Við höldum áfram umfjöllun um átök Ísraela og Hamas-liða og förum yfir stöðuna ásamt því að ræða við Ísraela sem býr hér á landi. Hann segir átakanlegt að fylgjast með vinum sínum í hernum sem berjast nú í fremstu víglínu.
Enn hefur ekkert spurts til Magnúsar Kristins sem týndist í Dóminsíska Lýðveldinu fyrir rúmum mánuði. Bróðir hans kom heim í gær eftir árangurslausa ferð út í leit að svörum. Systir Magnúsar gagnrýnir sinnuleysi og hægagang yfirvalda hér á landi. Hún á ekki von á því að sjá bróðir sinn á ný.
Þá fjöllum við um snjallsímanotkun foreldra og barna en rithöfundur segir neyðarástand ríkja í málefnum barna, sjáum tjaldsvæði á floti eftir veðurofsann í gær og verðum í beinni útsendingu frá náttfatastund barna á bókasafni.
Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.