Við verðum einnig í beinni útsendingu frá stjórnstöð aðgerða í Skógarhlíð í Reykjavík og kíkjum í heimsókn til grindvískrar fjölskyldu sem býr nú um óákveðinn tíma heima hjá bláókunnugum manni á Álftanesi. Þá förum við yfir sögulega atburðarás gærkvöldsins þegar Grindavíkurbær var rýmdur.
Og Kristján Már verður í beinni frá Reykjanesi, ræðir við björgunarsveitarmenn og lögreglu, og lýsir stemningunni í draugabænum Grindavík - sem er galtómur eftir rýminguna í gær.