Með hendur í vösum? Árni Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2023 12:30 Opið bréf til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins: Ágæta Halla. Íslendingar skilja út á hvað lýðheilsa gengur. Skilja mikilvægi þess að hafa regluverk sem hefur verndandi áhrif. Ekki síst í þágu barna og ungmenna. Íslendingar flestir vita að áfengi, tóbak og nikótín eru heilsuspillandi vörur sem geta undir engum kringumstæðum flokkast sem venjulegar vörur. Þess vegna höfum við sérstaka löggjöf þar um sem tekur mið af og lýtur þeim sjónarmiðum og ekki síst lýðheilsumarkmiðum. Ólögleg sala áfengis Það stefnir í lýðheilsuslys. Allir vita að einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum. Slysið, fyrirséða, snýst um einarðan ásetning áfengisiðnaðarins/sala til brjóta niður núverandi áfengisstefnu og kerfi. Áfengisiðnaðurinn skeytir í engu um afleiðingar, hin ítrustu gróðasjónarmið ráða alfarið för. Allt gert eftir bókinni Aðferðin felst m.a. í að taka eitt skref í einu og gefa helst aldrei eftir. Eitt skrefið er kostaður ólöglegur áfengisáróður (áfengisauglýsingar). Annað skrefið að laumast af stað með ólöglega smásölu áfengis og kalla það „erlenda netsölu“ og vona að hún verði látin óáreitt. Næsta skref sala áfengis í matvöruverslunum, sjoppum og víðar 24/7 alla daga ársins . Lýðheilsusjónarmið, sem ESS hefur fallist á sem grundvöll þess sölufyrirkomulags sem hér er, eru þannig að engu gerð. Ráðherra veit Dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi vita að áfengissalan sem nú fer fram, þar sem áfengi af innlendum sölustað er selt í smásölu og jafnvel afhent einstaklingum heim á 30-90 mínútum, er ólögleg. Sala sem fram fer allan sólarhringinn, líka á sunnudögum, sem er einnig ólöglegt. Ekki er um innflutning að ræða til einkanota erlendis frá eins og leyfilegt er og ýmsir hafa nýtt sér, hér er einfaldlega um smásölu að ræða. Fyrrverandi dómsmálaráðherra freistaði þess á síðasta þingi að gera söluna löglega með framlagningu frumvarps í samráðsgátt þar sem sagði í greinagerð: „Með frumvarpinu er heimilað að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.“ Frumvarpið náði ekki fram að ganga sem betur fer. Lögin hafa því ekki breyst. Dómsmálaráðherra leggur til atlögu við lýðheilsusjónarmið enn á ný og boðar skv. nýjustu þingmálaskrá að flytjaþetta þreyttasta þingmál íslenskar þingsögu (tilraun 12 eða 13, í einni eða annarri mynd). Allir, þ.m.t. þáverandi dómsmálaráðherra, vita að ofangreind netsala er smásala á áfengi og algerlega augljós brot á skýrum lögum. Í sumar féll dómur í hæstarétti í Svíþjóð sem skýrði vel að þar sem einkasala ríkir, eins og í Svíþjóð á Íslandi og í fleiri norrænum ríkjum, mega aðrir ekki selja af innlendum lager. Samt viðgengst það hér enn? Hvar er Lögreglan? Þá er ég komin að erindinu með þessu greinarkorni. ÁTVR kærði, eins og vera ber, hina ólöglegu netsölu til lögreglu í júní 2021, Lögreglan á að hafa eftirlit samkvæmt áfengislögum. Fjöldi ábendinga hefur auk þess borist bæði frá einstaklingum og samtökum til Lögregluembættisins. Síðan eru liðin rúm tvö ár. Ekkert bólar á viðbrögðum Lögreglu? Hvers vegna hefur Lögreglan ekki brugðist við þeim fjölda ábendinga um ólöglega áfengissölu sem henni hefur borist? Hvernig í ósköpunum stendur á því að ekki er búið að stoppa þessa ólöglegu smásölu áfengis? Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd. Um fyrirkomulag áfengissölu hefur verið nokkuð almenn sátt í samfélaginu og lögin eru kýrskýr. Að þessu rituðu, þá hvet ég þig ágæti lögreglustjóri, og mæli örugglega fyrir hönd fjölmargra, til þessa að taka hendur úr vösum og taka á þessum málum af þeirri einurð, festu og myndugleika sem embættinu er samboðið, sæmandi og ber að gera. Að öðru leyti óska ég þér og þínu fólki velfarnaðar í mikilvægum störfum. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Áfengi Verslun Lögreglan Netverslun með áfengi Árni Guðmundsson Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins: Ágæta Halla. Íslendingar skilja út á hvað lýðheilsa gengur. Skilja mikilvægi þess að hafa regluverk sem hefur verndandi áhrif. Ekki síst í þágu barna og ungmenna. Íslendingar flestir vita að áfengi, tóbak og nikótín eru heilsuspillandi vörur sem geta undir engum kringumstæðum flokkast sem venjulegar vörur. Þess vegna höfum við sérstaka löggjöf þar um sem tekur mið af og lýtur þeim sjónarmiðum og ekki síst lýðheilsumarkmiðum. Ólögleg sala áfengis Það stefnir í lýðheilsuslys. Allir vita að einkaréttur ríkisins til smásölu áfengis byggir á lýðheilsusjónarmiðum. Slysið, fyrirséða, snýst um einarðan ásetning áfengisiðnaðarins/sala til brjóta niður núverandi áfengisstefnu og kerfi. Áfengisiðnaðurinn skeytir í engu um afleiðingar, hin ítrustu gróðasjónarmið ráða alfarið för. Allt gert eftir bókinni Aðferðin felst m.a. í að taka eitt skref í einu og gefa helst aldrei eftir. Eitt skrefið er kostaður ólöglegur áfengisáróður (áfengisauglýsingar). Annað skrefið að laumast af stað með ólöglega smásölu áfengis og kalla það „erlenda netsölu“ og vona að hún verði látin óáreitt. Næsta skref sala áfengis í matvöruverslunum, sjoppum og víðar 24/7 alla daga ársins . Lýðheilsusjónarmið, sem ESS hefur fallist á sem grundvöll þess sölufyrirkomulags sem hér er, eru þannig að engu gerð. Ráðherra veit Dómsmálaráðherra núverandi og fyrrverandi vita að áfengissalan sem nú fer fram, þar sem áfengi af innlendum sölustað er selt í smásölu og jafnvel afhent einstaklingum heim á 30-90 mínútum, er ólögleg. Sala sem fram fer allan sólarhringinn, líka á sunnudögum, sem er einnig ólöglegt. Ekki er um innflutning að ræða til einkanota erlendis frá eins og leyfilegt er og ýmsir hafa nýtt sér, hér er einfaldlega um smásölu að ræða. Fyrrverandi dómsmálaráðherra freistaði þess á síðasta þingi að gera söluna löglega með framlagningu frumvarps í samráðsgátt þar sem sagði í greinagerð: „Með frumvarpinu er heimilað að starfrækja vefverslun með áfengi í smásölu til neytenda.“ Frumvarpið náði ekki fram að ganga sem betur fer. Lögin hafa því ekki breyst. Dómsmálaráðherra leggur til atlögu við lýðheilsusjónarmið enn á ný og boðar skv. nýjustu þingmálaskrá að flytjaþetta þreyttasta þingmál íslenskar þingsögu (tilraun 12 eða 13, í einni eða annarri mynd). Allir, þ.m.t. þáverandi dómsmálaráðherra, vita að ofangreind netsala er smásala á áfengi og algerlega augljós brot á skýrum lögum. Í sumar féll dómur í hæstarétti í Svíþjóð sem skýrði vel að þar sem einkasala ríkir, eins og í Svíþjóð á Íslandi og í fleiri norrænum ríkjum, mega aðrir ekki selja af innlendum lager. Samt viðgengst það hér enn? Hvar er Lögreglan? Þá er ég komin að erindinu með þessu greinarkorni. ÁTVR kærði, eins og vera ber, hina ólöglegu netsölu til lögreglu í júní 2021, Lögreglan á að hafa eftirlit samkvæmt áfengislögum. Fjöldi ábendinga hefur auk þess borist bæði frá einstaklingum og samtökum til Lögregluembættisins. Síðan eru liðin rúm tvö ár. Ekkert bólar á viðbrögðum Lögreglu? Hvers vegna hefur Lögreglan ekki brugðist við þeim fjölda ábendinga um ólöglega áfengissölu sem henni hefur borist? Hvernig í ósköpunum stendur á því að ekki er búið að stoppa þessa ólöglegu smásölu áfengis? Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd. Um fyrirkomulag áfengissölu hefur verið nokkuð almenn sátt í samfélaginu og lögin eru kýrskýr. Að þessu rituðu, þá hvet ég þig ágæti lögreglustjóri, og mæli örugglega fyrir hönd fjölmargra, til þessa að taka hendur úr vösum og taka á þessum málum af þeirri einurð, festu og myndugleika sem embættinu er samboðið, sæmandi og ber að gera. Að öðru leyti óska ég þér og þínu fólki velfarnaðar í mikilvægum störfum. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur.
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar