Telur gagnrýni Dóru Bjartar varhugaverða Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2023 15:11 Sigríður Dögg telur Dóru Björt hafa farið yfir strikið þegar hún taldi sérkennilegt að þeir miðlar sem töluðu ófaglega um borgarmálin fengju styrki. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur nú tjáð sig um gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, á ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Sigríður Dögg telur Dóru Björt vera á vafasömu róli með gagnrýni sína. „Borgarfulltrúi Pírata gagnrýndi í borgarstjórn í gær fyrirkomulag ríkisstyrki til einkarekinna miðla. Á sama tíma gerði hún alvarlegar athugasemdir við umfjöllun einstaka fjölmiðils um fjármál Reykjavíkurborgar,“ segir Sigríður Dögg á Facebook-síðu sinni. Vísir greindi frá sjónarmiðum þeim sem Dóra Björt setti fram í gær: Sigríður Dögg segist ekki heldur gera neinar athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar. Hverjum og einum er frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Forsenda styrkja að þeir séu án pólitískra afskipta „Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis.“ Veruleg umræða hefur orðið um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt styrkina er Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar brást við gagnrýni Brynjars á Facebook-síðu sinni... sem svo Brynjar svaraði á sinni Facebook-síðu. Brynjar og Jón eru meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Segir Google og Facebook sópa til sín auglýsingum Sigríður Dögg telur að margt mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, hún telur þá umræðu ætti að fara fram á faglegum grundvelli. „Alls ekki pólitískum. Það er óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hefur sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska hefur átt undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla er ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópa til sín meginþorra auglýsingatekna markaðarins og ekki hefur tekist að bæta upp tapið með auknum áskriftum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir rekstur fjölmiðla ósjálfbæran og við því verði að bregðast.vísir/vilhelm Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis.“ Pistli sínum lýkur Sigríður Dögg á þeim orðum að óskandi væri að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins. Fjölmiðlar Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Píratar Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
„Borgarfulltrúi Pírata gagnrýndi í borgarstjórn í gær fyrirkomulag ríkisstyrki til einkarekinna miðla. Á sama tíma gerði hún alvarlegar athugasemdir við umfjöllun einstaka fjölmiðils um fjármál Reykjavíkurborgar,“ segir Sigríður Dögg á Facebook-síðu sinni. Vísir greindi frá sjónarmiðum þeim sem Dóra Björt setti fram í gær: Sigríður Dögg segist ekki heldur gera neinar athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar. Hverjum og einum er frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Forsenda styrkja að þeir séu án pólitískra afskipta „Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis.“ Veruleg umræða hefur orðið um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt styrkina er Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar brást við gagnrýni Brynjars á Facebook-síðu sinni... sem svo Brynjar svaraði á sinni Facebook-síðu. Brynjar og Jón eru meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Segir Google og Facebook sópa til sín auglýsingum Sigríður Dögg telur að margt mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, hún telur þá umræðu ætti að fara fram á faglegum grundvelli. „Alls ekki pólitískum. Það er óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hefur sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska hefur átt undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla er ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópa til sín meginþorra auglýsingatekna markaðarins og ekki hefur tekist að bæta upp tapið með auknum áskriftum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir rekstur fjölmiðla ósjálfbæran og við því verði að bregðast.vísir/vilhelm Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis.“ Pistli sínum lýkur Sigríður Dögg á þeim orðum að óskandi væri að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Píratar Reykjavík Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira