Af hverju ég ætti læra íslensku? Jasmina Vajzović Crnac skrifar 16. nóvember 2023 15:00 Ég hitti nokkuð stóran hóp innflytjenda frá mörgum löndum á fundi og hlustaði eina ferðina enn á umræðu um íslenska tungumálið sem ég hef heyrt alltof oft síðustu árin, trúið mér. Að mínu mati var niðurstaðan sú að öll væru sammála um íslenskukennslu og hvað hún er raunverulega mikilvæg fyrir börnin þeirra og þau sem foreldra. Þegar uppi var staðið var þetta mikilvægasta og veigamesta krafan að börnin þeirra, sem eru fædd og uppalin hér, tali góða íslensku. En því miður er það ekki raunin því börnin þeirra tala ekki nógu góða íslensku. Hvernig stendur á þessu? Þetta er hreint út sagt ótrúlegt. Hvernig má það vera að í stað þess að fara upp á við í jákvæða þróun erum við að fara niður á við? Foreldrarnir töluðu um að enska sé mjög mikið notuð í skólum barnanna. Þau reifuðu þær hugmyndir að í frístund gæti vera boðið upp tungumálakennslu fyrir börnin og tíminn nýttur jafnramt í hagnýta kennslu. Foreldrar töluðu einnig um að vilja fá auka heimavinnu með áherslu á íslensku. Þau töluðu um að börnin þeirra þurfi meira örvun í íslensku. Þau töluðu um að það sé lítil krafa um íslensku frá skólanum og að það bitni verulega á börnunum. Þau töluðu um að þau tilheyra ekki og eiga erfitt með að eignast íslenska vini. Þau töluðu um að vera ekki velkomin og að íslensku fólki sé sama um þau. Í þessu samhengi erum við að tala um fjölskyldur með lítinn sem engann stuðning, lítið tengslanet, lægstu launin og svo framvegis. Ég hef sjálf heyrt frá kennurum, íslenskum foreldrum, skólum, samfélögum og öðrum að innflytjendur vilji ekki læra íslensku. Að sama skapi segja þessir aðilar að það sé í undantekningartilvikum að innflytjendur vilji læra íslensku og að þau vilji hjálpa börnum sínum með heimalærdóminn. Nú velti ég fyrir mér af hverju það sé hérna einhvera gjá sem engin skilur í og verra er að fáir virðast kippa sér upp við. Þetta tvennt fer ekki saman, það er að innflytjendur séu ítrekað að segja að þau vilja læra tungumálið og vilja ríkari áherslu á íslensku og að Íslendingar haldi því fram að innflytjendur vilji ekki læra íslensku. Svo er það umræðan í samfélaginu að við séum með aðskilin samfélög, að innflytjendur hópast bara saman og staðhæfingar um að innflytjendur vilji ekki aðlagast. Ég spyr þá á móti, af hverju ættu þeir að aðlagast? Hverju eiga þeir að aðlagast ef þau ætla hvort sem er að vera utangarðs? Hvaða máli skiptir það að þú lærir íslensku ef þú ætlar hvort sem er aldrei að vera hluti af samfélaginu? Af hverju ætti ég að fara í afmæli ef enginn vill hvort sem er tala við mig? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef ég enda alltaf í láglaunastarfi? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef ég get ekki nýtt menntun mína? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef enginn vill kynnast mér né minni menningu eða hleypa mér inn í sinn vinahóp? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef það verður alltaf sett út á hreiminn minn? Af hverju á ég að læra íslensku þegar ég verð alltaf útlendingur? Af hverju myndi ég vilja læra íslensku þegar Íslendingar tala alltaf á ensku við mig? Af hverju í ósköpunum ætti ég að læra íslensku ef ég fæ aldrei að verða Íslendingur? Þetta eru því miður staðreyndir. Ég hef sjálf, þrátt fyrir mína frábæru íslensku, ríku reynslu og þekkingu og háskólagráður, spurt mig stundum af hverju í ósköpunum ég sé hér á landi að taka þennan slag? Því jú ég hef sjálf margoft spurt mig þessa spurninga og upplifað útilokun, höfnun og að litið sé niður á mig, talandi ekki ekki um ráðningar eða laun - en það þyrfti sér pistil um það, fyrir það eitt að vera innflytjandi. Því spyr ég, væri ekki best að við værum SAMLÖGUÐ? Að við myndum gerum þetta saman, það er að samlagast hvort öðru því samfélagið okkar er ekki einstefna? Ef við myndum reyna að hjálpa hvort öðru að verða ein heild, eitt samfélag? Ef við myndum taka þéttum höndum utan um fólkið sem sest hér að? Ef við myndum bjóða þau velkomin í samfélagið? Ef við myndum bjóða þeim með í vinahópinn okkar? Ef við myndum banka á dyrnar þeirra og bjóða fram aðstoð okkar? Ef við myndum taka þau gjaldgeng inn í viðeigandi og vel launuð störf? Ef við myndum viðurkenna menntun þeirra? Ef við myndum hætta að tala niður til þeirra? Ef við myndum raunverulega leggja okkur fram við að kenna þeim íslensku? Svona gæti ég haldið áfram svo lengi megi telja. Við þurfum að vera opin fyrir því að fara í báðar áttir og vera samlöguð saman. Gefið ykkur tíma til að hugsa aðeins um þetta kæru Íslendingar (það er allir þeir sem búa á Íslandi), ráðamenn og aðrir. Mynduð þið vilja og hreinlega geta lært annað tungumál ef þið væruð bara að aðlagast þessum einstefnu aðstæðum, viðhorfi og gildum sem ein þjóð setur fram eða krefst af öðrum? Höfundur er flóttakona, innfytjandi, sérfræðingur í málefnum innfytjenda og flóttafólks, stjórnmálafræðingur og Íslendingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Innflytjendamál Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Ég hitti nokkuð stóran hóp innflytjenda frá mörgum löndum á fundi og hlustaði eina ferðina enn á umræðu um íslenska tungumálið sem ég hef heyrt alltof oft síðustu árin, trúið mér. Að mínu mati var niðurstaðan sú að öll væru sammála um íslenskukennslu og hvað hún er raunverulega mikilvæg fyrir börnin þeirra og þau sem foreldra. Þegar uppi var staðið var þetta mikilvægasta og veigamesta krafan að börnin þeirra, sem eru fædd og uppalin hér, tali góða íslensku. En því miður er það ekki raunin því börnin þeirra tala ekki nógu góða íslensku. Hvernig stendur á þessu? Þetta er hreint út sagt ótrúlegt. Hvernig má það vera að í stað þess að fara upp á við í jákvæða þróun erum við að fara niður á við? Foreldrarnir töluðu um að enska sé mjög mikið notuð í skólum barnanna. Þau reifuðu þær hugmyndir að í frístund gæti vera boðið upp tungumálakennslu fyrir börnin og tíminn nýttur jafnramt í hagnýta kennslu. Foreldrar töluðu einnig um að vilja fá auka heimavinnu með áherslu á íslensku. Þau töluðu um að börnin þeirra þurfi meira örvun í íslensku. Þau töluðu um að það sé lítil krafa um íslensku frá skólanum og að það bitni verulega á börnunum. Þau töluðu um að þau tilheyra ekki og eiga erfitt með að eignast íslenska vini. Þau töluðu um að vera ekki velkomin og að íslensku fólki sé sama um þau. Í þessu samhengi erum við að tala um fjölskyldur með lítinn sem engann stuðning, lítið tengslanet, lægstu launin og svo framvegis. Ég hef sjálf heyrt frá kennurum, íslenskum foreldrum, skólum, samfélögum og öðrum að innflytjendur vilji ekki læra íslensku. Að sama skapi segja þessir aðilar að það sé í undantekningartilvikum að innflytjendur vilji læra íslensku og að þau vilji hjálpa börnum sínum með heimalærdóminn. Nú velti ég fyrir mér af hverju það sé hérna einhvera gjá sem engin skilur í og verra er að fáir virðast kippa sér upp við. Þetta tvennt fer ekki saman, það er að innflytjendur séu ítrekað að segja að þau vilja læra tungumálið og vilja ríkari áherslu á íslensku og að Íslendingar haldi því fram að innflytjendur vilji ekki læra íslensku. Svo er það umræðan í samfélaginu að við séum með aðskilin samfélög, að innflytjendur hópast bara saman og staðhæfingar um að innflytjendur vilji ekki aðlagast. Ég spyr þá á móti, af hverju ættu þeir að aðlagast? Hverju eiga þeir að aðlagast ef þau ætla hvort sem er að vera utangarðs? Hvaða máli skiptir það að þú lærir íslensku ef þú ætlar hvort sem er aldrei að vera hluti af samfélaginu? Af hverju ætti ég að fara í afmæli ef enginn vill hvort sem er tala við mig? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef ég enda alltaf í láglaunastarfi? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef ég get ekki nýtt menntun mína? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef enginn vill kynnast mér né minni menningu eða hleypa mér inn í sinn vinahóp? Af hverju ætti ég að læra íslensku ef það verður alltaf sett út á hreiminn minn? Af hverju á ég að læra íslensku þegar ég verð alltaf útlendingur? Af hverju myndi ég vilja læra íslensku þegar Íslendingar tala alltaf á ensku við mig? Af hverju í ósköpunum ætti ég að læra íslensku ef ég fæ aldrei að verða Íslendingur? Þetta eru því miður staðreyndir. Ég hef sjálf, þrátt fyrir mína frábæru íslensku, ríku reynslu og þekkingu og háskólagráður, spurt mig stundum af hverju í ósköpunum ég sé hér á landi að taka þennan slag? Því jú ég hef sjálf margoft spurt mig þessa spurninga og upplifað útilokun, höfnun og að litið sé niður á mig, talandi ekki ekki um ráðningar eða laun - en það þyrfti sér pistil um það, fyrir það eitt að vera innflytjandi. Því spyr ég, væri ekki best að við værum SAMLÖGUÐ? Að við myndum gerum þetta saman, það er að samlagast hvort öðru því samfélagið okkar er ekki einstefna? Ef við myndum reyna að hjálpa hvort öðru að verða ein heild, eitt samfélag? Ef við myndum taka þéttum höndum utan um fólkið sem sest hér að? Ef við myndum bjóða þau velkomin í samfélagið? Ef við myndum bjóða þeim með í vinahópinn okkar? Ef við myndum banka á dyrnar þeirra og bjóða fram aðstoð okkar? Ef við myndum taka þau gjaldgeng inn í viðeigandi og vel launuð störf? Ef við myndum viðurkenna menntun þeirra? Ef við myndum hætta að tala niður til þeirra? Ef við myndum raunverulega leggja okkur fram við að kenna þeim íslensku? Svona gæti ég haldið áfram svo lengi megi telja. Við þurfum að vera opin fyrir því að fara í báðar áttir og vera samlöguð saman. Gefið ykkur tíma til að hugsa aðeins um þetta kæru Íslendingar (það er allir þeir sem búa á Íslandi), ráðamenn og aðrir. Mynduð þið vilja og hreinlega geta lært annað tungumál ef þið væruð bara að aðlagast þessum einstefnu aðstæðum, viðhorfi og gildum sem ein þjóð setur fram eða krefst af öðrum? Höfundur er flóttakona, innfytjandi, sérfræðingur í málefnum innfytjenda og flóttafólks, stjórnmálafræðingur og Íslendingur.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun