Fréttamaður okkar Kristín Ólafsdóttir fór til Grindavíkur í dag og ræddi við erlenda blaðamenn sem biðu í röðum eftir að komast í bæinn, sem sömuleiðis furðuðu sig á fyrirkomulaginu. Jörð hrærist enn í Grindavík og hafa þar opnast nýjar sprungur í dag.
Þá verður farið yfir framkvæmdir við varnargarða í kring um virkjunina í Svartsengi og rætt verður við Víði Reynisson yfirlögregluþjónn í beinni útsendingu.