Skálað fyrir stóðhestinum Stála sem á tæplega 900 afkvæmi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. nóvember 2023 21:01 Vinirnir, Daníel og Stáli og fallegur blómvöndur, sem Stáli hafði mikinn áhuga á enda hefur hann blómstrað, sem stóðhestur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra. Það var maður við mann í reiðhöllinni í Kjarri þar sem um 300 manns komu og fögnuðu afmæli Stála á laugardagskvöldið. Hann kom meira að segja sjálfur í gleðina inn í reiðhöll þar sem skálað var fyrir honum og afmælissöngurinn sungin honum til heiðurs. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir í Kjarri. Stáli þótti frekar ófríður og ekki mikið í hann spunnið þegar hann var að vaxa úr grasi fyrstu árin sín. „Svo var hann taminn þegar hann var á fjórða vetur og þá kom í ljós að hann gæti verið eitthvað meira en venjulegt hross. Fimm vetra var hann sýndur við þokkanlegan dóm og svo var hann sýndur aftur 8 vetra og fór þá í sinn hæsta dóm og þá fór hann að fá hylli merareigenda og hefur verið afskaplega vinsæll. Mér finnst hann farsæll stóðhestur síðan, frjósamur og gefið mikið af ágætum hrossum,” segir Helgi. Stáli á tæplega skráð 900 afkvæmi enda mjög frjósamur og flottur stóðhestur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stáli á tæplega 900 afkvæmi sem segir allt um vinsældir hans. En þekkir hann öll afkvæmi sín? „Nei, ég held að það sé nú ekki. Hann þekkir ekki einu sinni allar mæður „barnanna” sinna því hann var notaður í sæðingar í nokkuð mörg ár,” segir Helgi hlæjandi. Daníel Jónsson var heiðraður sérstaklega í afmælinu en hann og Stáli náðu ótrúlegum góðum árangri á mótum á sínum tíma en árið 2006 varð Stáli til dæmis heimsmeistari í kynbótadómi á landsmóti á Vindheimamelum og þeir urðu líka landsmótsmeistarar í sjö vetra flokki stóðhesta á mótinu. Eigendur Stála, þau Helgi og Helga Ragna í Kjarri heiðruðu Daníel Jónsson knapa sérstaklega í afmælinu en Daníel átti mjög farsælan feril með Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég held að þetta sé glaðasti hestur, sem ég hef setið á um dagana. Hann hafði einstaklega gaman af öllu, sem var verið að gera. Léttviljugur og dansandi fjörugur og jákvæður,” segir Daníel. Stáli var um tíma í sæðingum, sem Páll Stefánsson, dýralæknir sá um en hér eru þeir Helgi saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ölfus Hestar Dýr Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Það var maður við mann í reiðhöllinni í Kjarri þar sem um 300 manns komu og fögnuðu afmæli Stála á laugardagskvöldið. Hann kom meira að segja sjálfur í gleðina inn í reiðhöll þar sem skálað var fyrir honum og afmælissöngurinn sungin honum til heiðurs. Ræktendur og eigendur Stála eru þau Helgi Eggertsson og Helga Ragna Pálsdóttir í Kjarri. Stáli þótti frekar ófríður og ekki mikið í hann spunnið þegar hann var að vaxa úr grasi fyrstu árin sín. „Svo var hann taminn þegar hann var á fjórða vetur og þá kom í ljós að hann gæti verið eitthvað meira en venjulegt hross. Fimm vetra var hann sýndur við þokkanlegan dóm og svo var hann sýndur aftur 8 vetra og fór þá í sinn hæsta dóm og þá fór hann að fá hylli merareigenda og hefur verið afskaplega vinsæll. Mér finnst hann farsæll stóðhestur síðan, frjósamur og gefið mikið af ágætum hrossum,” segir Helgi. Stáli á tæplega skráð 900 afkvæmi enda mjög frjósamur og flottur stóðhestur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Stáli á tæplega 900 afkvæmi sem segir allt um vinsældir hans. En þekkir hann öll afkvæmi sín? „Nei, ég held að það sé nú ekki. Hann þekkir ekki einu sinni allar mæður „barnanna” sinna því hann var notaður í sæðingar í nokkuð mörg ár,” segir Helgi hlæjandi. Daníel Jónsson var heiðraður sérstaklega í afmælinu en hann og Stáli náðu ótrúlegum góðum árangri á mótum á sínum tíma en árið 2006 varð Stáli til dæmis heimsmeistari í kynbótadómi á landsmóti á Vindheimamelum og þeir urðu líka landsmótsmeistarar í sjö vetra flokki stóðhesta á mótinu. Eigendur Stála, þau Helgi og Helga Ragna í Kjarri heiðruðu Daníel Jónsson knapa sérstaklega í afmælinu en Daníel átti mjög farsælan feril með Stála.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég held að þetta sé glaðasti hestur, sem ég hef setið á um dagana. Hann hafði einstaklega gaman af öllu, sem var verið að gera. Léttviljugur og dansandi fjörugur og jákvæður,” segir Daníel. Stáli var um tíma í sæðingum, sem Páll Stefánsson, dýralæknir sá um en hér eru þeir Helgi saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ölfus Hestar Dýr Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira