Skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt Rakel Anna Boulter skrifar 27. október 2023 16:30 Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt blaðamannafund fyrr í dag í tilefni úrskurðar áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema, sem birtist 5. október síðastliðnum. Leiddi sá úrskurður í ljós að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt. Málið hófst árið 2020, þegar fyrrum nemandi og starfsmaður skrifstofu Stúdentaráðs, Jessý Jónsdóttir, kærði gjaldið til Háskólaráðs vegna grunsemda um ólögmæti. Málið hefur legið í stjórnsýslunni síðan en úrskurður nefndarinnar leiðir í ljós að grunur stúdentaráðs var á rökum reistur. Fyrir skrásetningagjöldunum er skýr lagaheimild. Samkvæmt henni eru tvö skilyrði. Gjaldið má ekki skila hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og tiltekinnar þjónustu. Hins vegar má ekki rukka fyrir þjónustu sem telst til kennslu eða rannsóknarstarfsemi. Háskólinn þarf lögum samkvæmt að reiða fram útreikninga eða traustar áætlanir þar sem sýnt er fram á með skýrum hætti, í hvað skrásetningargjaldið fer, með öðrum orðum hvort gjaldið sé að fara í þá þjónustu sem það má fara lögum samkvæmt. Þetta hefur háskólinn ekki gert.Þess vegna er ekki nokkur leið til að ganga úr skugga um að gjaldið sé ekki hærra en sem nemur útgjöldum. Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar var nánar tiltekið að tilteknir liðir skrásetningargjalsins “eigi ekki fullnægjandi lagastoð og uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til álagningar þjónustugjalda”. Stúdentaráð hélt aukafund í gær, vegna þessa máls, þar sem ráðið samþykkti kröfu sem þegar hefur verið send á háskólann sem og á ráðuneyti háskólamála og fjármála. Þar er m.a. rakin saga þess að Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur um árabil bent háskólanum á grun ráðsins að gjaldið standist ekki lög. Stúdentaráð hefur krafið HÍ um skýringar og útreikning sem liggja til grundvallar ákvörðun um upphæð skrásetningagjaldsins. Frá árinu 2020 hefur HÍ og hinir opinberu háskólarnir ítrekað farið þess á leit við háskólamálaráðuneytið að hækka skrásetningargjaldið. Þessi úrskurður leiðir í ljós að forsendur gjaldsins og útreikningar þess standast ekki lög. Það er því óboðlegt að ætla að ganga lengra í slíku ástandi og hækka fjárhæðina og hefur Stúdentaráð því mótmælt þeim hækkunum harðlega í hvert sinn. Þessar beiðnir háskólanna um hækkun varpa líka skýru ljósi á raunverulegt hlutverk gjaldanna. Greinilegt er að Háskólinn reiðir sig á skrásetningargjaldið til að brúa bilið og greiða fyrir þá opinberu menntun sem stjórnvöld fela honum að veita, en eru ekki tilbúin að fjármagna. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar, þetta sést m.a. á fjármagni sem fylgir hverjum ársnema, sem lægst er á íslandi. Meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi eru það aðeins 2,9 milljónir. Þess má einnig geta að ekkert annað norðurland innheimtir skrásetningargjöld í opinberum háskólum. Oft heyrist sú rödd, þegar upphæð skrásetningagjaldsins ber á góma, að 75.000 kr. sé ekkert svo há upphæð. Fólk getur haft misjafnar skoðanir á fjárhæðinni, en gjaldið er hátt miðað við önnur þjónustugjöld og það verður í öllu falli að innheimta þau með lögmætum hætti. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri þá grafalvarlegu fjárhagsstöðu sem margir stúdentar búa við. Um 45% stúdenta eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um þriðjungur stúdenta á íslandi eru foreldrar. Því geta 75.000 kr árlega skipt sköpum. Aðgangur að góðri opinberi menntun er mikið jafnréttismál. Háskólastigið er einn hornsteinn samfélagsins og ef Ísland ætlar að standa jafnfætis norðurlöndunum, sem við viljum bera okkur saman við, verður að leysa úr þeim ólestri sem fjármögnun opinberu háskólanna okkar hefur verið í. Til að bregðast við núverandi ástandi hefur Háskólinn þurft að reiða sig á neyðarleg úrræði til fjármögnunar, eins og happdrætti og nú er ljóst að önnur fjármögnunarleið skólans, skrásetningargjöldin, hefur ekki verið lögum samkvæmt. Því fer Stúdentaráð fram á að háskólinn, sem hefur haft úrskurðinn á sínu borði í þrjár vikur, hefji endurgreiðslur eins og honum er skylt samkvæmt lögum um innheimtu opinberra gjalda. Stúdentaráð vill með þessu setja Háskólanum fyrir dyrnar. Stúdentar geta ekki haldið uppi fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Höfundur er forseti Stúdentaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Stúdentaráð Háskóla Íslands hélt blaðamannafund fyrr í dag í tilefni úrskurðar áfrýjunarnefndar kærumála háskólanema, sem birtist 5. október síðastliðnum. Leiddi sá úrskurður í ljós að skrásetningargjöld við Háskóla Íslands eru ólögmæt. Málið hófst árið 2020, þegar fyrrum nemandi og starfsmaður skrifstofu Stúdentaráðs, Jessý Jónsdóttir, kærði gjaldið til Háskólaráðs vegna grunsemda um ólögmæti. Málið hefur legið í stjórnsýslunni síðan en úrskurður nefndarinnar leiðir í ljós að grunur stúdentaráðs var á rökum reistur. Fyrir skrásetningagjöldunum er skýr lagaheimild. Samkvæmt henni eru tvö skilyrði. Gjaldið má ekki skila hærri tekjum en sem nemur samanlögðum útgjöldum vegna nemendaskráningar og tiltekinnar þjónustu. Hins vegar má ekki rukka fyrir þjónustu sem telst til kennslu eða rannsóknarstarfsemi. Háskólinn þarf lögum samkvæmt að reiða fram útreikninga eða traustar áætlanir þar sem sýnt er fram á með skýrum hætti, í hvað skrásetningargjaldið fer, með öðrum orðum hvort gjaldið sé að fara í þá þjónustu sem það má fara lögum samkvæmt. Þetta hefur háskólinn ekki gert.Þess vegna er ekki nokkur leið til að ganga úr skugga um að gjaldið sé ekki hærra en sem nemur útgjöldum. Niðurstaða áfrýjunarnefndarinnar var nánar tiltekið að tilteknir liðir skrásetningargjalsins “eigi ekki fullnægjandi lagastoð og uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til álagningar þjónustugjalda”. Stúdentaráð hélt aukafund í gær, vegna þessa máls, þar sem ráðið samþykkti kröfu sem þegar hefur verið send á háskólann sem og á ráðuneyti háskólamála og fjármála. Þar er m.a. rakin saga þess að Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur um árabil bent háskólanum á grun ráðsins að gjaldið standist ekki lög. Stúdentaráð hefur krafið HÍ um skýringar og útreikning sem liggja til grundvallar ákvörðun um upphæð skrásetningagjaldsins. Frá árinu 2020 hefur HÍ og hinir opinberu háskólarnir ítrekað farið þess á leit við háskólamálaráðuneytið að hækka skrásetningargjaldið. Þessi úrskurður leiðir í ljós að forsendur gjaldsins og útreikningar þess standast ekki lög. Það er því óboðlegt að ætla að ganga lengra í slíku ástandi og hækka fjárhæðina og hefur Stúdentaráð því mótmælt þeim hækkunum harðlega í hvert sinn. Þessar beiðnir háskólanna um hækkun varpa líka skýru ljósi á raunverulegt hlutverk gjaldanna. Greinilegt er að Háskólinn reiðir sig á skrásetningargjaldið til að brúa bilið og greiða fyrir þá opinberu menntun sem stjórnvöld fela honum að veita, en eru ekki tilbúin að fjármagna. Ísland er eftirbátur annarra Norðurlanda þegar kemur að fjármögnun opinberrar háskólamenntunnar, þetta sést m.a. á fjármagni sem fylgir hverjum ársnema, sem lægst er á íslandi. Meðaltalið á Norðurlöndunum er 4,6 milljónir króna árlega en á Íslandi eru það aðeins 2,9 milljónir. Þess má einnig geta að ekkert annað norðurland innheimtir skrásetningargjöld í opinberum háskólum. Oft heyrist sú rödd, þegar upphæð skrásetningagjaldsins ber á góma, að 75.000 kr. sé ekkert svo há upphæð. Fólk getur haft misjafnar skoðanir á fjárhæðinni, en gjaldið er hátt miðað við önnur þjónustugjöld og það verður í öllu falli að innheimta þau með lögmætum hætti. Þó er ekki hægt að líta framhjá þeirri þá grafalvarlegu fjárhagsstöðu sem margir stúdentar búa við. Um 45% stúdenta eiga erfitt eða mjög erfitt með að ná endum saman. Um þriðjungur stúdenta á íslandi eru foreldrar. Því geta 75.000 kr árlega skipt sköpum. Aðgangur að góðri opinberi menntun er mikið jafnréttismál. Háskólastigið er einn hornsteinn samfélagsins og ef Ísland ætlar að standa jafnfætis norðurlöndunum, sem við viljum bera okkur saman við, verður að leysa úr þeim ólestri sem fjármögnun opinberu háskólanna okkar hefur verið í. Til að bregðast við núverandi ástandi hefur Háskólinn þurft að reiða sig á neyðarleg úrræði til fjármögnunar, eins og happdrætti og nú er ljóst að önnur fjármögnunarleið skólans, skrásetningargjöldin, hefur ekki verið lögum samkvæmt. Því fer Stúdentaráð fram á að háskólinn, sem hefur haft úrskurðinn á sínu borði í þrjár vikur, hefji endurgreiðslur eins og honum er skylt samkvæmt lögum um innheimtu opinberra gjalda. Stúdentaráð vill með þessu setja Háskólanum fyrir dyrnar. Stúdentar geta ekki haldið uppi fjármögnun opinberrar háskólamenntunar. Höfundur er forseti Stúdentaráðs.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun