásir Hamas á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter, í dag. Iceland strongly condemns the attacks by Hamas on Israel.These attacks must be stopped.The cycle of violence must be broken.People deserve peace and security.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir🇮🇸 (@thordiskolbrun) October 7, 2023 Mælst til þess að hópurinn haldi sig á hótelinu Sigurður K. Kolbeinsson fararstjóri er staddur í miðborg Jerúsalem með um níutíu manna hópi, sem lenti í landinu í gærkvöldi. „Við erum talsvert langt frá vígstöðvunum, sem eru í suðurhluta Ísrael, þar sem að mér skilst að ísraelski herinn sé að ná ágætis tökum á ástandinu. En það breytir ekki því að stafar ógn frá þessari árás Hamas-samtakanna sem hófst í morgun,“ bætir hann við. Hann segir íslenska hópinn hafa heyrt nokkra hvelli í dag og mælst hefur verið til þess að hópurinn fari ekki frá hótelinu. „Það fer mjög vel um alla og það hafa það allir gott. En svo eru líka ættingjar farþeganna skelkaðir, eðlilega. Það er allt frá ungum börnum og upp í eldra fólk hérna.“ Í sambandi við borgaraþjónustu og Icelandair Sigurður biðlar því til fjölskylda og ættingja farþeganna að halda ró sinni. „Hér er enginn í hættu, og við komum heil heim, vonandi. Og ekki seinna en eftir viku, eða fyrr.“ Hann segir fararstjórana vera í góðu sambandi við borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins og yfirstjórn Icelandair. „Við verðum bara að taka því sem fyrir augu ber og hvernig atburðarásin verður veit enginn. Maður er samt uggandi yfir því að þetta setji ferðina okkar svolítið í uppnám, og hefur þegar gert það.“ Er ekki furðulegt að vera þarna akkúrat þegar þessi suðupunktur mili Ísreal og Palestínu verður? „Það er dálítið skrítið, vegna þess að margir hafa varað við og sagt: hvað eruð þið að fara til Ísrael? En sannleikurinn er sá að þetta kemur alltaf upp annað slagið, hræringar milli Ísraelsmanna og Palestínu,“ segir Sigurður. Þá segist hann vissulega óttast harða gagnsókn Ísraela, en fordæmi er slíku. Stríðsástand sem enginn ræður við Sigurður segir óheppilegt að farþegarnir lendi á þeim tímapunkti sem þeir gerðu, en að sjálfsögðu sé ekkert fyrirséð. Hann hafi áður talað um hversu öruggum honum liði í Ísrael, hvort sem það var í Jerúsalem, Tel Aviv eða annars staðar. „Ég sagði við marga, maður er hultari í þessu landi en í London eða París, svo ég tali nú ekki um Stokkhólm. En svo lendum við bara í þessu.“ Hann segir aðalmálið að fara ekki út í neitt sem gæti skapað þeim hættu og fylgja fyrirmælum varnarmálaráðuneytisins. „Það eru allir farþegar hérna að sýna þessu skilning. Þetta er stríðsástand sem enginn ræður við. Bara eins og náttúruhamfarir,“ segir Sigurður að lokum.
Ísrael Palestína Átök Ísraela og Palestínumanna Íslendingar erlendis Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira